Innlent

Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Hér má sjá glitta í Ingu Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi.
Hér má sjá glitta í Ingu Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi. Vísir/Anton

Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu var Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í aftursæti bifreiðar hans.

Samkvæmt heimildum fréttastofu var Inga á mikilvægum fundi klukkan 13 í dag, klukkutíma áður en Sigmundur átti að mæta á fund forseta.

Þá á Inga ekki að mæta á fund forseta fyrr en klukkan 16 svo það er spurning hvort hún fái far aftur til Reykjavíkur með Sigmundi eða drepi tímann á einhvern hátt í Land Cruiser bifreið hans fyrir utan Bessastaði þangað til.

Sigmundur hefur lýst því yfir að hann vilji fá umboð til stjórnarmyndunar og í ljósi aðstæðna verður að telja ansi líklegt að viðræður um samstarf séu efst á baugi þegar stjórnmálamenn mæla sér mót þessa dagana.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.