Innlent

Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Hér má sjá glitta í Ingu Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi.
Hér má sjá glitta í Ingu Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi. Vísir/Anton
Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu var Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í aftursæti bifreiðar hans.

Samkvæmt heimildum fréttastofu var Inga á mikilvægum fundi klukkan 13 í dag, klukkutíma áður en Sigmundur átti að mæta á fund forseta.

Þá á Inga ekki að mæta á fund forseta fyrr en klukkan 16 svo það er spurning hvort hún fái far aftur til Reykjavíkur með Sigmundi eða drepi tímann á einhvern hátt í Land Cruiser bifreið hans fyrir utan Bessastaði þangað til.

Sigmundur hefur lýst því yfir að hann vilji fá umboð til stjórnarmyndunar og í ljósi aðstæðna verður að telja ansi líklegt að viðræður um samstarf séu efst á baugi þegar stjórnmálamenn mæla sér mót þessa dagana.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.