Innlent

Loka hluta hringvegarins vegna stormsins

Kjartan Kjartansson skrifar
Varað er við hríð og slæmu skyggni á Hellisheiði nú sídegis.
Varað er við hríð og slæmu skyggni á Hellisheiði nú sídegis. Vísir/Anton

Vegagerðin áætlar að loka hringveginum frá Markarfljóti að Vík, um Hellisheiði, Kjalarnes og Hafnarfjall síðdegis í dag vegna stormsins sem á að ganga yfir landið.

Til stendur að loka vegunum kl. 15 en auk þeirra verður Þingvallavegi um Mosfellsheiði lokað. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og miðhálendið vegna djúprar lægðar sem á að skella á landinu nú upp úr hádegi.

Hríð og slæmu skyggni er spáð á Hellisheiði, Þrengslum og á Mosfellsheiði á milli kl. 15 og 18 í dag, en síðan á að hlána, að því er segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Þá hvessir úr suðaustri upp úr hádegi suðvestanlands með hviðum allt að 35 m/s um kl. 15. Á milli klukkan 17-22 verða hviðurnar allt að 35-50 m/s, sérstaklega á utanverðu Kjalarnes og Hvalfirði, undir Hafnarfjalli, á norðanverðu Snæfellsnesi, undir Eyjafjöllum og við Markarfljót.

Á Reykjanesbraut á einnig að vera mjög hvasst með slagveðursrigningu.Veðurhæð 25 m/s á milli kl. 18 og 21 og vindhviður 35-40 m/s. 

Undir kvöld á veðrið að versna á Holtavörðuheiði og eftir kl. 20 verður veður í hámarki á Vestfjörðum og þar einnig ofanhríð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.