Innlent

Loka hluta hringvegarins vegna stormsins

Kjartan Kjartansson skrifar
Varað er við hríð og slæmu skyggni á Hellisheiði nú sídegis.
Varað er við hríð og slæmu skyggni á Hellisheiði nú sídegis. Vísir/Anton
Vegagerðin áætlar að loka hringveginum frá Markarfljóti að Vík, um Hellisheiði, Kjalarnes og Hafnarfjall síðdegis í dag vegna stormsins sem á að ganga yfir landið.

Til stendur að loka vegunum kl. 15 en auk þeirra verður Þingvallavegi um Mosfellsheiði lokað. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og miðhálendið vegna djúprar lægðar sem á að skella á landinu nú upp úr hádegi.

Hríð og slæmu skyggni er spáð á Hellisheiði, Þrengslum og á Mosfellsheiði á milli kl. 15 og 18 í dag, en síðan á að hlána, að því er segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Þá hvessir úr suðaustri upp úr hádegi suðvestanlands með hviðum allt að 35 m/s um kl. 15. Á milli klukkan 17-22 verða hviðurnar allt að 35-50 m/s, sérstaklega á utanverðu Kjalarnes og Hvalfirði, undir Hafnarfjalli, á norðanverðu Snæfellsnesi, undir Eyjafjöllum og við Markarfljót.

Á Reykjanesbraut á einnig að vera mjög hvasst með slagveðursrigningu.Veðurhæð 25 m/s á milli kl. 18 og 21 og vindhviður 35-40 m/s. 

Undir kvöld á veðrið að versna á Holtavörðuheiði og eftir kl. 20 verður veður í hámarki á Vestfjörðum og þar einnig ofanhríð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×