Fleiri mæta á leiki Dagnýjar og félaga en hjá fimmtán NBA-liðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2017 16:30 Dagný Brynjarsdóttir. Mynd/Twitter-síða Dagnýjar Dagný Brynjarsdóttir og félagar hennar í Portland Thorns urðu bandarískir meistarar í fótbolta um þar síðustu helgi eftir sigur á North Carolina Courage í úrslitaleik. Dagný var flogin til Evrópu fljótlega eftir úrslitaleikinn til að hitta íslenska landsliðið en hún skoraði síðan tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í sögulegum 3-2 sigri á Ólympíumeisturum Þýskalands á föstudaginn. Þetta var því engin venjuleg vika hjá okkar konu. Á sex dögum varð Dagný bandarískur meistari og vann líklega stærsta sigurinn í sögu íslenska kvennalandsliðsins..@dagnybrynjars scores a brace for Iceland in historic win vs. Germany; @Lindseyhoran11 plays well for USA: https://t.co/sSMOzEz0k1#BAONPDXpic.twitter.com/rlP8mvjXoj — Portland Thorns FC (@ThornsFC) October 20, 2017 Það vita kannski færri af því að Portland Thorns liðið þykir algjört fyrirmyndarfélag varðandi það að byggja upp vinsældir og áhuga á félagi í atvinnumannadeild kvenna. Það hefur gengið upp og ofan að setja á laggirnar öflugar atvinnumannadeildir kvenna í Bandaríkjunum og forveri atvinnumannadeildarinnar í fótbolta í dag lagði þannig upp laupana. Deildin í ár fór af stað árið 2013. Þetta hefur hinsvegar gengið frábærlega hjá Portland Thorns sem hefur nú unnið NWSL-deildina tvisvar sinnum á síðustu fimm tímabilum auk þess að vera meðal bestu liðanna öll árin. Dagný sjálf sagði það eftir sigurinn í úrslitaleiknum að það hefði verið pottþétt fullur völlur hefðu þær fengið að spila titilleikinn á sínum heimavelli í Portland. Þar fór íslenska landsliðskonan ekki með neinar fleipur því það hefur verið uppselt á 122 heimaleikjum Portland Thorns í röð.Edie! Edie! Edie!#NWSLChampionship#BAONPDXpic.twitter.com/Iy7wKLnKcF — Portland Thorns FC (@ThornsFC) October 14, 2017 Portland Thorns fékk 17.653 áhorfendur að meðaltali á heimaleiki sína á þessu tímabili en það er meira en fimmtán NBA-lið (körfubolti karla), meira en þrettán NHL-lið (íshokkí karla) og meira en eitt MLB-lið (hafnarbolti karla) geta státað af. Það sem vekur líka mikla athygli að kynjaskiptin meðal áhorfenda á heimaleikjum Portland Thorns eru 50-50. Hér má sjá grein þar sem blaðakonan Caitlin Murray á New York Times veltir því fyrir sér hvort Portland Thorns ætti að vera fyrirmyndin af atvinnumannaliðum kvenna í framtíðinni eða hvort að þetta sé eitthvað einsdæmi. Fótbolti Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir og félagar hennar í Portland Thorns urðu bandarískir meistarar í fótbolta um þar síðustu helgi eftir sigur á North Carolina Courage í úrslitaleik. Dagný var flogin til Evrópu fljótlega eftir úrslitaleikinn til að hitta íslenska landsliðið en hún skoraði síðan tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í sögulegum 3-2 sigri á Ólympíumeisturum Þýskalands á föstudaginn. Þetta var því engin venjuleg vika hjá okkar konu. Á sex dögum varð Dagný bandarískur meistari og vann líklega stærsta sigurinn í sögu íslenska kvennalandsliðsins..@dagnybrynjars scores a brace for Iceland in historic win vs. Germany; @Lindseyhoran11 plays well for USA: https://t.co/sSMOzEz0k1#BAONPDXpic.twitter.com/rlP8mvjXoj — Portland Thorns FC (@ThornsFC) October 20, 2017 Það vita kannski færri af því að Portland Thorns liðið þykir algjört fyrirmyndarfélag varðandi það að byggja upp vinsældir og áhuga á félagi í atvinnumannadeild kvenna. Það hefur gengið upp og ofan að setja á laggirnar öflugar atvinnumannadeildir kvenna í Bandaríkjunum og forveri atvinnumannadeildarinnar í fótbolta í dag lagði þannig upp laupana. Deildin í ár fór af stað árið 2013. Þetta hefur hinsvegar gengið frábærlega hjá Portland Thorns sem hefur nú unnið NWSL-deildina tvisvar sinnum á síðustu fimm tímabilum auk þess að vera meðal bestu liðanna öll árin. Dagný sjálf sagði það eftir sigurinn í úrslitaleiknum að það hefði verið pottþétt fullur völlur hefðu þær fengið að spila titilleikinn á sínum heimavelli í Portland. Þar fór íslenska landsliðskonan ekki með neinar fleipur því það hefur verið uppselt á 122 heimaleikjum Portland Thorns í röð.Edie! Edie! Edie!#NWSLChampionship#BAONPDXpic.twitter.com/Iy7wKLnKcF — Portland Thorns FC (@ThornsFC) October 14, 2017 Portland Thorns fékk 17.653 áhorfendur að meðaltali á heimaleiki sína á þessu tímabili en það er meira en fimmtán NBA-lið (körfubolti karla), meira en þrettán NHL-lið (íshokkí karla) og meira en eitt MLB-lið (hafnarbolti karla) geta státað af. Það sem vekur líka mikla athygli að kynjaskiptin meðal áhorfenda á heimaleikjum Portland Thorns eru 50-50. Hér má sjá grein þar sem blaðakonan Caitlin Murray á New York Times veltir því fyrir sér hvort Portland Thorns ætti að vera fyrirmyndin af atvinnumannaliðum kvenna í framtíðinni eða hvort að þetta sé eitthvað einsdæmi.
Fótbolti Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Sjá meira