Telur lög ekki brotin með SMS sendingum Hersir Aron Ólafsson skrifar 28. október 2017 19:30 Kosningastjóri Flokks fólksins þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin þegar almenningi var sendur áróður í smáskilaboðum í nafni flokksins. Fleiri flokkar hafa einnig sent slík skilaboð í aðdraganda kosninga í dag og í gær. Stafrænn áróður hefur verið áberandi í kosningabaráttunni, bæði af hálfu flokkanna sjálfra og hulduhópa á netinu.Ljóst að talsverðir fjármunir eru lagðir í áróðurinn Áróður á samfélagsmiðlum hefur tröllriðið þeirri stuttu en snörpu kosningabaráttu sem nú ríður yfir. Fjölmargar síður hafa sprottið upp á Facebook þar sem ýmsar syndir frambjóðenda eru tíundaðar og kjósendum gefin skilaboð um hvað þeir eigi alls ekki að kjósa. Myndböndin beinast fyrst og fremst að frambjóðendum Vinstri Grænna og Samfylkingar í aðra áttina og frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í hina. Sérstaka athygli fá formennirnir Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson. Áróðurinn er jafnan nafnlaus og litlar upplýsingar að finna á vefsíðunum, þó á stöku stað komi fram að um sjálfstæða og óháða vefi sé að ræða. Mörg áróðursmyndbandanna birtast sem auglýsingar áður en horft er á efni á Youtube. Greiða þarf fyrir hverja birtingu á slíkum auglýsingum og því ljóst að talsverðir fjármunir eru lagðir í áróðurinn. Við Fésbókarsíðurnar hafa fjölmargir sett „like“, eða allt frá nokkur hundruð og upp í nokkur þúsund manns.Sendingar flokkanna teljist til „óumbeðinna fjarskipta“ Áróðurinn er þó ekki bara nafnlaus, heldur hafa flokkarnir sjálfir keppst við að nýta sér stafræna miðla í kosningabaráttunni. Nokkrir þeirra hafa hins vegar einnig sent áróður í SMS skilaboðum sem hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð, en þannig hafa Fréttastofu borist ábendingar um slíkt hjá Flokki fólksins, Miðflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Telja má að slíkar sendingar teljist til svokallaðra „óumbeðinna fjarskipta“ sem bönnuð eru skv. 46. gr. laga um fjarskipti. Edith Alvarsdóttir, kosningastjóri Flokks fólksins, segir flokkinn hafa keypt þjónustu af fyrirtækinu 1819, sem hafi fullyrt að ekki væri um lögbrot að ræða. Þá ítrekar Edith að engra símanúmera eða upplýsinga um kjósendur hafi verið aflað af flokknum, heldur hafi framkvæmdin alfarið verið í höndum fyrirtækisins. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Kosningastjóri Flokks fólksins þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin þegar almenningi var sendur áróður í smáskilaboðum í nafni flokksins. Fleiri flokkar hafa einnig sent slík skilaboð í aðdraganda kosninga í dag og í gær. Stafrænn áróður hefur verið áberandi í kosningabaráttunni, bæði af hálfu flokkanna sjálfra og hulduhópa á netinu.Ljóst að talsverðir fjármunir eru lagðir í áróðurinn Áróður á samfélagsmiðlum hefur tröllriðið þeirri stuttu en snörpu kosningabaráttu sem nú ríður yfir. Fjölmargar síður hafa sprottið upp á Facebook þar sem ýmsar syndir frambjóðenda eru tíundaðar og kjósendum gefin skilaboð um hvað þeir eigi alls ekki að kjósa. Myndböndin beinast fyrst og fremst að frambjóðendum Vinstri Grænna og Samfylkingar í aðra áttina og frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í hina. Sérstaka athygli fá formennirnir Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson. Áróðurinn er jafnan nafnlaus og litlar upplýsingar að finna á vefsíðunum, þó á stöku stað komi fram að um sjálfstæða og óháða vefi sé að ræða. Mörg áróðursmyndbandanna birtast sem auglýsingar áður en horft er á efni á Youtube. Greiða þarf fyrir hverja birtingu á slíkum auglýsingum og því ljóst að talsverðir fjármunir eru lagðir í áróðurinn. Við Fésbókarsíðurnar hafa fjölmargir sett „like“, eða allt frá nokkur hundruð og upp í nokkur þúsund manns.Sendingar flokkanna teljist til „óumbeðinna fjarskipta“ Áróðurinn er þó ekki bara nafnlaus, heldur hafa flokkarnir sjálfir keppst við að nýta sér stafræna miðla í kosningabaráttunni. Nokkrir þeirra hafa hins vegar einnig sent áróður í SMS skilaboðum sem hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð, en þannig hafa Fréttastofu borist ábendingar um slíkt hjá Flokki fólksins, Miðflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Telja má að slíkar sendingar teljist til svokallaðra „óumbeðinna fjarskipta“ sem bönnuð eru skv. 46. gr. laga um fjarskipti. Edith Alvarsdóttir, kosningastjóri Flokks fólksins, segir flokkinn hafa keypt þjónustu af fyrirtækinu 1819, sem hafi fullyrt að ekki væri um lögbrot að ræða. Þá ítrekar Edith að engra símanúmera eða upplýsinga um kjósendur hafi verið aflað af flokknum, heldur hafi framkvæmdin alfarið verið í höndum fyrirtækisins.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira