Innlent

Viðræðuslit ákveðin vonbrigði fyrir Ingu Sæland en komu henni þó ekki á óvart

Birgir Olgeirsson skrifar
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Vísir/Stefán
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir það ekki hafa komið sér á óvart að stjórnarmyndunarviðræður stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra hafi siglt í strand.

Yfirlýsingar Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um tæpan meirihluta sem Vinstri græn, Samfylking, Framsókn og Píratar gerðu það að verkum að Inga átti ekki sérstaklega von á því að þessar viðræður myndu ganga upp. 

„Honum fannst þetta ekki nógu breiður grunnur til að byggja upp. Þetta voru samt ákveðin vonbrigði því almenningur á skilið að fá stöðuga og góða stjórn næstu fjögur árin. Það eru blendnar tilfinningar sem fylgja þessu, en þetta kemur ekki á óvart.“

Hún segir að ekki hafi verið haft samband við Flokk fólks um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður, en Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur svigrúm fram eftir degi til að kanna aðra möguleika, eða þangað til hún á að mæta á fund forseta Íslands á Bessastöðum klukkan fimm í dag.


Tengdar fréttir

Slíta stjórnar­­myndunar­við­ræðum

Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×