Stelpurnar okkar ekki skorað hjá þýsku grýlunni í 30 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2017 06:00 Glódís Perla Viggósdóttir fagnar sigri á móti Færeyjum. Fréttablaðið/Eyþór Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei náð í stig á móti Þýskalandi og ekki skorað hjá þeim þýsku í meira en þrjá áratugi. Þær þýsku hafa þó líklega aldrei legið betur við höggi en í dag þegar liðin mætast í undankeppni HM 2019. 22 ára sigurganga þýska kvennalandsliðsins á EM endaði á móti Danmörku í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Hollandi síðasta sumar og þýsku stelpurnar rétt mörðu 1-0 sigur í síðasta leik á sjálfsmarki mótherja sinna í Tékklandi. Karlalandsliðið lenti í mjög erfiðum riðli í undankeppni HM 2018 en tryggði sér samt sem áður sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn. Nú þurfa stelpurnar okkar að fara erfiða leið ætli þær sér inn á HM í fyrsta sinn. Fyrsta krefjandi skrefið þarf að taka í Wiesbaden í dag.Margt jákvætt gerst Góð úrslit á móti þýsku grýlunni myndu breyta miklu í baráttunni um HM-sætið en það er enginn að segja að það verði auðvelt. Þýska liðið er í sárum eftir slakt EM-sumar og þar innanborðs er enginn skortur á heimsklassa leikmönnum. Sex af þeim eru liðsfélagar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá þýsku meisturunum í VfL Wolfsburg. Aðrar spila með öflugum liðum eins og 1. FFC Frankfurt, Turbine Potsdam og Bayern München. Það hefur margt jákvætt gerst síðan íslensku stelpurnar komu hnípnar heim af Evrópumótinu í Hollandi þar sem árangurinn var langt undir væntingum. Íslenska liðið vann 8-0 sigur á Færeyjum í fyrsta leik undankeppninnar, atvinnumönnum liðsins hefur fjölgað frá því í sumar og fjórar af leikmönnum íslenska landsliðsins eru komnar áfram með liðum sínum í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það, og að stelpurnar héldu þjálfara sínum Frey Alexanderssyni, er bensín á bílinn sem þær ætla að keyra sögulega leið á HM í fyrsta sinn. Í fyrsta sinn í þrjá áratugi ganga íslensku landsliðsstelpurnar til leiks á móti Þýskalandi án þess að vera að mæta ríkjandi Evrópumeisturum. Þær eru reyndar Ólympíumeistarar síðan í Ríó þannig að það er ekki eins og síðustu ár hafi verið eintóm vonbrigði þrátt fyrir verðlaunaskort á síðasta HM (2015) og síðasta EM (2017).Ekki mark í þrjá áratugi Ísland hefur hins vegar beðið lengi eftir því að gera eitthvað á móti þýsku grýlunni. Fyrsti leikur Íslands og Þýskalands hjá A-landsliðum kvenna var á Kópavogsvellinum 27. júlí 1987. Þjóðirnar mættust tvisvar í þessari ferð Þjóðverja til landsins og svo aftur tvisvar í september ári síðar. Allir leikirnir töpuðust en íslensku stelpurnar náðu að skora þrjú mörk. Enginn gat þá séð fyrir að glæsimark Guðrúnar Sæmundsdóttur beint úr aukaspyrnu á 54. mínútu í leik í Delmenhorst 6. september 1987 yrði eina mark Íslands á móti Þýskalandi í 30 ár. Staðreyndin er hins vegar sú að íslenska liðið hefur ekki skorað hjá því þýska síðan. Liðin hafa mæst tíu sinnum á undanförnum 30 árum og markatalan er 39-0 þýska liðinu í vil. Síðasti leikur þjóðanna var í Algarve-bikarnum í mars 2014 og tapaðist hann 5-0. Mínúturnar nálgast nú þúsund.Jafntefli væri sigur Nú er stóra spurningin hvort það sé komið að tímamótum á móti þýsku grýlunni. Jafntefli væri sigur fyrir okkar stelpur enda eitthvað sem þær hafa aldrei afrekað á móti einu allra besta kvennalandsliðið heims. Leikurinn hefst klukkan tvö að íslenskum tíma. Fótbolti Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei náð í stig á móti Þýskalandi og ekki skorað hjá þeim þýsku í meira en þrjá áratugi. Þær þýsku hafa þó líklega aldrei legið betur við höggi en í dag þegar liðin mætast í undankeppni HM 2019. 22 ára sigurganga þýska kvennalandsliðsins á EM endaði á móti Danmörku í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Hollandi síðasta sumar og þýsku stelpurnar rétt mörðu 1-0 sigur í síðasta leik á sjálfsmarki mótherja sinna í Tékklandi. Karlalandsliðið lenti í mjög erfiðum riðli í undankeppni HM 2018 en tryggði sér samt sem áður sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn. Nú þurfa stelpurnar okkar að fara erfiða leið ætli þær sér inn á HM í fyrsta sinn. Fyrsta krefjandi skrefið þarf að taka í Wiesbaden í dag.Margt jákvætt gerst Góð úrslit á móti þýsku grýlunni myndu breyta miklu í baráttunni um HM-sætið en það er enginn að segja að það verði auðvelt. Þýska liðið er í sárum eftir slakt EM-sumar og þar innanborðs er enginn skortur á heimsklassa leikmönnum. Sex af þeim eru liðsfélagar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá þýsku meisturunum í VfL Wolfsburg. Aðrar spila með öflugum liðum eins og 1. FFC Frankfurt, Turbine Potsdam og Bayern München. Það hefur margt jákvætt gerst síðan íslensku stelpurnar komu hnípnar heim af Evrópumótinu í Hollandi þar sem árangurinn var langt undir væntingum. Íslenska liðið vann 8-0 sigur á Færeyjum í fyrsta leik undankeppninnar, atvinnumönnum liðsins hefur fjölgað frá því í sumar og fjórar af leikmönnum íslenska landsliðsins eru komnar áfram með liðum sínum í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það, og að stelpurnar héldu þjálfara sínum Frey Alexanderssyni, er bensín á bílinn sem þær ætla að keyra sögulega leið á HM í fyrsta sinn. Í fyrsta sinn í þrjá áratugi ganga íslensku landsliðsstelpurnar til leiks á móti Þýskalandi án þess að vera að mæta ríkjandi Evrópumeisturum. Þær eru reyndar Ólympíumeistarar síðan í Ríó þannig að það er ekki eins og síðustu ár hafi verið eintóm vonbrigði þrátt fyrir verðlaunaskort á síðasta HM (2015) og síðasta EM (2017).Ekki mark í þrjá áratugi Ísland hefur hins vegar beðið lengi eftir því að gera eitthvað á móti þýsku grýlunni. Fyrsti leikur Íslands og Þýskalands hjá A-landsliðum kvenna var á Kópavogsvellinum 27. júlí 1987. Þjóðirnar mættust tvisvar í þessari ferð Þjóðverja til landsins og svo aftur tvisvar í september ári síðar. Allir leikirnir töpuðust en íslensku stelpurnar náðu að skora þrjú mörk. Enginn gat þá séð fyrir að glæsimark Guðrúnar Sæmundsdóttur beint úr aukaspyrnu á 54. mínútu í leik í Delmenhorst 6. september 1987 yrði eina mark Íslands á móti Þýskalandi í 30 ár. Staðreyndin er hins vegar sú að íslenska liðið hefur ekki skorað hjá því þýska síðan. Liðin hafa mæst tíu sinnum á undanförnum 30 árum og markatalan er 39-0 þýska liðinu í vil. Síðasti leikur þjóðanna var í Algarve-bikarnum í mars 2014 og tapaðist hann 5-0. Mínúturnar nálgast nú þúsund.Jafntefli væri sigur Nú er stóra spurningin hvort það sé komið að tímamótum á móti þýsku grýlunni. Jafntefli væri sigur fyrir okkar stelpur enda eitthvað sem þær hafa aldrei afrekað á móti einu allra besta kvennalandsliðið heims. Leikurinn hefst klukkan tvö að íslenskum tíma.
Fótbolti Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira