Grænlendingar huga að gerð fyrsta þjóðvegarins Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2017 10:00 Frá höfuðstaðnum Nuuk. Yfir átta þúsund vélknúin ökutæki eru skráð á Grænlandi. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. Sagt var frá málinu í fréttum Stöðvar 2. Bílamergðin á Grænlandi virðist raunar með ólíkindum í ljósi þess að þetta næsta nágrannaland Íslands er án vegakerfis. Einu vegirnir eru í stærstu bæjunum og ná í mesta lagi fáeina kílómetra út frá þeim og engir tveir bæir eru tengdir saman með vegi. Samt eru yfir átta þúsund vélknúin ökutæki á Grænlandi, þar af um 4.200 einkabílar, um 200 leigubílar og um 80 rútur og strætisvagnar. Vegir og götur Grænlands teljast alls 150 kílómetrar í öllu landinu, þar af eru 60 kílómetrar malbikaðir.Vegurinn milli Sisimiut og Kangerlussuaq yrði 170 kílómetra langur. Ekki er ráðgert að honum verði haldið opnum að vetri.Grafík/Stöð 2.En nú eru horfur á að Grænlendingar fái sinn fyrsta þjóðveg, 170 kílómetra langan malarveg milli bæjarins Sisimiut og flugvallarins í Kangerlussuaq, sem er einnig þekktur sem Syðri Straumfjörður. Þar er aðalflugvöllur Grænlands og sá eini sem býður upp á beint áætlunarflug á þotum til Danmerkur. Eina tenging flugvallarins við aðrar byggðir Grænlands er með innanlandsflugi en nú gæti vegtenging bæst við. Grænlenska stjórnin og bæjaryfirvöld í Sisimiut undirrituðu í síðustu viku samning um að hefja undirbúning vegagerðar með því að setja á laggirnar vinnuhóp sem á að skila skýrslu um verkið fyrir 1. apríl í vor.Flugvélar Air Greenland halda nú uppi samgöngum milli Sisimiut og Kangerlussuaq.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bærinn Sisimiut er sá næsti stærsti á Grænlandi, með um 5.500 íbúa. Vegur milli bæjarins og flugvallarins er ekki aðeins talinn geta lækkað ferðakostnað íbúa heldur jafnframt boðið upp á ný tækifæri í ferðaþjónustu og ekki síst fiskflutningum, þegar opnast betri möguleikar fyrir Grænlendinga að koma ferskum fiski í flug á erlenda markaði. Flugvöllurinn í Kangerlussuaq er eini millilandaflugvöllur Grænlands með áætlunarflugi á þotum til Danmerkur.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það er þó ekki gert ráð fyrir að þetta verði heilsársvegur þar sem veglínan liggur norðan heimskautsbaugs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. Sagt var frá málinu í fréttum Stöðvar 2. Bílamergðin á Grænlandi virðist raunar með ólíkindum í ljósi þess að þetta næsta nágrannaland Íslands er án vegakerfis. Einu vegirnir eru í stærstu bæjunum og ná í mesta lagi fáeina kílómetra út frá þeim og engir tveir bæir eru tengdir saman með vegi. Samt eru yfir átta þúsund vélknúin ökutæki á Grænlandi, þar af um 4.200 einkabílar, um 200 leigubílar og um 80 rútur og strætisvagnar. Vegir og götur Grænlands teljast alls 150 kílómetrar í öllu landinu, þar af eru 60 kílómetrar malbikaðir.Vegurinn milli Sisimiut og Kangerlussuaq yrði 170 kílómetra langur. Ekki er ráðgert að honum verði haldið opnum að vetri.Grafík/Stöð 2.En nú eru horfur á að Grænlendingar fái sinn fyrsta þjóðveg, 170 kílómetra langan malarveg milli bæjarins Sisimiut og flugvallarins í Kangerlussuaq, sem er einnig þekktur sem Syðri Straumfjörður. Þar er aðalflugvöllur Grænlands og sá eini sem býður upp á beint áætlunarflug á þotum til Danmerkur. Eina tenging flugvallarins við aðrar byggðir Grænlands er með innanlandsflugi en nú gæti vegtenging bæst við. Grænlenska stjórnin og bæjaryfirvöld í Sisimiut undirrituðu í síðustu viku samning um að hefja undirbúning vegagerðar með því að setja á laggirnar vinnuhóp sem á að skila skýrslu um verkið fyrir 1. apríl í vor.Flugvélar Air Greenland halda nú uppi samgöngum milli Sisimiut og Kangerlussuaq.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bærinn Sisimiut er sá næsti stærsti á Grænlandi, með um 5.500 íbúa. Vegur milli bæjarins og flugvallarins er ekki aðeins talinn geta lækkað ferðakostnað íbúa heldur jafnframt boðið upp á ný tækifæri í ferðaþjónustu og ekki síst fiskflutningum, þegar opnast betri möguleikar fyrir Grænlendinga að koma ferskum fiski í flug á erlenda markaði. Flugvöllurinn í Kangerlussuaq er eini millilandaflugvöllur Grænlands með áætlunarflugi á þotum til Danmerkur.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það er þó ekki gert ráð fyrir að þetta verði heilsársvegur þar sem veglínan liggur norðan heimskautsbaugs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15