Innlent

Sáu fram á að geta myndað stjórn út frá málefnum en tilfinning réði úrslitum

Birgir Olgeirsson skrifar
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm
„Afstaða mín er sú að þetta sé niðurstaðan. Þetta er hinn blákaldi veruleiki,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fjölmiðla í þinghúsinu eftir að tilkynnt var um að stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknar og Pírata hefðu siglt í strand.

„Mér finnst þetta að mörgu leyti leiðinlegt, vegna þess að þetta hefur verið gott samstarf og samtal. Menn hafa allir verið tilbúnir að víkja til hliðar sínum stóru áherslumálum í nafni samstöðu um mikilvægustu málin, sem eru jafnari skipting gæða, uppbygging mennta- og heilbrigðiskerfis og innviða þannig að þetta eru vonbrigði að því leytinu til,“ sagði Logi.

„Sjálfur var ég sannfærður um það að ef að við gætum unnið aðeins lengur gætum við komist í gegnum þetta þrátt fyrir tæpan meirihluta. Hver lítur á hlutina út frá sínu og ég virði þá niðurstöðu sem komin er,“ bætti Logi við.

Spurður hvort að flokkarnir hefðu verið búnir að ná málefnalegri samstöðu en ekki farið lengra vegna efasemda um að þessi stjórn hefði traustan meirihluta svaraði hann:

„Við getum orðað það þannig að við sáum fram á að geta gert það. Þetta var meiri tilfinningin sem þetta steytir á.“


Tengdar fréttir

Slíta stjórnar­­myndunar­við­ræðum

Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×