Inga Sæland kveðst alltaf hafa verið jafnaðarmaður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 10:59 Inga Sæland á kosningavöku Flokks fólksins á kosninganótt. Vísir/Ernir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist aldrei hafa spáð í vinstri eða hægri og kveðst alla tíð hafa verið jafnaðarmaður. Þá segist hún aldrei hafa kosið Alþýðubandalagið eða Vinstri græna en eftir að Flokkur fólksins náði kjöri á þing hafa margir velt því fyrir sér hvort að flokkurinn sé hallist frekar til vinstri eða hægri. Inga ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „„Ég er bara jafnaðarmaður. Ég hef alla tíð verið það, alltaf verið jafnaðarmaður. Ég hef aldrei spáð í vinstri, hægri en ég sagði þarna einhvern tímann um daginn þegar það er alltaf verið að setja mann á einhvern skala þá sagði ég náttúrulega að það hefði verið þessi tilhneiging til að setja þessa flokka og kalla þá velferðarflokka og um leið að líta til vinstri. Ég var ekkert að segja að ég væri að gera það, alls ekki, það bara „Segðu eitthvað,“ og það er bara tvistað út úr þér og búið til eitthvað úr því. Þannig að ég verð að fara að passa mig,“ sagði Inga aðspurð hvort hún væri vinstrisinnuð eða hægrisinnuð.Segir Sigmund elskulegan mann Þá ræddi hún einnig bílferð sem vakti mikla athygli mánudaginn eftir kosningar er hún sat í aftursætinu hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, en hann var sá fyrsti sem Inga heyrði í að loknum kosningum. Um bílferðina sagði Inga: „Það varð mjög frægt og það þótti mér mjög skemmtilegt því eins og ég hef gjarnan sagt, og ég vil gjarnan halda því áfram, að vera ekki einhver dæmigerður pólitíkus með einhver klækjabrögð. Ég er ekki þannig. Svo ég segi bara hlutina þó að það komi eins og gusa á allt og alla. Í þessu tilviki, þá náttúrulega af því að ég hef ekki bílpróf því ég er sjónskert, og við vorum að spjalla þarna saman í svona hálftíma um allt hvað eina og afskaplega elskulegur maður, Sigmundur. Hann er að fara þarna á Bessastaði klukkan tvö og bílstjórinn hafði þá ekkert að gera á meðan nema þá að bíða eftir honum.“ Hún sagði að Sigmundur hefði þá boðið henni að bílstjórinn myndi skutla henni heim á meðan hann fundaði með forsetanum. „Ég þakkaði bara fyrir það og sat þarna bísperrt í aftursætinu á meðan við keyrðum þarna fyrir framan tuttugu blaðamenn og jafnvel enn fleiri myndavélar. Það sem mér þótti merkilegast í þessu og fékk mig til að hugsa hvað þetta væri allt skrýtið, það var sko leynifundur. Þetta er bara svo mikill húmor, bara gantagrín, því auðvitað er enginn leynifundur fyrir framan tuttugu blaðamenn og fjörutíu myndavélar,“ sagði Inga en það var einmitt Sigmundur sem orðaði það svo við blaðamenn eftir fund sinn með forseta að hann og Inga hefðu verið á leynifundi.Viðtalið við Ingu Sæland úr Bítinu má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06 Viðræðuslit ákveðin vonbrigði fyrir Ingu Sæland en komu henni þó ekki á óvart Enginn haft samband við hana um stjórnarmyndun. 6. nóvember 2017 15:18 Inga veit ekki betur en 37 prósent hafi kosið þessa meintu milljarðamæringa Inga Sæland gefur ekki mikið fyrir gagnrýni Illuga Jökulssonar. 31. október 2017 10:46 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist aldrei hafa spáð í vinstri eða hægri og kveðst alla tíð hafa verið jafnaðarmaður. Þá segist hún aldrei hafa kosið Alþýðubandalagið eða Vinstri græna en eftir að Flokkur fólksins náði kjöri á þing hafa margir velt því fyrir sér hvort að flokkurinn sé hallist frekar til vinstri eða hægri. Inga ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „„Ég er bara jafnaðarmaður. Ég hef alla tíð verið það, alltaf verið jafnaðarmaður. Ég hef aldrei spáð í vinstri, hægri en ég sagði þarna einhvern tímann um daginn þegar það er alltaf verið að setja mann á einhvern skala þá sagði ég náttúrulega að það hefði verið þessi tilhneiging til að setja þessa flokka og kalla þá velferðarflokka og um leið að líta til vinstri. Ég var ekkert að segja að ég væri að gera það, alls ekki, það bara „Segðu eitthvað,“ og það er bara tvistað út úr þér og búið til eitthvað úr því. Þannig að ég verð að fara að passa mig,“ sagði Inga aðspurð hvort hún væri vinstrisinnuð eða hægrisinnuð.Segir Sigmund elskulegan mann Þá ræddi hún einnig bílferð sem vakti mikla athygli mánudaginn eftir kosningar er hún sat í aftursætinu hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, en hann var sá fyrsti sem Inga heyrði í að loknum kosningum. Um bílferðina sagði Inga: „Það varð mjög frægt og það þótti mér mjög skemmtilegt því eins og ég hef gjarnan sagt, og ég vil gjarnan halda því áfram, að vera ekki einhver dæmigerður pólitíkus með einhver klækjabrögð. Ég er ekki þannig. Svo ég segi bara hlutina þó að það komi eins og gusa á allt og alla. Í þessu tilviki, þá náttúrulega af því að ég hef ekki bílpróf því ég er sjónskert, og við vorum að spjalla þarna saman í svona hálftíma um allt hvað eina og afskaplega elskulegur maður, Sigmundur. Hann er að fara þarna á Bessastaði klukkan tvö og bílstjórinn hafði þá ekkert að gera á meðan nema þá að bíða eftir honum.“ Hún sagði að Sigmundur hefði þá boðið henni að bílstjórinn myndi skutla henni heim á meðan hann fundaði með forsetanum. „Ég þakkaði bara fyrir það og sat þarna bísperrt í aftursætinu á meðan við keyrðum þarna fyrir framan tuttugu blaðamenn og jafnvel enn fleiri myndavélar. Það sem mér þótti merkilegast í þessu og fékk mig til að hugsa hvað þetta væri allt skrýtið, það var sko leynifundur. Þetta er bara svo mikill húmor, bara gantagrín, því auðvitað er enginn leynifundur fyrir framan tuttugu blaðamenn og fjörutíu myndavélar,“ sagði Inga en það var einmitt Sigmundur sem orðaði það svo við blaðamenn eftir fund sinn með forseta að hann og Inga hefðu verið á leynifundi.Viðtalið við Ingu Sæland úr Bítinu má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06 Viðræðuslit ákveðin vonbrigði fyrir Ingu Sæland en komu henni þó ekki á óvart Enginn haft samband við hana um stjórnarmyndun. 6. nóvember 2017 15:18 Inga veit ekki betur en 37 prósent hafi kosið þessa meintu milljarðamæringa Inga Sæland gefur ekki mikið fyrir gagnrýni Illuga Jökulssonar. 31. október 2017 10:46 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Sjá meira
Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06
Viðræðuslit ákveðin vonbrigði fyrir Ingu Sæland en komu henni þó ekki á óvart Enginn haft samband við hana um stjórnarmyndun. 6. nóvember 2017 15:18
Inga veit ekki betur en 37 prósent hafi kosið þessa meintu milljarðamæringa Inga Sæland gefur ekki mikið fyrir gagnrýni Illuga Jökulssonar. 31. október 2017 10:46