Innlent

Aukin umferð í borginni

Sveinn Arnarsson skrifar
Umferð Í Ártúnsbrekkunni getur verið mikil um hálfníu leytið að morgni.
Umferð Í Ártúnsbrekkunni getur verið mikil um hálfníu leytið að morgni. vísir/pjetur
Umferð mun aukast um átta prósent í ár miðað við árið á undan ef marka má tölur Vegagerðarinnar um umferðaraukningu fyrstu tíu mánuði ársins. Gangi það eftir yrði það mesta aukning sem orðið hefur frá upphafi samantektar Vegargerðarinnar.

51 milljón ökutækja hefur farið um þrjár mælistöðvar Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu frá áramótum. Umferðin í ár hefur aukist um heil 8,5 prósent. Mest er umferðin á föstudögum en minnst á sunnudögum.

Aukin umferð um borgina kallar að margra mati á breikkun helstu samgönguæða út úr borginni. Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur viðrað þær hugmyndir að fara í það verkefni og rukka vegatoll af notendum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×