Davíð Smári ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2017 12:30 Árásin sem Davíð Smári er ákærður fyrir átti sér stað fyrir tveimur árum við Kjarvalsstaði. Vísir/GVA Davíð Smári Lamude, áður Davíð Smári Helenarson, hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í nóvember 2015. Árásin átti sér stað á Flókagötu nærri Kjarvalstöðum í Reykjavík en Davíð er sakaður um að hafa ráðist að manni á fertugsaldri með því að slá hann með hækju í höfuð og vinstri hönd. Segir í ákærunni að maðurinn hafi hlotið þriggja sentimetra langan skurð á höfði, heilahristing og brot á vinstra miðhandarbeini. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur snemma í desember. Davíð hefur ekki hlotið dóm undanfarin sex ár og neitar sök í málinu. Hann segist hafa fylgt lögum og reglum. Færsla Davíðs frá því í gær. Fann þjóf undir tré við Klambratún Davíð Smári segir frá því á Facebook að hann hafi komið að manninum að brjótast inn í bíl sinn. Hann sjálfur hafi verið nýkominn úr aðgerð vegna krossbandaslita og ekki náð manninum sem hljóp í burtu með dót úr bíl Davíðs. Davíð hafi svo komið að manninum undir tré við Klambratún, klæddur í föt af Davíð sem hafi hringt í lögreglu. Komið hafi til átaka þar sem Davíð hafi varið sig með hækju sinni. Hann hafi fylgt öllum lögum og reglum. Davíð Smári, sem var á sínum tíma þekktur sem Dabbi Grensás, hefur hlotið nokkra dóma fyrir líkamsárásir í gegnum tíðina en ekki síðan árið 2011. Hann segist hafa gert upp sína fortíð og unnið í sínum málum. Þá var hann sakaður um fleiri líkamsárásir á sínum tíma sem fóru ekki fyrir dóm. Í fjölmiðlum var fjallað um að Davíð hefði ráðist á knattspyrnumanninn Hannes Þ. Sigurðsson og leikarann Sverri Þór Sverrisson, Sveppa. Málin fóru þó ekki fyrir dómstóla þar sem Davíð bað þá persónulega afsökunar á árásunum. Tengdar fréttir Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08 Davíð Smári dæmdur fyrir ofbeldisbrot Davíð Smári Helenarson var dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi í morgun fyrir tvær líkamsárásir og eignaspjöll. Annarsvegar var hann dæmdur fyrir að hafa slegið karlmann í Austurstræti með þeim afleiðingum að hann hlaut tognun og ofreynslu á hálshrygg. Árásin átti sér stað í október 2008. 22. mars 2010 13:33 Með leikheimild hjá KSÍ þrátt fyrir að hafa viðbeinsbrotið dómara "Mér finnst þetta algjörlega fyrir neðan allar hellur," segir Valur Steingrímsson knattspyrnudómari sem viðbeinsbrotnaði eftir árás Davíðs Smára Helenarsonar í knattspyrnuleik í utandeildinni síðasta sumar. 22. maí 2008 15:48 Davíð Smári neitar sök í líkamsárásarmálum Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, sem ákærður er fyrir þrjú ofbeldisbrot neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. september 2008 12:01 Dabbi Grensás ákærður fyrir að kýla kampavínskóng Davíð Smári Helenarson hefur verið ákærður fyrir að slá eiganda Kampavínsklúbbsins Strawberries, Viðar Má Friðfinnsson, á vinstra gagnaugað með þeim afleiðingum að andlitsbein hans brotnaði. Árásin á að hafa átt sér stað í febrúar síðastliðnum. 1. desember 2009 11:29 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Davíð Smári Lamude, áður Davíð Smári Helenarson, hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í nóvember 2015. Árásin átti sér stað á Flókagötu nærri Kjarvalstöðum í Reykjavík en Davíð er sakaður um að hafa ráðist að manni á fertugsaldri með því að slá hann með hækju í höfuð og vinstri hönd. Segir í ákærunni að maðurinn hafi hlotið þriggja sentimetra langan skurð á höfði, heilahristing og brot á vinstra miðhandarbeini. