Rússar sakaðir um áróður vegna Brexit Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2017 22:07 Vísir/AFP Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. Þar af eru rúmlega 400 reikningar sem Twitter hefur sagt vera á beinum vegum yfirvalda í Rússlandi. Þetta eru niðurstöður tveggja mismunandi rannsókna og eru þær til marks um sterkar vísbendingar um að yfirvöld í Rússlandi hafi notað samfélagsmiðla til að hafa áhrif á stjórnmál í Bretlandi, eins og þeir hafa einnig gert í Bandaríkjunum, Frakklandi og víðar. Einungis tveir dagar eru frá því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sakaði Rússa um að beita tölvuárásum og áróðri á netinu til að grafa undan frjálsum samfélögum og ýta undir deilur í vestrænum ríkjum. Margar af færslunum gerðu út á andúð á múslimum og innflytjendum.Samkvæmt frétt New York Times segja Bretar að á undanförnu ári hafi útsendarar Rússlands gert tölvuárásir á dreifikerfi Bretlands, símafyrirtækið og samgöngur.Aðrar rannsóknir á afskiptum Rússa eru þó ekki jafn afgerandi og fundu rannsakendur mismarga reikninga sem sagðir eru tengjast Rússlandi. Einn hópur fann einungis fimmtíu, samkvæmt frétt Guardian.Rannsakendurnir gagnrýna þó allir fyrirtækið Twitter fyrir að vilja ekki veita rannsakendum aðgang að gögnum sem þeir segjast þurfa. Umræddir rannsakendur notuðu margir hverjir lista sem Twitter afhenti þingmönnum í Bandaríkjunum yfir reikninga sem fyrirtækið tengdi við rússnesku stofnunina Internet Research Agency. Sú stofnun hefur einnig verið kölluð tröllaverksmiðja Rússlands og mun fjöldi manna vinna þar við að dreifa áróðri frá stjórnvöldum Rússlands. Rannsakendurnir sem fundu 156.252 aðganga sem dreifðu áróðri segja að rússneska sé skráð tungumál þeirra sem eigi reikningana en hins vegar hafi allar færslur þeirra sem voru gegn Evrópusambandinu verið á ensku. Enn fremur segja þeir að reikningarnir hafi farið á fullt einungis tveimur dögum fyrir kosningarnar 24. júní í fyrra. Þar áður hafi þeir ekki birt margar færslur um Brexit. Yfirvöld Í Bretlandi hafa ekki farið sömu leið og yfirvöld í Bandaríkjunum varðandi það að fá svör frá þeim fyrirtækjum sem reka helstu samfélagsmiðla heimsins eins og Facebook, Twitter og Google um áróður á miðlum þeirra. Sérstök þingnefnd hefur beðið sent spurningar til fyrirtækjanna. Gagnrýnendur segja þó að ríkisstjórn Bretlands, sem er nú í samningaviðræðum við ESB um úrgöngu ríkisins, vilji ekki grafa undan eigin umboði. Brexit Tengdar fréttir Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34 Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Milljónir tísta frá rússneskum reikningum fyrir kosningar Twitter og Facebook hafa nú bæði viðurkennt að umsvif Rússa á miðlunum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna hafi verið mun meiri en áður hefur komið fram. 31. október 2017 10:28 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. Þar af eru rúmlega 400 reikningar sem Twitter hefur sagt vera á beinum vegum yfirvalda í Rússlandi. Þetta eru niðurstöður tveggja mismunandi rannsókna og eru þær til marks um sterkar vísbendingar um að yfirvöld í Rússlandi hafi notað samfélagsmiðla til að hafa áhrif á stjórnmál í Bretlandi, eins og þeir hafa einnig gert í Bandaríkjunum, Frakklandi og víðar. Einungis tveir dagar eru frá því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sakaði Rússa um að beita tölvuárásum og áróðri á netinu til að grafa undan frjálsum samfélögum og ýta undir deilur í vestrænum ríkjum. Margar af færslunum gerðu út á andúð á múslimum og innflytjendum.Samkvæmt frétt New York Times segja Bretar að á undanförnu ári hafi útsendarar Rússlands gert tölvuárásir á dreifikerfi Bretlands, símafyrirtækið og samgöngur.Aðrar rannsóknir á afskiptum Rússa eru þó ekki jafn afgerandi og fundu rannsakendur mismarga reikninga sem sagðir eru tengjast Rússlandi. Einn hópur fann einungis fimmtíu, samkvæmt frétt Guardian.Rannsakendurnir gagnrýna þó allir fyrirtækið Twitter fyrir að vilja ekki veita rannsakendum aðgang að gögnum sem þeir segjast þurfa. Umræddir rannsakendur notuðu margir hverjir lista sem Twitter afhenti þingmönnum í Bandaríkjunum yfir reikninga sem fyrirtækið tengdi við rússnesku stofnunina Internet Research Agency. Sú stofnun hefur einnig verið kölluð tröllaverksmiðja Rússlands og mun fjöldi manna vinna þar við að dreifa áróðri frá stjórnvöldum Rússlands. Rannsakendurnir sem fundu 156.252 aðganga sem dreifðu áróðri segja að rússneska sé skráð tungumál þeirra sem eigi reikningana en hins vegar hafi allar færslur þeirra sem voru gegn Evrópusambandinu verið á ensku. Enn fremur segja þeir að reikningarnir hafi farið á fullt einungis tveimur dögum fyrir kosningarnar 24. júní í fyrra. Þar áður hafi þeir ekki birt margar færslur um Brexit. Yfirvöld Í Bretlandi hafa ekki farið sömu leið og yfirvöld í Bandaríkjunum varðandi það að fá svör frá þeim fyrirtækjum sem reka helstu samfélagsmiðla heimsins eins og Facebook, Twitter og Google um áróður á miðlum þeirra. Sérstök þingnefnd hefur beðið sent spurningar til fyrirtækjanna. Gagnrýnendur segja þó að ríkisstjórn Bretlands, sem er nú í samningaviðræðum við ESB um úrgöngu ríkisins, vilji ekki grafa undan eigin umboði.
Brexit Tengdar fréttir Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34 Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Milljónir tísta frá rússneskum reikningum fyrir kosningar Twitter og Facebook hafa nú bæði viðurkennt að umsvif Rússa á miðlunum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna hafi verið mun meiri en áður hefur komið fram. 31. október 2017 10:28 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34
Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41
Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03
Milljónir tísta frá rússneskum reikningum fyrir kosningar Twitter og Facebook hafa nú bæði viðurkennt að umsvif Rússa á miðlunum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna hafi verið mun meiri en áður hefur komið fram. 31. október 2017 10:28