Ekki heppilegur rjúpnaveiðidagur í fyrsta stormi vetrarins Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2017 10:44 Rjúpnaveiðitímabili er í gangi en ekki viðrar vel til skotveiða á landinu í dag. Vísir/Vilhelm Allt bendir til þess að dagurinn í dag verði ekki heppilegur rjúpnaveiðidagur, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Spáð er suðaustanstormi á landinu í dag og hefur Veðurstofan hvatt rjúpnaveiðifólk sérstaklega til að fylgjast vel með veðurspám. Hvassast á að vera við suðvesturströndina í dag og á norðanverðu Snæfellsnesi og á hálendinu síðdegis þegar kröpp lægð gengur yfir landið. Búist er við mjög hvössum vindstrengjum við fjöll víða um land og snjókomu á fjallvegum sem getur truflað samgöngur. „Það er náttúrulega rjúpnaveiðitímabil núna og mönnum hættir til að vera í kapphlaupi við tímann. Það bendir allt til þess að dagurinn í dag sé ekki heppilegur rjúpnaveiðidagur,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann brýnir fyrir rjúpnaskyttum að huga að veðurspá og fylgjast með aðstæðum. „Ef menn fara út annars staðar á landinu þar sem þeim þykir það henta er mikilvægt að vera vel útbúinn, huga að öryggisbúnaði, vera með GPS-tæki og hleðslukubb fyrir símann,“ segir hann.Ekki sérstakur viðbúnaður björgunarsveitaAppelsínugul viðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Miðhálendið samkvæmt nýju viðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands. Þá er gul veðurviðvörun í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði og Suðausturland. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að veðrið muni skella hratt á, fyrst suðvestantil upp úr hádegi með snjókomu, en síðar slyddu eða rigningu. Í nótt eigi að ganga í suðaustanstorm norðaustanlands en lægja síðan með morgninum. Í fyrramálið er spáð hríðaveðri á Austfjörðum með talsverðri snjókomu eða slyddu um tíma, en síðan rigningu. Þar á að lægja og rofa til um og eftir hádegi. Björgunarsveitarmenn eru sem fyrr til taks ef útköll berast en Davíð Már segir að ekki sé sérstakur viðbúnaður fyrir þennan fyrsta storm vetrarins. Í þéttbýlinu á höfuðborgarsvæðinu segir Davíð Már það sama gilda um að huga að lausamunum og í fyrri hvassviðrum. „Það eru bara gömlu góður klisjurnar um trampólínin og lausa hluti í görðunum sem gilda hér,“ segir hann. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Sjá meira
Allt bendir til þess að dagurinn í dag verði ekki heppilegur rjúpnaveiðidagur, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Spáð er suðaustanstormi á landinu í dag og hefur Veðurstofan hvatt rjúpnaveiðifólk sérstaklega til að fylgjast vel með veðurspám. Hvassast á að vera við suðvesturströndina í dag og á norðanverðu Snæfellsnesi og á hálendinu síðdegis þegar kröpp lægð gengur yfir landið. Búist er við mjög hvössum vindstrengjum við fjöll víða um land og snjókomu á fjallvegum sem getur truflað samgöngur. „Það er náttúrulega rjúpnaveiðitímabil núna og mönnum hættir til að vera í kapphlaupi við tímann. Það bendir allt til þess að dagurinn í dag sé ekki heppilegur rjúpnaveiðidagur,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann brýnir fyrir rjúpnaskyttum að huga að veðurspá og fylgjast með aðstæðum. „Ef menn fara út annars staðar á landinu þar sem þeim þykir það henta er mikilvægt að vera vel útbúinn, huga að öryggisbúnaði, vera með GPS-tæki og hleðslukubb fyrir símann,“ segir hann.Ekki sérstakur viðbúnaður björgunarsveitaAppelsínugul viðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Miðhálendið samkvæmt nýju viðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands. Þá er gul veðurviðvörun í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði og Suðausturland. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að veðrið muni skella hratt á, fyrst suðvestantil upp úr hádegi með snjókomu, en síðar slyddu eða rigningu. Í nótt eigi að ganga í suðaustanstorm norðaustanlands en lægja síðan með morgninum. Í fyrramálið er spáð hríðaveðri á Austfjörðum með talsverðri snjókomu eða slyddu um tíma, en síðan rigningu. Þar á að lægja og rofa til um og eftir hádegi. Björgunarsveitarmenn eru sem fyrr til taks ef útköll berast en Davíð Már segir að ekki sé sérstakur viðbúnaður fyrir þennan fyrsta storm vetrarins. Í þéttbýlinu á höfuðborgarsvæðinu segir Davíð Már það sama gilda um að huga að lausamunum og í fyrri hvassviðrum. „Það eru bara gömlu góður klisjurnar um trampólínin og lausa hluti í görðunum sem gilda hér,“ segir hann.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Sjá meira