Erlent

Líklegt að Puigdemont sæki um hæli í Belgíu

Atli Ísleifsson skrifar
Carles Puigdemont hefur ráðið sér lögfræðing í Brussel.
Carles Puigdemont hefur ráðið sér lögfræðing í Brussel. Vísir/AFP
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, er flúinn til Belgíu eftir að hafa verið ákærður fyrir uppreisn af spænskum saksóknurum. Talið er líklegt að hann muni sækja þar um hæli.

Puigdemont var, ásamt öðrum leiðtogum héraðsstjórnar Katalóníu sem stóðu að sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins á föstudag, ákærður fyrir uppreisn, uppreisnaráróður og fjárdrátt. Ákærurnar fara fyrir dómara sem munu meta þær.

Leiðtoginn fyrrverandi hefur ráðið sér lögfræðing í Belgiu og sá staðfesti að Puigdemont væri staddur í Brussel, höfuðborg Belgíu.

BBC greinir frá því að sögusagnir hafi verið uppi um að Puigdemont ætli sér að sækja um hæli í Belgíu. Innflytjendaráðherra Belgíu sagði um helgina að slíkt gæti komið til greina en lögmaður hans vildi ekki tjá sig um það.

Landsstjórn Spánar tók í gær við stjórn Katalóníu í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingar héraðsþingins á föstudag.

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, leysti upp héraðsþingið og boðaði til kosninga í Katalóníu sem munu fara fram þann 21. desember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×