Í dag fer að hvessa af austri þegar líður á daginn samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Þessu fylgir rigning eða súld á köflum sunnan- og austantil á landinu, en annars verður víða þurrt. Víða allhvass vindur í nótt og bætir í úrkomu á suðaustanverðu landinu, en lægir og dregur úr vætunni undir hádegi á morgun. Rigning og strekkingsvindur fyrir norðan fram á kvöld á morgun, en lægir síðan og dregur úr rigningunni þar líka, síst þó á norðanverðum Vestfjörðum. Milt í veðri og víða 5 til 10 stiga hiti á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Vaxandi austlæg átt í dag, 8-18 í kvöld, hvassast syðst. Rigning eða súld með köflum S- og A-til, en annars þurrt að kalla. Hiti 3 til 10 stig að deginum, mildast syðra, en sums staðar vægt frost inn til landsins í fyrstu. Talsverð rigning SA-til fyrripartinn á morgun, en lægir og dregur úr vætu um og eftir hádegi, fyrst um landið sunnanvert, en norðantil annað kvöld. Milt í veðri.Á þriðjudag:
Norðaustan 10-15 m/s á Vestfjörðum, en annars hægari austlæg átt. Víða dálítil rigning, en lengst af bjartviðri á V-landi. Hiti yfirleitt 3 til 8 stig.
Á miðvikudag:
Norðaustan 8-13 m/s og dálítil rigning N- og A-til, en annnars bjartviðri. Hiti yfirleitt 3 til 8 stig.
Á fimmtudag:
Hæg breytileg átt og skýjað með köflum framan af degi, en síðan suðvestanátt með vætu S- og V-til. Áfram milt í veðri.
Á föstudag:
Líkur á vestan- og suðvestanátt með rigningu, einkum S- og V-lands. Milt í veðri.
Á laugardag:
Útlit fyrir ákveðna norðanátt með slyddu eða snjókomu á N-verðu landinu, en bjartviðri syðra og kólnandi veður.