Stelpurnar okkar ekki skorað hjá þýsku grýlunni í 30 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2017 06:00 Glódís Perla Viggósdóttir fagnar sigri á móti Færeyjum. Fréttablaðið/Eyþór Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei náð í stig á móti Þýskalandi og ekki skorað hjá þeim þýsku í meira en þrjá áratugi. Þær þýsku hafa þó líklega aldrei legið betur við höggi en í dag þegar liðin mætast í undankeppni HM 2019. 22 ára sigurganga þýska kvennalandsliðsins á EM endaði á móti Danmörku í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Hollandi síðasta sumar og þýsku stelpurnar rétt mörðu 1-0 sigur í síðasta leik á sjálfsmarki mótherja sinna í Tékklandi. Karlalandsliðið lenti í mjög erfiðum riðli í undankeppni HM 2018 en tryggði sér samt sem áður sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn. Nú þurfa stelpurnar okkar að fara erfiða leið ætli þær sér inn á HM í fyrsta sinn. Fyrsta krefjandi skrefið þarf að taka í Wiesbaden í dag.Margt jákvætt gerst Góð úrslit á móti þýsku grýlunni myndu breyta miklu í baráttunni um HM-sætið en það er enginn að segja að það verði auðvelt. Þýska liðið er í sárum eftir slakt EM-sumar og þar innanborðs er enginn skortur á heimsklassa leikmönnum. Sex af þeim eru liðsfélagar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá þýsku meisturunum í VfL Wolfsburg. Aðrar spila með öflugum liðum eins og 1. FFC Frankfurt, Turbine Potsdam og Bayern München. Það hefur margt jákvætt gerst síðan íslensku stelpurnar komu hnípnar heim af Evrópumótinu í Hollandi þar sem árangurinn var langt undir væntingum. Íslenska liðið vann 8-0 sigur á Færeyjum í fyrsta leik undankeppninnar, atvinnumönnum liðsins hefur fjölgað frá því í sumar og fjórar af leikmönnum íslenska landsliðsins eru komnar áfram með liðum sínum í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það, og að stelpurnar héldu þjálfara sínum Frey Alexanderssyni, er bensín á bílinn sem þær ætla að keyra sögulega leið á HM í fyrsta sinn. Í fyrsta sinn í þrjá áratugi ganga íslensku landsliðsstelpurnar til leiks á móti Þýskalandi án þess að vera að mæta ríkjandi Evrópumeisturum. Þær eru reyndar Ólympíumeistarar síðan í Ríó þannig að það er ekki eins og síðustu ár hafi verið eintóm vonbrigði þrátt fyrir verðlaunaskort á síðasta HM (2015) og síðasta EM (2017).Ekki mark í þrjá áratugi Ísland hefur hins vegar beðið lengi eftir því að gera eitthvað á móti þýsku grýlunni. Fyrsti leikur Íslands og Þýskalands hjá A-landsliðum kvenna var á Kópavogsvellinum 27. júlí 1987. Þjóðirnar mættust tvisvar í þessari ferð Þjóðverja til landsins og svo aftur tvisvar í september ári síðar. Allir leikirnir töpuðust en íslensku stelpurnar náðu að skora þrjú mörk. Enginn gat þá séð fyrir að glæsimark Guðrúnar Sæmundsdóttur beint úr aukaspyrnu á 54. mínútu í leik í Delmenhorst 6. september 1987 yrði eina mark Íslands á móti Þýskalandi í 30 ár. Staðreyndin er hins vegar sú að íslenska liðið hefur ekki skorað hjá því þýska síðan. Liðin hafa mæst tíu sinnum á undanförnum 30 árum og markatalan er 39-0 þýska liðinu í vil. Síðasti leikur þjóðanna var í Algarve-bikarnum í mars 2014 og tapaðist hann 5-0. Mínúturnar nálgast nú þúsund.Jafntefli væri sigur Nú er stóra spurningin hvort það sé komið að tímamótum á móti þýsku grýlunni. Jafntefli væri sigur fyrir okkar stelpur enda eitthvað sem þær hafa aldrei afrekað á móti einu allra besta kvennalandsliðið heims. Leikurinn hefst klukkan tvö að íslenskum tíma. