Innlent

Bæjarráð skoðar klukkustæði í Hafnarfirði

Sveinn Arnarsson skrifar
Hafnfirðingar eru ólíklegir til að vilja stöðumæla í bæinn sinn og skoða því kllukkustæði að akureyskri fyrirmynd.
Hafnfirðingar eru ólíklegir til að vilja stöðumæla í bæinn sinn og skoða því kllukkustæði að akureyskri fyrirmynd. Vísir/stefán

Forsvarsmenn Hafnarfjarðarbæjar skoða nú fýsileika þess að setja upp tímabundin bílastæði, eða svokölluð klukkustæði, í miðbæ Hafnarfjarðar. Slíkt fyrirkomulag hefur verið notað til að mynda á Akureyri í nokkur ár með ágætum árangri.

Málið var tekið fyrir á bæjarráðsfundi Hafnarfjarðar í gær. Þar voru lagðar fram hugmyndir umhverfis- og skipulagsdeildar að tímabundnum bílastæðum.

Kemur fram í fundargerðinni að um tuttugu svæði í miðbæ Hafnarfjarðar sé að ræða en einnig svæði á Völlunum samsíða Reykjanesbrautinni.

Rósa Guðbjartsdóttir

Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir málið nú í frumathugun. „Þetta er bara á byrjunarstigi og á eftir að fara til umsagnar ýmissa aðila. Framkvæmdasvið er búið að vinna að þessu máli eftir ítrekaðar óskir verslunareigenda,“ segir Rósa.

„Það mætti því skoða það í rólegheitum að taka þetta upp í skrefum í tilraunaskyni. Hins vegar er mörgum spurningum ósvarað og ég legg ríka áherslu á að ekkert verður gert nema í góðri sátt og eftir samtal við hagsmunaaðila,“ bætir Rósa við.

Fyrirkomulag sem þetta hefur reynst vel á Akureyri. þá greiðir bíleigandi ekki fyrir notkun bílastæðis en sýnir með klukku í mælaborðinu hvenær hann lagði bifreiðinni. Verði eigandi uppvís að því að vera lengur í stæðinu en reglur gera ráð fyrir er hann sektaður fyrir það. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.