Ekki heppilegur rjúpnaveiðidagur í fyrsta stormi vetrarins Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2017 10:44 Rjúpnaveiðitímabili er í gangi en ekki viðrar vel til skotveiða á landinu í dag. Vísir/Vilhelm Allt bendir til þess að dagurinn í dag verði ekki heppilegur rjúpnaveiðidagur, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Spáð er suðaustanstormi á landinu í dag og hefur Veðurstofan hvatt rjúpnaveiðifólk sérstaklega til að fylgjast vel með veðurspám. Hvassast á að vera við suðvesturströndina í dag og á norðanverðu Snæfellsnesi og á hálendinu síðdegis þegar kröpp lægð gengur yfir landið. Búist er við mjög hvössum vindstrengjum við fjöll víða um land og snjókomu á fjallvegum sem getur truflað samgöngur. „Það er náttúrulega rjúpnaveiðitímabil núna og mönnum hættir til að vera í kapphlaupi við tímann. Það bendir allt til þess að dagurinn í dag sé ekki heppilegur rjúpnaveiðidagur,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann brýnir fyrir rjúpnaskyttum að huga að veðurspá og fylgjast með aðstæðum. „Ef menn fara út annars staðar á landinu þar sem þeim þykir það henta er mikilvægt að vera vel útbúinn, huga að öryggisbúnaði, vera með GPS-tæki og hleðslukubb fyrir símann,“ segir hann.Ekki sérstakur viðbúnaður björgunarsveitaAppelsínugul viðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Miðhálendið samkvæmt nýju viðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands. Þá er gul veðurviðvörun í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði og Suðausturland. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að veðrið muni skella hratt á, fyrst suðvestantil upp úr hádegi með snjókomu, en síðar slyddu eða rigningu. Í nótt eigi að ganga í suðaustanstorm norðaustanlands en lægja síðan með morgninum. Í fyrramálið er spáð hríðaveðri á Austfjörðum með talsverðri snjókomu eða slyddu um tíma, en síðan rigningu. Þar á að lægja og rofa til um og eftir hádegi. Björgunarsveitarmenn eru sem fyrr til taks ef útköll berast en Davíð Már segir að ekki sé sérstakur viðbúnaður fyrir þennan fyrsta storm vetrarins. Í þéttbýlinu á höfuðborgarsvæðinu segir Davíð Már það sama gilda um að huga að lausamunum og í fyrri hvassviðrum. „Það eru bara gömlu góður klisjurnar um trampólínin og lausa hluti í görðunum sem gilda hér,“ segir hann. Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Allt bendir til þess að dagurinn í dag verði ekki heppilegur rjúpnaveiðidagur, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Spáð er suðaustanstormi á landinu í dag og hefur Veðurstofan hvatt rjúpnaveiðifólk sérstaklega til að fylgjast vel með veðurspám. Hvassast á að vera við suðvesturströndina í dag og á norðanverðu Snæfellsnesi og á hálendinu síðdegis þegar kröpp lægð gengur yfir landið. Búist er við mjög hvössum vindstrengjum við fjöll víða um land og snjókomu á fjallvegum sem getur truflað samgöngur. „Það er náttúrulega rjúpnaveiðitímabil núna og mönnum hættir til að vera í kapphlaupi við tímann. Það bendir allt til þess að dagurinn í dag sé ekki heppilegur rjúpnaveiðidagur,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann brýnir fyrir rjúpnaskyttum að huga að veðurspá og fylgjast með aðstæðum. „Ef menn fara út annars staðar á landinu þar sem þeim þykir það henta er mikilvægt að vera vel útbúinn, huga að öryggisbúnaði, vera með GPS-tæki og hleðslukubb fyrir símann,“ segir hann.Ekki sérstakur viðbúnaður björgunarsveitaAppelsínugul viðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Miðhálendið samkvæmt nýju viðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands. Þá er gul veðurviðvörun í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði og Suðausturland. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að veðrið muni skella hratt á, fyrst suðvestantil upp úr hádegi með snjókomu, en síðar slyddu eða rigningu. Í nótt eigi að ganga í suðaustanstorm norðaustanlands en lægja síðan með morgninum. Í fyrramálið er spáð hríðaveðri á Austfjörðum með talsverðri snjókomu eða slyddu um tíma, en síðan rigningu. Þar á að lægja og rofa til um og eftir hádegi. Björgunarsveitarmenn eru sem fyrr til taks ef útköll berast en Davíð Már segir að ekki sé sérstakur viðbúnaður fyrir þennan fyrsta storm vetrarins. Í þéttbýlinu á höfuðborgarsvæðinu segir Davíð Már það sama gilda um að huga að lausamunum og í fyrri hvassviðrum. „Það eru bara gömlu góður klisjurnar um trampólínin og lausa hluti í görðunum sem gilda hér,“ segir hann.
Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira