Fótbolti

„Evra spilar aldrei fyrir Marseille aftur“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Evra er í vandræðum eftir ofbeldisfulla hegðun hans
Evra er í vandræðum eftir ofbeldisfulla hegðun hans Vísir/Getty
Franski varnarmaðurinn Patrice Evra mun aldrei spila aftur fyrir Marseille. Þessu heldur fyrrum sóknarmaður liðsins Tony Cascarino fram.

Evra missti stjórn á skapi sínu og sparkaði í stuðingsmann Marseille fyrir Evrópudeildarleik gegn Vitoria Guimaraes.

Sjá einnig: Evra rekinn út af fyrir að sparka í höfuðið á stuðningsmanni Marseille | Myndband

Frakkinn, sem spilaði í átta ár fyrir Manchester United, mun mæta á fund með stjórnarmönnum Marseille til þess að útskýra hegðun sína. Mjög líklega verður hann látinn fara frá félaginu.

„Ég veit ekki alveg hvað gerðist, en þetta hlýtur að hafa verið mjög alvarlegt fyrst Evra bregst svona við. Þetta er augljóslega mjög alvarlegt,“ sagði Cascarino í viðtali við Talksport.

„Ég er ekki að samþykkja það sem Cantona gerði, en hann gerði þetta við stuðningsmann andstæðinganna,“ sagði Cascarino og minntist þess þegar Eric Cantona, þá leikmaður Manchester United, sparkaði í stuðningsmann Crystal Palace.

„Að gera þetta við stuðningsmann þíns liðs, það er lína sem ég get ekki ímyndað mér að fara yfir. Ég er í sjokki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×