Erlent

Geimfari naut fegurðar jarðarinnar í geimgöngu

Kjartan Kjartansson skrifar
Fegurð jarðarinnar í biksvörtum geimnum eins og hún kom fyrir sjónir Bresnik í geimgöngu hans.
Fegurð jarðarinnar í biksvörtum geimnum eins og hún kom fyrir sjónir Bresnik í geimgöngu hans. Randy Bresnik

Bandaríski geimfarinn Randy Bresnik gat ekki stillt sig um að dást að útsýninu þegar hann fór í geimgöngu fyrir utan Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu á dögunum. Myndband sem hann tók af jörðinni úr geimnum hefur verið deilt af þúsundum netverja.

Tilgangur geimgöngku Bresnik var að lagfæra vélarm utan á geimstöðinni. Á leiðinni beindi geimfarinn GoPro-myndavél sinni að jörðinni, hundruð kílómetra fyrir neðan hann.

„Stundum verður maður bara að taka tíma í að njóta fegurðar jarðarinnar okkar í #geimgöngu,“ tísti Bresnik með myndbandinu á mánudag.Bresnik hefur verið um borð í geimstöðinni frá því í júlí, að því er segir í frétt Washington Post. Leiðangri hans þar lýkur í desember. Á meðan hann hefur verið um borð hefur hann oft deilt myndum af jörðinni sem teknar voru í geimstöðinni við hlið mynda af sömu stöðum á jörðu niðri undir myllumerkinu #EinnHeimurMörgSjónarhorn [e. #OneWorldManyViews]

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.