Erlent

Segja ólögleg sprengiefni hafa valdið miklum skemmdum í Kína

Samúel Karl Ólason skrifar
Tveir létu lífið og minnst 19 særðust í sprengingunni sem varð í iðnaðarhverfi.
Tveir létu lífið og minnst 19 særðust í sprengingunni sem varð í iðnaðarhverfi. Vísir/EPA
Mannskæð sprenging sem olli miklum skemmdum í borginni Ningbo í Kína um helgina varð vegna ólöglegra sprengiefna og rangrar meðhöndlunar þeirra. Lögreglan segir að maður sem hafi verið á flótta undan lögreglu fyrir framleiðslu og sölu ólöglegra sprengiefna hafi beðið ættingja sína um að farga efnum sem hann notaði við framleiðsluna.

Við þær aðgerðir ættingjanna sprungu efnin, sem eru meðal annars álpúður og baríum nítrat, í loft upp. Tveir létu lífið og minnst 19 særðust, samkvæmt frétt AFP, en sprengingin varð í iðnaðarhverfi.



Framleiðandi sprengiefnanna hafði verið á flótta frá því í síðasta mánuði. Hann var hins vegar handtekinn í gær.

Hér má sjá myndband sem sýnir hve miklar skemmdirnar voru.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×