Erlent

Japanir ganga til kosninga í fellibyl

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Japanskir kjósendur hættu sér út í rigningu og rok til að greiða atkvæði í þingkosningunum í dag en fellibylurinn Lan geisar nú á nokkrum svæðum í Japan.
Japanskir kjósendur hættu sér út í rigningu og rok til að greiða atkvæði í þingkosningunum í dag en fellibylurinn Lan geisar nú á nokkrum svæðum í Japan. Vísir/AFP
Japanir ganga til þingkosninga í dag en fellibylurinn Lan hefur gert kjósendum erfitt fyrir á einhverjum svæðum. Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, boðaði til óvæntra þingkosninga þann 25. september síðastliðinn en talið er að hann beri sigur úr býtum í dag. BBC greinir frá.

Stuðningur við ríkisstjórn Abe fór dvínandi í sumar en hefur aukist jafnt og þétt í haust. Þessi aukning hefur meðal annars verið rakin tíðra vopnaprófana Norður-Kóreu undanfarin misseri en Abe sækist eftir endurnýjuðu umboði kjósenda til að bregðast við kjarnorkuógninni.

Norður-Kórea hefur til að mynda hótað því að „sökkva“ Japan og þá hefur tveimur eldflaugum verið skotið frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, og yfir japönsku eyjuna Hokkaido.

Sjá einnig: Skutu fjórum eldflaugum langleiðina til Japan

Búist er við því að Abe beri sigur úr býtum í kosningunum en hann vonast til þess að flokkur sinn fái umboð til þess að gera stjórnarskrárbreytingar. Þannig vill Abe koma á fót þjóðarher, þeim fyrsta síðan í seinni heimsstyrjöldinni.

Kjörstaðir í Japan loka klukkan 20 í kvöld að japönskum tíma eða klukkan 11 að íslenskum.


Tengdar fréttir

Mikill stuðningur við Abe í könnunum

Nái flokkur Shinzo Abe forsætisráðherra og samstarfsflokkar hans tveimur þriðju þingsæta mun það gefa þeim færi á að gera breytingar á stjórnarskrá landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×