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur snemma í desember. Davíð hefur ekki hlotið dóm undanfarin sex ár og neitar sök í málinu. Hann segist hafa fylgt lögum og reglum. Færsla Davíðs frá því í gær. Fann þjóf undir tré við Klambratún Davíð Smári segir frá því á Facebook að hann hafi komið að manninum að brjótast inn í bíl sinn. Hann sjálfur hafi verið nýkominn úr aðgerð vegna krossbandaslita og ekki náð manninum sem hljóp í burtu með dót úr bíl Davíðs. Davíð hafi svo komið að manninum undir tré við Klambratún, klæddur í föt af Davíð sem hafi hringt í lögreglu. Komið hafi til átaka þar sem Davíð hafi varið sig með hækju sinni. Hann hafi fylgt öllum lögum og reglum. Davíð Smári, sem var á sínum tíma þekktur sem Dabbi Grensás, hefur hlotið nokkra dóma fyrir líkamsárásir í gegnum tíðina en ekki síðan árið 2011. Hann segist hafa gert upp sína fortíð og unnið í sínum málum. Þá var hann sakaður um fleiri líkamsárásir á sínum tíma sem fóru ekki fyrir dóm. Í fjölmiðlum var fjallað um að Davíð hefði ráðist á knattspyrnumanninn Hannes Þ. Sigurðsson og leikarann Sverri Þór Sverrisson, Sveppa. Málin fóru þó ekki fyrir dómstóla þar sem Davíð bað þá persónulega afsökunar á árásunum.
Tengdar fréttir Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08 Davíð Smári dæmdur fyrir ofbeldisbrot Davíð Smári Helenarson var dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi í morgun fyrir tvær líkamsárásir og eignaspjöll. Annarsvegar var hann dæmdur fyrir að hafa slegið karlmann í Austurstræti með þeim afleiðingum að hann hlaut tognun og ofreynslu á hálshrygg. Árásin átti sér stað í október 2008. 22. mars 2010 13:33 Með leikheimild hjá KSÍ þrátt fyrir að hafa viðbeinsbrotið dómara "Mér finnst þetta algjörlega fyrir neðan allar hellur," segir Valur Steingrímsson knattspyrnudómari sem viðbeinsbrotnaði eftir árás Davíðs Smára Helenarsonar í knattspyrnuleik í utandeildinni síðasta sumar. 22. maí 2008 15:48 Davíð Smári neitar sök í líkamsárásarmálum Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, sem ákærður er fyrir þrjú ofbeldisbrot neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. september 2008 12:01 Dabbi Grensás ákærður fyrir að kýla kampavínskóng Davíð Smári Helenarson hefur verið ákærður fyrir að slá eiganda Kampavínsklúbbsins Strawberries, Viðar Má Friðfinnsson, á vinstra gagnaugað með þeim afleiðingum að andlitsbein hans brotnaði. Árásin á að hafa átt sér stað í febrúar síðastliðnum. 1. desember 2009 11:29 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08
Davíð Smári dæmdur fyrir ofbeldisbrot Davíð Smári Helenarson var dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi í morgun fyrir tvær líkamsárásir og eignaspjöll. Annarsvegar var hann dæmdur fyrir að hafa slegið karlmann í Austurstræti með þeim afleiðingum að hann hlaut tognun og ofreynslu á hálshrygg. Árásin átti sér stað í október 2008. 22. mars 2010 13:33
Með leikheimild hjá KSÍ þrátt fyrir að hafa viðbeinsbrotið dómara "Mér finnst þetta algjörlega fyrir neðan allar hellur," segir Valur Steingrímsson knattspyrnudómari sem viðbeinsbrotnaði eftir árás Davíðs Smára Helenarsonar í knattspyrnuleik í utandeildinni síðasta sumar. 22. maí 2008 15:48
Davíð Smári neitar sök í líkamsárásarmálum Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, sem ákærður er fyrir þrjú ofbeldisbrot neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. september 2008 12:01
Dabbi Grensás ákærður fyrir að kýla kampavínskóng Davíð Smári Helenarson hefur verið ákærður fyrir að slá eiganda Kampavínsklúbbsins Strawberries, Viðar Má Friðfinnsson, á vinstra gagnaugað með þeim afleiðingum að andlitsbein hans brotnaði. Árásin á að hafa átt sér stað í febrúar síðastliðnum. 1. desember 2009 11:29