Fleiri mæta á leiki Dagnýjar og félaga en hjá fimmtán NBA-liðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2017 16:30 Dagný Brynjarsdóttir. Mynd/Twitter-síða Dagnýjar Dagný Brynjarsdóttir og félagar hennar í Portland Thorns urðu bandarískir meistarar í fótbolta um þar síðustu helgi eftir sigur á North Carolina Courage í úrslitaleik. Dagný var flogin til Evrópu fljótlega eftir úrslitaleikinn til að hitta íslenska landsliðið en hún skoraði síðan tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í sögulegum 3-2 sigri á Ólympíumeisturum Þýskalands á föstudaginn. Þetta var því engin venjuleg vika hjá okkar konu. Á sex dögum varð Dagný bandarískur meistari og vann líklega stærsta sigurinn í sögu íslenska kvennalandsliðsins..@dagnybrynjars scores a brace for Iceland in historic win vs. Germany; @Lindseyhoran11 plays well for USA: https://t.co/sSMOzEz0k1#BAONPDXpic.twitter.com/rlP8mvjXoj — Portland Thorns FC (@ThornsFC) October 20, 2017 Það vita kannski færri af því að Portland Thorns liðið þykir algjört fyrirmyndarfélag varðandi það að byggja upp vinsældir og áhuga á félagi í atvinnumannadeild kvenna. Það hefur gengið upp og ofan að setja á laggirnar öflugar atvinnumannadeildir kvenna í Bandaríkjunum og forveri atvinnumannadeildarinnar í fótbolta í dag lagði þannig upp laupana. Deildin í ár fór af stað árið 2013. Þetta hefur hinsvegar gengið frábærlega hjá Portland Thorns sem hefur nú unnið NWSL-deildina tvisvar sinnum á síðustu fimm tímabilum auk þess að vera meðal bestu liðanna öll árin. Dagný sjálf sagði það eftir sigurinn í úrslitaleiknum að það hefði verið pottþétt fullur völlur hefðu þær fengið að spila titilleikinn á sínum heimavelli í Portland. Þar fór íslenska landsliðskonan ekki með neinar fleipur því það hefur verið uppselt á 122 heimaleikjum Portland Thorns í röð.Edie! Edie! Edie!#NWSLChampionship#BAONPDXpic.twitter.com/Iy7wKLnKcF — Portland Thorns FC (@ThornsFC) October 14, 2017 Portland Thorns fékk 17.653 áhorfendur að meðaltali á heimaleiki sína á þessu tímabili en það er meira en fimmtán NBA-lið (körfubolti karla), meira en þrettán NHL-lið (íshokkí karla) og meira en eitt MLB-lið (hafnarbolti karla) geta státað af. Það sem vekur líka mikla athygli að kynjaskiptin meðal áhorfenda á heimaleikjum Portland Thorns eru 50-50. Hér má sjá grein þar sem blaðakonan Caitlin Murray á New York Times veltir því fyrir sér hvort Portland Thorns ætti að vera fyrirmyndin af atvinnumannaliðum kvenna í framtíðinni eða hvort að þetta sé eitthvað einsdæmi. Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir og félagar hennar í Portland Thorns urðu bandarískir meistarar í fótbolta um þar síðustu helgi eftir sigur á North Carolina Courage í úrslitaleik. Dagný var flogin til Evrópu fljótlega eftir úrslitaleikinn til að hitta íslenska landsliðið en hún skoraði síðan tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í sögulegum 3-2 sigri á Ólympíumeisturum Þýskalands á föstudaginn. Þetta var því engin venjuleg vika hjá okkar konu. Á sex dögum varð Dagný bandarískur meistari og vann líklega stærsta sigurinn í sögu íslenska kvennalandsliðsins..@dagnybrynjars scores a brace for Iceland in historic win vs. Germany; @Lindseyhoran11 plays well for USA: https://t.co/sSMOzEz0k1#BAONPDXpic.twitter.com/rlP8mvjXoj — Portland Thorns FC (@ThornsFC) October 20, 2017 Það vita kannski færri af því að Portland Thorns liðið þykir algjört fyrirmyndarfélag varðandi það að byggja upp vinsældir og áhuga á félagi í atvinnumannadeild kvenna. Það hefur gengið upp og ofan að setja á laggirnar öflugar atvinnumannadeildir kvenna í Bandaríkjunum og forveri atvinnumannadeildarinnar í fótbolta í dag lagði þannig upp laupana. Deildin í ár fór af stað árið 2013. Þetta hefur hinsvegar gengið frábærlega hjá Portland Thorns sem hefur nú unnið NWSL-deildina tvisvar sinnum á síðustu fimm tímabilum auk þess að vera meðal bestu liðanna öll árin. Dagný sjálf sagði það eftir sigurinn í úrslitaleiknum að það hefði verið pottþétt fullur völlur hefðu þær fengið að spila titilleikinn á sínum heimavelli í Portland. Þar fór íslenska landsliðskonan ekki með neinar fleipur því það hefur verið uppselt á 122 heimaleikjum Portland Thorns í röð.Edie! Edie! Edie!#NWSLChampionship#BAONPDXpic.twitter.com/Iy7wKLnKcF — Portland Thorns FC (@ThornsFC) October 14, 2017 Portland Thorns fékk 17.653 áhorfendur að meðaltali á heimaleiki sína á þessu tímabili en það er meira en fimmtán NBA-lið (körfubolti karla), meira en þrettán NHL-lið (íshokkí karla) og meira en eitt MLB-lið (hafnarbolti karla) geta státað af. Það sem vekur líka mikla athygli að kynjaskiptin meðal áhorfenda á heimaleikjum Portland Thorns eru 50-50. Hér má sjá grein þar sem blaðakonan Caitlin Murray á New York Times veltir því fyrir sér hvort Portland Thorns ætti að vera fyrirmyndin af atvinnumannaliðum kvenna í framtíðinni eða hvort að þetta sé eitthvað einsdæmi.
Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira