Erlent

Mikill stuðningur við Abe í könnunum

Atli Ísleifsson skrifar
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, boðaði óvænt til þingkosninga í lok síðasta mánaðar.
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, boðaði óvænt til þingkosninga í lok síðasta mánaðar. Vísir/AFP
Skoðanakannanir benda til að stjórnarflokkarnir í Japan, með Shinzo Abe forsætisráðherra í broddi fylkingar, muni ná að tryggja sér um tvo þriðjuhluta þingsæta í komandi þingkosningum sem fram fara 22. október.

Verði þetta niðurstaða kosningananna mun það gera Abe kleift að gera breytingar á stjórnarskrá landsins og breyta svokölluðum varnarsveitum landsins í hefðbundinn her.

Könnun Yomiuri Shimbun sýnir að Frjálslyndi flokkur Abe (LDP) myndi ásamt samstarfsflokki sínum Komeito fá um 300 þingsæti í neðri deild þingsins af 465 mögulegum.

Abe boðaði óvænt til þingkosninga í lok septembermánaðar. Þykir víst að hann hafi þar viljað nýta sér veika stöðu klofinnar stjórnarandstöðu í landinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×