Innlent

Margir kvartað til Póst-og fjarskiptastofnunar út af óumbeðnum smáskilaboðum vegna kosninganna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skilaboðin sem Flokkur fólksins sendi síðdegis daginn fyrir kjördag.
Skilaboðin sem Flokkur fólksins sendi síðdegis daginn fyrir kjördag. Vísir
Tugir einstaklinga hafa kvartað til Póst-og fjarskiptastofnunar út af óumbeðnum smáskilaboðum sem þeir fengu frá stjórnmálaflokkum vegna alþingiskosninganna sem fram fóru á laugardag.

Miðflokkurinn og Flokkur fólksins sendu sms-skeyti í aðdraganda kosninganna sem vöktu mikla athygli enda eru óumbeðin fjarskipti ólögleg samkvæmt 46. grein laga um fjarskipti.

Þannig úrskurðaði Póst-og fjarskiptastofnun að Sjálfstæðisflokkurinn hefði brotið fjarskiptalög þegar hann sendi sms-skilaboð fyrir beina markaðssetningu á kjördag 2014.

Meðlimur í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, taldi sig ekki hafa veitt samþykki sitt til að taka á móti slíkum sendingum og kvartaði til Póst- og fjarskiptastofnunar. Hún taldi samskiptin falla undir beina markaðssetningu.

Í frétt á vef Póst-og fjarskiptastofnunar segir að öll þessi erindi séu til skoðunar á hjá starfsmönnum stofnunarinnar og er þar jafnframt vakin athgyli á sérstakri upplýsingasíðu um óumbeðin fjarskipti og þær reglur sem um þær gilda.

Þá hefur stofnunin einnig gefið út leiðbeiningarbækling varðandi óbumbeðin fjarskipti og beina markaðssetningu sem hægt er að ná í í hér.


Tengdar fréttir

Telur lög ekki brotin með SMS sendingum

Kosningastjóri Flokks fólksins þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin þegar almenningi var sendur áróður í smáskilaboðum í nafni flokksins. Fleiri flokkar hafa einnig sent slík skilaboð í aðdraganda kosninga í dag og í gær. Stafrænn áróður hefur verið áberandi í kosningabaráttunni, bæði af hálfu flokkanna sjálfra og hulduhópa á netinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×