Innlent

Fljúga ekki yfir Vatnajökul í dag vegna veðurs

Birgir Olgeirsson skrifar
Bárðarbunga er eitt öflugasta eldfjall landsins.
Bárðarbunga er eitt öflugasta eldfjall landsins. Vísir/Magnús Tumi.
Jarðvísindamenn munu ekki fljúga yfir Vatnajökul í dag vegna veðurs. Síðastliðnar tvær vikur hefur rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum farið hækkandi en með fluginu átti að reyna að fá úr því skorið hver upptökin eru. 

Óðinn Þórarinsson, hjá Veðurstofu Íslands, segir að enn sem komið er sé þetta lítið jökulhlaup. „Það er einhver bráðnun sem orsakar þetta,“ segir Óðinn.

Þegar flogið verður yfir Vatnajökul munu jarðvísindamenn skoða svæði á borð við Dyngjujökul, Bárðarbungu og Kverkfjöll til að reyna að átta sig á því hvar upptökin nákvæmlega eru.

Jökulsá á Fjöllum er óvenju mórauð miðað við árstíma og jarðhitalykt af ánni.

Rafleiðnihækkunin var mæld bæði við vatnshæðarmæli við Upptyppinga og Grímsstaði. Núverandi gildi við Upptyppinga er 295 míkróSiemens/cm sem er tvöfalt meira en eðlilegt væri fyrir þennan árstíma. Rafleiðni mælingar við Grímsstaði fylgni við mælingar við Upptyppinga.

Fólk er hvatt til þess að sýna aðgát við upptök árinnar vegna mögulegs gasútstreymis við upptök.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×