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei náð í stig á móti Þýskalandi og ekki skorað hjá þeim þýsku í meira en þrjá áratugi. Þær þýsku hafa þó líklega aldrei legið betur við höggi en í dag þegar liðin mætast í undankeppni HM 2019. 22 ára sigurganga þýska kvennalandsliðsins á EM endaði á móti Danmörku í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Hollandi síðasta sumar og þýsku stelpurnar rétt mörðu 1-0 sigur í síðasta leik á sjálfsmarki mótherja sinna í Tékklandi. Karlalandsliðið lenti í mjög erfiðum riðli í undankeppni HM 2018 en tryggði sér samt sem áður sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn. Nú þurfa stelpurnar okkar að fara erfiða leið ætli þær sér inn á HM í fyrsta sinn. Fyrsta krefjandi skrefið þarf að taka í Wiesbaden í dag.Margt jákvætt gerst Góð úrslit á móti þýsku grýlunni myndu breyta miklu í baráttunni um HM-sætið en það er enginn að segja að það verði auðvelt. Þýska liðið er í sárum eftir slakt EM-sumar og þar innanborðs er enginn skortur á heimsklassa leikmönnum. Sex af þeim eru liðsfélagar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá þýsku meisturunum í VfL Wolfsburg. Aðrar spila með öflugum liðum eins og 1. FFC Frankfurt, Turbine Potsdam og Bayern München. Það hefur margt jákvætt gerst síðan íslensku stelpurnar komu hnípnar heim af Evrópumótinu í Hollandi þar sem árangurinn var langt undir væntingum. Íslenska liðið vann 8-0 sigur á Færeyjum í fyrsta leik undankeppninnar, atvinnumönnum liðsins hefur fjölgað frá því í sumar og fjórar af leikmönnum íslenska landsliðsins eru komnar áfram með liðum sínum í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það, og að stelpurnar héldu þjálfara sínum Frey Alexanderssyni, er bensín á bílinn sem þær ætla að keyra sögulega leið á HM í fyrsta sinn. Í fyrsta sinn í þrjá áratugi ganga íslensku landsliðsstelpurnar til leiks á móti Þýskalandi án þess að vera að mæta ríkjandi Evrópumeisturum. Þær eru reyndar Ólympíumeistarar síðan í Ríó þannig að það er ekki eins og síðustu ár hafi verið eintóm vonbrigði þrátt fyrir verðlaunaskort á síðasta HM (2015) og síðasta EM (2017).Ekki mark í þrjá áratugi Ísland hefur hins vegar beðið lengi eftir því að gera eitthvað á móti þýsku grýlunni. Fyrsti leikur Íslands og Þýskalands hjá A-landsliðum kvenna var á Kópavogsvellinum 27. júlí 1987. Þjóðirnar mættust tvisvar í þessari ferð Þjóðverja til landsins og svo aftur tvisvar í september ári síðar. Allir leikirnir töpuðust en íslensku stelpurnar náðu að skora þrjú mörk. Enginn gat þá séð fyrir að glæsimark Guðrúnar Sæmundsdóttur beint úr aukaspyrnu á 54. mínútu í leik í Delmenhorst 6. september 1987 yrði eina mark Íslands á móti Þýskalandi í 30 ár. Staðreyndin er hins vegar sú að íslenska liðið hefur ekki skorað hjá því þýska síðan. Liðin hafa mæst tíu sinnum á undanförnum 30 árum og markatalan er 39-0 þýska liðinu í vil. Síðasti leikur þjóðanna var í Algarve-bikarnum í mars 2014 og tapaðist hann 5-0. Mínúturnar nálgast nú þúsund.Jafntefli væri sigur Nú er stóra spurningin hvort það sé komið að tímamótum á móti þýsku grýlunni. Jafntefli væri sigur fyrir okkar stelpur enda eitthvað sem þær hafa aldrei afrekað á móti einu allra besta kvennalandsliðið heims. Leikurinn hefst klukkan tvö að íslenskum tíma.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira