Afhjúpa kynferðislega áreitni vísindamanna Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 29. nóvember 2017 06:00 Katrín Ólafsdóttir, lektor í HR, og Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við HÍ. Vísir/anton/anton Konur í vísindum bætast í hóp kvenna í stjórnmálum, listum og á fleiri sviðum sem deila sögum af áreitni og ofbeldi vegna kynferðis. Stofnaður hefur verið lokaður hópur fyrir konur sem starfa innan vísindasamfélagsins, til dæmis í skólum, stofnunum og fyrirtækjum. „Þetta er stór og breiður hópur kvenna. Þarna er um að ræða beina kynferðislega áreitni reyndra fræði- og vísindamanna gegn konum. Þetta er mjög alvarlegt og ungar konur sem eru að vinna sig upp í stéttinni upplifa að þær eiga erfitt með að setja skýr mörk gagnvart slíkri áreitni,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, annar stofnenda hópsins. Undir þetta tekur Katrín Ólafsdóttir, lektor í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. „Konur í háskólasamfélaginu finna fyrir því eins og aðrar konur að þær eiga erfiðara uppdráttar á ýmsum sviðum. Hér er farið af stað samtal kvenna og það er ýmislegt sem kemur í ljós. Sumar frásagnir varða samband nemenda og kennara, til dæmis í framhaldsnámi þar sem nemandinn á allt sitt undir leiðbeinandanum,“ segir Katrín. Hún segir það ekki hafa komið sér á óvart að kynferðisleg áreitni þrífist innan vísindasamfélagsins. „Það sem er sláandi er hversu umfangið er mikið. Það þarf að bylta viðhorfinu,“ segir Katrín og viðurkennir aðspurð að stundum þyrmi yfir hana. „Stundum er þetta ansi nálægt manni. Það sem truflar mig núna er að ég verð vör við skilningsleysi. Margir vilja gera lítið úr þessu. Til dæmis því að konur kjósa að nefna ekki gerendur. Það er ekki það sem skiptir máli, heldur hvað þetta er mikið samfélagsmein og hvað þetta er algengt. Nú er nauðsynlegt að karlar rísi upp til aðgerða,“ segir Katrín. Í mörgum skólum tíðkast það að nemendur gefa kennurum sínum umsögn eftir hverja önn. Konur innan hópsins hafa greint frá kynferðislegri áreitni í þessum umsögnum nemenda. „Þarna berast margar óviðeigandi athugasemdir, oft með kynferðislegum undirtónum. Athugasemdir um klæðnað og hvernig konur bera sig og fleira,“ segir Silja Bára. „Ég geri ráð fyrir að það séu frekar karlar sem skrifa þetta og taka sér vald í skjóli nafnleysis. Þetta hefur áhrif á þær í kennslu,“ segir Silja Bára. Að sögn Silju Báru munu konur í vísindum á næstu dögum senda frá sér nafnlaust skjal þar sem frásögnum af reynslu kvenna verður deilt opinberlega. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00 „Hún greip um rassinn á mér og sagði þú ert mín eftir leikinn“ Sænsk knattspyrnukona hefur stigið fram og sagt frá af kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir frá öðrum knattspyrnukonum, bæði samherja og mótherja. 27. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Konur í vísindum bætast í hóp kvenna í stjórnmálum, listum og á fleiri sviðum sem deila sögum af áreitni og ofbeldi vegna kynferðis. Stofnaður hefur verið lokaður hópur fyrir konur sem starfa innan vísindasamfélagsins, til dæmis í skólum, stofnunum og fyrirtækjum. „Þetta er stór og breiður hópur kvenna. Þarna er um að ræða beina kynferðislega áreitni reyndra fræði- og vísindamanna gegn konum. Þetta er mjög alvarlegt og ungar konur sem eru að vinna sig upp í stéttinni upplifa að þær eiga erfitt með að setja skýr mörk gagnvart slíkri áreitni,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, annar stofnenda hópsins. Undir þetta tekur Katrín Ólafsdóttir, lektor í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. „Konur í háskólasamfélaginu finna fyrir því eins og aðrar konur að þær eiga erfiðara uppdráttar á ýmsum sviðum. Hér er farið af stað samtal kvenna og það er ýmislegt sem kemur í ljós. Sumar frásagnir varða samband nemenda og kennara, til dæmis í framhaldsnámi þar sem nemandinn á allt sitt undir leiðbeinandanum,“ segir Katrín. Hún segir það ekki hafa komið sér á óvart að kynferðisleg áreitni þrífist innan vísindasamfélagsins. „Það sem er sláandi er hversu umfangið er mikið. Það þarf að bylta viðhorfinu,“ segir Katrín og viðurkennir aðspurð að stundum þyrmi yfir hana. „Stundum er þetta ansi nálægt manni. Það sem truflar mig núna er að ég verð vör við skilningsleysi. Margir vilja gera lítið úr þessu. Til dæmis því að konur kjósa að nefna ekki gerendur. Það er ekki það sem skiptir máli, heldur hvað þetta er mikið samfélagsmein og hvað þetta er algengt. Nú er nauðsynlegt að karlar rísi upp til aðgerða,“ segir Katrín. Í mörgum skólum tíðkast það að nemendur gefa kennurum sínum umsögn eftir hverja önn. Konur innan hópsins hafa greint frá kynferðislegri áreitni í þessum umsögnum nemenda. „Þarna berast margar óviðeigandi athugasemdir, oft með kynferðislegum undirtónum. Athugasemdir um klæðnað og hvernig konur bera sig og fleira,“ segir Silja Bára. „Ég geri ráð fyrir að það séu frekar karlar sem skrifa þetta og taka sér vald í skjóli nafnleysis. Þetta hefur áhrif á þær í kennslu,“ segir Silja Bára. Að sögn Silju Báru munu konur í vísindum á næstu dögum senda frá sér nafnlaust skjal þar sem frásögnum af reynslu kvenna verður deilt opinberlega.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00 „Hún greip um rassinn á mér og sagði þú ert mín eftir leikinn“ Sænsk knattspyrnukona hefur stigið fram og sagt frá af kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir frá öðrum knattspyrnukonum, bæði samherja og mótherja. 27. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00
„Hún greip um rassinn á mér og sagði þú ert mín eftir leikinn“ Sænsk knattspyrnukona hefur stigið fram og sagt frá af kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir frá öðrum knattspyrnukonum, bæði samherja og mótherja. 27. nóvember 2017 10:00