Kynlífsleikföng rjúka út í skammdeginu fyrir jól Sveinn Arnarsson skrifar 8. nóvember 2017 05:00 Skammdegið getur verið kjörinn tími til að huga að sambandinu að mati Gerðar Huldar Arinbjarnardóttur, eiganda Blush.is. vísir/anton Von er á um fjórum tonnum af jóladagatölum fyrir fullorðna um miðjan mánuðinn sem kynlífsleikfangabúðin Blush.is hefur pantað inn á heilum 20 vörubrettum. Verslunin hefur selt nánast öll dagatölin í forpöntun. Innihalda dagatölin 24 litla pakka af unaðstækjum ástarlífsins. „Börnin opna sín dagatöl á morgnana en þeir fullorðnu þegar börnin eru sofnuð,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush.is. „Það eru ekki bara börnin sem fá jóladagatöl þetta árið. Það hefur færst gríðarlega í aukana að pör geri það líka og kaupi svona kynlífsdagatal og kryddi þannig kynlífið og geri vel við sig í svartasta skammdeginu,“ segir Gerður Huld. „Margir hverjir sjá þarna möguleika á að lífga upp á sambandið þegar sólargangur er sem stystur.“ Sprenging hefur orðið í sölu jóladagatala fyrir fullorðna en verslunin býður nú upp á þetta í annað skiptið. „Þetta er annað árið í röð sem ég býð upp á vöru sem þessa. um síðustu jól seldi ég um 700 jóladagatöl. Nú ákvað ég að panta inn 1.200 stykki, eða um fjögur tonn af jóladagatölum fyrir fullorðna og ég hef nú þegar selt megnið af þeirri pöntun. Þetta eru að ég held um 20 vörubretti af dagatölum sem munu koma til landsins um miðjan mánuðinn,“ segir Gerður. Sigríður Dögg Arnardóttir, kynfræðingur, segir það skipta miklu máli í jólastressinu að staldra við og rækta sambandið. „Jólin einkennast af eyðslu, hraða og stressi og því er gott að missa ekki sjónar á því hverju við erum að fagna. Því er mjög gott að nýta fjölbreyttar aðferðir til að rækta sambandið. Sumir kaupa dagatöl en aðrir geta byrjað á litlum skrefum, farið í sturtu saman á morgnana og hitt makann í kakóbolla og vöfflu.“ „Það má með sanni segja að það sé töluverð jólavertíð í þessu og mikið að gera hjá okkur að koma öllum þessum vörum á rétta staði,“ segir Gerður Huld. „Þetta er svolítið stórt fyrir lítið fyrirtæki eins og okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Sjá meira
Von er á um fjórum tonnum af jóladagatölum fyrir fullorðna um miðjan mánuðinn sem kynlífsleikfangabúðin Blush.is hefur pantað inn á heilum 20 vörubrettum. Verslunin hefur selt nánast öll dagatölin í forpöntun. Innihalda dagatölin 24 litla pakka af unaðstækjum ástarlífsins. „Börnin opna sín dagatöl á morgnana en þeir fullorðnu þegar börnin eru sofnuð,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush.is. „Það eru ekki bara börnin sem fá jóladagatöl þetta árið. Það hefur færst gríðarlega í aukana að pör geri það líka og kaupi svona kynlífsdagatal og kryddi þannig kynlífið og geri vel við sig í svartasta skammdeginu,“ segir Gerður Huld. „Margir hverjir sjá þarna möguleika á að lífga upp á sambandið þegar sólargangur er sem stystur.“ Sprenging hefur orðið í sölu jóladagatala fyrir fullorðna en verslunin býður nú upp á þetta í annað skiptið. „Þetta er annað árið í röð sem ég býð upp á vöru sem þessa. um síðustu jól seldi ég um 700 jóladagatöl. Nú ákvað ég að panta inn 1.200 stykki, eða um fjögur tonn af jóladagatölum fyrir fullorðna og ég hef nú þegar selt megnið af þeirri pöntun. Þetta eru að ég held um 20 vörubretti af dagatölum sem munu koma til landsins um miðjan mánuðinn,“ segir Gerður. Sigríður Dögg Arnardóttir, kynfræðingur, segir það skipta miklu máli í jólastressinu að staldra við og rækta sambandið. „Jólin einkennast af eyðslu, hraða og stressi og því er gott að missa ekki sjónar á því hverju við erum að fagna. Því er mjög gott að nýta fjölbreyttar aðferðir til að rækta sambandið. Sumir kaupa dagatöl en aðrir geta byrjað á litlum skrefum, farið í sturtu saman á morgnana og hitt makann í kakóbolla og vöfflu.“ „Það má með sanni segja að það sé töluverð jólavertíð í þessu og mikið að gera hjá okkur að koma öllum þessum vörum á rétta staði,“ segir Gerður Huld. „Þetta er svolítið stórt fyrir lítið fyrirtæki eins og okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Sjá meira