Skólastjóri segir útbreiðslu rafretta mun meiri en útbreiðsla á tóbaki síðustu fimmtán ár Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 19:00 Skólastjóri Laugalækjarskóla, Jón Páll Haraldsson, segir útbreiðslu rafretta mun meiri meðal ungmenna en útbreiðsla á tóbaki hefur verið síðasta einn og hálfan áratug. „Við sjáum skýr merki um aukna rafrettunotkun ungmenna og við teljum að þarna sé hópur ungmenna að sækja í þetta sem hefur annars ekki verið að reykja tóbak," segir Jón Páll.Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, kallar eftir forvarnarstefnu frá stjórnvöldum og heilbrigðisyfirvöldumHann segir að tekið sé á rafrettunotkun í skólanum á sama hátt og tóbaki en að rafrettutískan hafi komið aftan að fólki. „Svo hefur maður heyrt frá foreldrum sem vilja vera málefnalegir og ekki bara með hnefann á lofti að umræðan komi aftan að þeim þegar börnin fara að spyrja hvað þeim finnst um rafrettur. Menn vilja vera málefnalegir en skortir haldbær rök í málinu og rannsóknir.“ Jón Páll kallar eftir forvarnarstefnu frá landlæknisembættinu og upplýsingaherferð um rafrettur og hvaða áhrif þær hafa á heilsuna. „Því goðsögnin er að þetta sé skaðlaust og það er undir þeim formerkjum sem að ég hef áhyggjur af því að krakkarnir kynnist þessu," segir hann.Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu, segir að skýran lagaramma þurfi til að byggja forvarnarstefnu ávísir/sigurjónViðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu segir forvarnarstefnu stranda á skýrum lagaramma um rafrettur. Einnig þurfi lög til að tryggja neytendavernd og hafa eftirlit með rafrettubúðum sem í raun selja nikótínvökva ólöglega eins og staðan er í dag. „Þessar búðir eru þarna og það er verið að selja rafrettur og vökvann í þær - og í rauninnier enginn að taka á því beint. Það er mjög aðkallandi að við fáum skýran ramma um rafsígarettur," segir Viðar og kastar boltanum til stjórnvalda. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Skólastjóri Laugalækjarskóla, Jón Páll Haraldsson, segir útbreiðslu rafretta mun meiri meðal ungmenna en útbreiðsla á tóbaki hefur verið síðasta einn og hálfan áratug. „Við sjáum skýr merki um aukna rafrettunotkun ungmenna og við teljum að þarna sé hópur ungmenna að sækja í þetta sem hefur annars ekki verið að reykja tóbak," segir Jón Páll.Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, kallar eftir forvarnarstefnu frá stjórnvöldum og heilbrigðisyfirvöldumHann segir að tekið sé á rafrettunotkun í skólanum á sama hátt og tóbaki en að rafrettutískan hafi komið aftan að fólki. „Svo hefur maður heyrt frá foreldrum sem vilja vera málefnalegir og ekki bara með hnefann á lofti að umræðan komi aftan að þeim þegar börnin fara að spyrja hvað þeim finnst um rafrettur. Menn vilja vera málefnalegir en skortir haldbær rök í málinu og rannsóknir.“ Jón Páll kallar eftir forvarnarstefnu frá landlæknisembættinu og upplýsingaherferð um rafrettur og hvaða áhrif þær hafa á heilsuna. „Því goðsögnin er að þetta sé skaðlaust og það er undir þeim formerkjum sem að ég hef áhyggjur af því að krakkarnir kynnist þessu," segir hann.Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu, segir að skýran lagaramma þurfi til að byggja forvarnarstefnu ávísir/sigurjónViðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu segir forvarnarstefnu stranda á skýrum lagaramma um rafrettur. Einnig þurfi lög til að tryggja neytendavernd og hafa eftirlit með rafrettubúðum sem í raun selja nikótínvökva ólöglega eins og staðan er í dag. „Þessar búðir eru þarna og það er verið að selja rafrettur og vökvann í þær - og í rauninnier enginn að taka á því beint. Það er mjög aðkallandi að við fáum skýran ramma um rafsígarettur," segir Viðar og kastar boltanum til stjórnvalda.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira