Snjórinn kominn til að vera í bili Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 10:58 Það skall skyndilega á með rómantískri aðventustemningu í höfuðborginni í gærkvöldi þegar snjó byrjaði að kyngja niður. Heimamenn sem ferðamenn nutu stundarinnar í ljósadýrð á Laugaveginum. Vísir/Anton Fyrsti snjór vetrarins féll á höfuðborgarsvæðinu í gær og mun hann lifa eitthvað áfram samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Bjartara verður norðaustantil á landinu næstu daga þó að búast megi við einhverjum éljagangi þar í dag og á morgun. „Þessi snjór sem er kominn núna hann lifir og bætir jafnvel í. Það verða áfram einhverjar stöku éljar í dag og á morgun en svo á sunnudagskvöld hlýnar hérna fyrir sunnan og þá ganga önnur skil yfir með suðaustanátt. Það gæti snjóað í fyrstu en svo breytist það í rigningu aðfaranótt mánudags,“ segir Daníel Þorláksson veðurfræðingur í samtali við Vísi. „Það bráðnar örugglega talsvert af honum á aðfaranótt mánudags en svo er aftur éljaveður í kortunum alveg fram á fimmtudag þannig hann kemur líklega aftur í vikunni. Þá dregur heldur úr honum og hann blotnar og verður grár en svo kemur mjög líklega nýr snjór í næstu viku.“ Hann segir að annars staðar á landinu megi gera ráð fyrir rigningu á láglendi þó það snjói til fjalla. „Á suður og vestur helmingi landsins þá verður éljaveður svolítið ríkjandi á meðan það verður bjartara á norðausturlandi. Þar eru éljar í dag og á morgun en svo birtir til hjá þeim í byrjun næstu viku.“Veðurhorfur á landinuNorðvestan 18-25 A-til, hvassast við ströndina en breytileg átt 3-8 m/s V-lands. Víða él, en bjartviðri SA-til. Snjókoma um landið N-vert seint í kvöld og nótt og lægir fyrir austan.Norðlæg eða breytileg átt 3-10 á morgun og él N- og NA-lands, en bjart með köflum annars staðar. Líkur á éljum vestast síðdegis og annað kvöld. Hiti um og undir frostmarki.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Breytileg átt 3-8, víða léttskýjað og kalt í veðri. Vaxandi suðaustanátt V-lands um kvöldið með hlýnandi veðri og rigningu.Á mánudag:Ákveðin sunnanátt í fyrstu með rigningu eða slyddu á láglendi, en snjókomu til fjalla. Suðvestlægari og skúrir eða slydduél þegar líður á daginn, fyrst vestantil. Hiti 1 til 5 stig.Á þriðjudag:Suðvestanátt og slydduél eða él, en léttskýjað á NA- og A-landi. Hiti að 5 stigum SV-til, en annars víða vægt frost.Á miðvikudag:Suðlæg átt með rigningu eða slyddu um landið SA-vert, en slydda eða snjókoma S- og V-lands. Úrkomulítið norðantil og bjartviðri á NA-landi. Hiti yfir frostmarki við suðurströndina, annars vægt frost.Á fimmtudag:Útlit fyrir ákveðna norðanátt með snjókomu fyrir norðan, en slyddu eða rigningu A-lands. Úrkomuminna sunnan- og vestanlands og hiti nálægt frostmarki. Veður Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Fyrsti snjór vetrarins féll á höfuðborgarsvæðinu í gær og mun hann lifa eitthvað áfram samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Bjartara verður norðaustantil á landinu næstu daga þó að búast megi við einhverjum éljagangi þar í dag og á morgun. „Þessi snjór sem er kominn núna hann lifir og bætir jafnvel í. Það verða áfram einhverjar stöku éljar í dag og á morgun en svo á sunnudagskvöld hlýnar hérna fyrir sunnan og þá ganga önnur skil yfir með suðaustanátt. Það gæti snjóað í fyrstu en svo breytist það í rigningu aðfaranótt mánudags,“ segir Daníel Þorláksson veðurfræðingur í samtali við Vísi. „Það bráðnar örugglega talsvert af honum á aðfaranótt mánudags en svo er aftur éljaveður í kortunum alveg fram á fimmtudag þannig hann kemur líklega aftur í vikunni. Þá dregur heldur úr honum og hann blotnar og verður grár en svo kemur mjög líklega nýr snjór í næstu viku.“ Hann segir að annars staðar á landinu megi gera ráð fyrir rigningu á láglendi þó það snjói til fjalla. „Á suður og vestur helmingi landsins þá verður éljaveður svolítið ríkjandi á meðan það verður bjartara á norðausturlandi. Þar eru éljar í dag og á morgun en svo birtir til hjá þeim í byrjun næstu viku.“Veðurhorfur á landinuNorðvestan 18-25 A-til, hvassast við ströndina en breytileg átt 3-8 m/s V-lands. Víða él, en bjartviðri SA-til. Snjókoma um landið N-vert seint í kvöld og nótt og lægir fyrir austan.Norðlæg eða breytileg átt 3-10 á morgun og él N- og NA-lands, en bjart með köflum annars staðar. Líkur á éljum vestast síðdegis og annað kvöld. Hiti um og undir frostmarki.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Breytileg átt 3-8, víða léttskýjað og kalt í veðri. Vaxandi suðaustanátt V-lands um kvöldið með hlýnandi veðri og rigningu.Á mánudag:Ákveðin sunnanátt í fyrstu með rigningu eða slyddu á láglendi, en snjókomu til fjalla. Suðvestlægari og skúrir eða slydduél þegar líður á daginn, fyrst vestantil. Hiti 1 til 5 stig.Á þriðjudag:Suðvestanátt og slydduél eða él, en léttskýjað á NA- og A-landi. Hiti að 5 stigum SV-til, en annars víða vægt frost.Á miðvikudag:Suðlæg átt með rigningu eða slyddu um landið SA-vert, en slydda eða snjókoma S- og V-lands. Úrkomulítið norðantil og bjartviðri á NA-landi. Hiti yfir frostmarki við suðurströndina, annars vægt frost.Á fimmtudag:Útlit fyrir ákveðna norðanátt með snjókomu fyrir norðan, en slyddu eða rigningu A-lands. Úrkomuminna sunnan- og vestanlands og hiti nálægt frostmarki.
Veður Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði