Stelpurnar okkar ekki skorað hjá þýsku grýlunni í 30 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2017 06:00 Glódís Perla Viggósdóttir fagnar sigri á móti Færeyjum. Fréttablaðið/Eyþór Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei náð í stig á móti Þýskalandi og ekki skorað hjá þeim þýsku í meira en þrjá áratugi. Þær þýsku hafa þó líklega aldrei legið betur við höggi en í dag þegar liðin mætast í undankeppni HM 2019. 22 ára sigurganga þýska kvennalandsliðsins á EM endaði á móti Danmörku í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Hollandi síðasta sumar og þýsku stelpurnar rétt mörðu 1-0 sigur í síðasta leik á sjálfsmarki mótherja sinna í Tékklandi. Karlalandsliðið lenti í mjög erfiðum riðli í undankeppni HM 2018 en tryggði sér samt sem áður sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn. Nú þurfa stelpurnar okkar að fara erfiða leið ætli þær sér inn á HM í fyrsta sinn. Fyrsta krefjandi skrefið þarf að taka í Wiesbaden í dag.Margt jákvætt gerst Góð úrslit á móti þýsku grýlunni myndu breyta miklu í baráttunni um HM-sætið en það er enginn að segja að það verði auðvelt. Þýska liðið er í sárum eftir slakt EM-sumar og þar innanborðs er enginn skortur á heimsklassa leikmönnum. Sex af þeim eru liðsfélagar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá þýsku meisturunum í VfL Wolfsburg. Aðrar spila með öflugum liðum eins og 1. FFC Frankfurt, Turbine Potsdam og Bayern München. Það hefur margt jákvætt gerst síðan íslensku stelpurnar komu hnípnar heim af Evrópumótinu í Hollandi þar sem árangurinn var langt undir væntingum. Íslenska liðið vann 8-0 sigur á Færeyjum í fyrsta leik undankeppninnar, atvinnumönnum liðsins hefur fjölgað frá því í sumar og fjórar af leikmönnum íslenska landsliðsins eru komnar áfram með liðum sínum í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það, og að stelpurnar héldu þjálfara sínum Frey Alexanderssyni, er bensín á bílinn sem þær ætla að keyra sögulega leið á HM í fyrsta sinn. Í fyrsta sinn í þrjá áratugi ganga íslensku landsliðsstelpurnar til leiks á móti Þýskalandi án þess að vera að mæta ríkjandi Evrópumeisturum. Þær eru reyndar Ólympíumeistarar síðan í Ríó þannig að það er ekki eins og síðustu ár hafi verið eintóm vonbrigði þrátt fyrir verðlaunaskort á síðasta HM (2015) og síðasta EM (2017).Ekki mark í þrjá áratugi Ísland hefur hins vegar beðið lengi eftir því að gera eitthvað á móti þýsku grýlunni. Fyrsti leikur Íslands og Þýskalands hjá A-landsliðum kvenna var á Kópavogsvellinum 27. júlí 1987. Þjóðirnar mættust tvisvar í þessari ferð Þjóðverja til landsins og svo aftur tvisvar í september ári síðar. Allir leikirnir töpuðust en íslensku stelpurnar náðu að skora þrjú mörk. Enginn gat þá séð fyrir að glæsimark Guðrúnar Sæmundsdóttur beint úr aukaspyrnu á 54. mínútu í leik í Delmenhorst 6. september 1987 yrði eina mark Íslands á móti Þýskalandi í 30 ár. Staðreyndin er hins vegar sú að íslenska liðið hefur ekki skorað hjá því þýska síðan. Liðin hafa mæst tíu sinnum á undanförnum 30 árum og markatalan er 39-0 þýska liðinu í vil. Síðasti leikur þjóðanna var í Algarve-bikarnum í mars 2014 og tapaðist hann 5-0. Mínúturnar nálgast nú þúsund.Jafntefli væri sigur Nú er stóra spurningin hvort það sé komið að tímamótum á móti þýsku grýlunni. Jafntefli væri sigur fyrir okkar stelpur enda eitthvað sem þær hafa aldrei afrekað á móti einu allra besta kvennalandsliðið heims. Leikurinn hefst klukkan tvö að íslenskum tíma. Fótbolti Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei náð í stig á móti Þýskalandi og ekki skorað hjá þeim þýsku í meira en þrjá áratugi. Þær þýsku hafa þó líklega aldrei legið betur við höggi en í dag þegar liðin mætast í undankeppni HM 2019. 22 ára sigurganga þýska kvennalandsliðsins á EM endaði á móti Danmörku í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Hollandi síðasta sumar og þýsku stelpurnar rétt mörðu 1-0 sigur í síðasta leik á sjálfsmarki mótherja sinna í Tékklandi. Karlalandsliðið lenti í mjög erfiðum riðli í undankeppni HM 2018 en tryggði sér samt sem áður sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn. Nú þurfa stelpurnar okkar að fara erfiða leið ætli þær sér inn á HM í fyrsta sinn. Fyrsta krefjandi skrefið þarf að taka í Wiesbaden í dag.Margt jákvætt gerst Góð úrslit á móti þýsku grýlunni myndu breyta miklu í baráttunni um HM-sætið en það er enginn að segja að það verði auðvelt. Þýska liðið er í sárum eftir slakt EM-sumar og þar innanborðs er enginn skortur á heimsklassa leikmönnum. Sex af þeim eru liðsfélagar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá þýsku meisturunum í VfL Wolfsburg. Aðrar spila með öflugum liðum eins og 1. FFC Frankfurt, Turbine Potsdam og Bayern München. Það hefur margt jákvætt gerst síðan íslensku stelpurnar komu hnípnar heim af Evrópumótinu í Hollandi þar sem árangurinn var langt undir væntingum. Íslenska liðið vann 8-0 sigur á Færeyjum í fyrsta leik undankeppninnar, atvinnumönnum liðsins hefur fjölgað frá því í sumar og fjórar af leikmönnum íslenska landsliðsins eru komnar áfram með liðum sínum í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það, og að stelpurnar héldu þjálfara sínum Frey Alexanderssyni, er bensín á bílinn sem þær ætla að keyra sögulega leið á HM í fyrsta sinn. Í fyrsta sinn í þrjá áratugi ganga íslensku landsliðsstelpurnar til leiks á móti Þýskalandi án þess að vera að mæta ríkjandi Evrópumeisturum. Þær eru reyndar Ólympíumeistarar síðan í Ríó þannig að það er ekki eins og síðustu ár hafi verið eintóm vonbrigði þrátt fyrir verðlaunaskort á síðasta HM (2015) og síðasta EM (2017).Ekki mark í þrjá áratugi Ísland hefur hins vegar beðið lengi eftir því að gera eitthvað á móti þýsku grýlunni. Fyrsti leikur Íslands og Þýskalands hjá A-landsliðum kvenna var á Kópavogsvellinum 27. júlí 1987. Þjóðirnar mættust tvisvar í þessari ferð Þjóðverja til landsins og svo aftur tvisvar í september ári síðar. Allir leikirnir töpuðust en íslensku stelpurnar náðu að skora þrjú mörk. Enginn gat þá séð fyrir að glæsimark Guðrúnar Sæmundsdóttur beint úr aukaspyrnu á 54. mínútu í leik í Delmenhorst 6. september 1987 yrði eina mark Íslands á móti Þýskalandi í 30 ár. Staðreyndin er hins vegar sú að íslenska liðið hefur ekki skorað hjá því þýska síðan. Liðin hafa mæst tíu sinnum á undanförnum 30 árum og markatalan er 39-0 þýska liðinu í vil. Síðasti leikur þjóðanna var í Algarve-bikarnum í mars 2014 og tapaðist hann 5-0. Mínúturnar nálgast nú þúsund.Jafntefli væri sigur Nú er stóra spurningin hvort það sé komið að tímamótum á móti þýsku grýlunni. Jafntefli væri sigur fyrir okkar stelpur enda eitthvað sem þær hafa aldrei afrekað á móti einu allra besta kvennalandsliðið heims. Leikurinn hefst klukkan tvö að íslenskum tíma.
Fótbolti Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira