Þýskir Græningjar vilja ekki sérstök fjárlög fyrir evrusvæðið Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2017 10:29 Angela Merkel Þýskalandskanslari og Cem Ozdemir, annar leiðtoga Græningja, ræða saman þegar þýska þingið kom saman í gær í fyrsta sinn eftir kosningar. Vísir/AFP Stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi standa nú yfir þar sem leiðtogar Kristilegra demókrata, flokks Angelu Merkel kanslara, og systurflokksins CSU, Frjálslynda flokksins og Græningja reyna að ná saman um myndun nýrrar stjórnar. Í frétt Aftonbladet um málið kemur fram að nú liggi fyrir að Græningjar styðji ekki hugmyndir um sérstök fjárlög fyrir evrusvæðið, sem er hugmynd sem Merkel hefur áður lýst yfir stuðning við. Flokkarnir fjórir – CDU (Kristilegir demókratar), CSU (systurflokkur CDU í Bæjaralandi), FDP (Frjálslyndir) og Græningjar – náðu í gærkvöldi samkomulagi um að ekki auka skuldsetningu þýska ríkisins á kjörtímabilinu að því er fram kemur í Spiegel. Reinhard Bütikofer, einn leiðtoga Græningja, segir að ekki komi til greina að styðja tillögur um sérstök fjárlög fyrir evrusvæðið sem Frakkar hafa lagt til. Segir hann að Græningjar vilji leggja aukið fé í innviðauppbyggingu en að unnið verði að því innan núgildandi fjárhagsramma Evrópusambandsins. Orð Bütikofer eru talin nokkurt áfall fyrir Emmanuel Macron Frakklandsforseta sem lagði fram tillögur um sérstök evrusvæðisfjárlög. Merkel hefur lýst yfir stuðningi við hugmyndir Macron svo ljóst er að málið kann að reynast sérstakur ásteytingarsteinn í viðræðunum.Jafnaðarmenn vilja ekki stjórn með Merkel Kosningar fóru fram í Þýskalandi þann 24. september síðastliðinn þar sem bæði Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn misstu mikið fylgi. Hægri popúlistaflokkurinn AfD vann mikinn sigur í kosningunum með því að ná í fyrsta sinn mönnum inn á þing, auk þess að Frjálslyndir demókratar sneru aftur á þing eftir að hafa misst alla þingmenn sína í síðustu kosningum. Jafnaðarmenn höfðu áður tilkynnt að þeir myndu ekki mynda nýja stjórn með Merkel og Kristilegum demókrötum og virðist því sem að Merkel hafi engan annan möguleika en að mynda stjórn með Græningjum og Frjálslyndum. Flokkarnir fjórir eru sammála um að afnema „soli“-skattinn svokallaða sem komið var á á tíunda áratugnum til að standa að hluta straum af kostnaði við sameiningu Þýskalands. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Schäuble nýr forseti þýska þingsins Þýska þingið kom saman í fyrsta sinn í morgun eftir að þingkosningar fóru fram í landinu þann 24. september síðastliðinn. 24. október 2017 13:13 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi standa nú yfir þar sem leiðtogar Kristilegra demókrata, flokks Angelu Merkel kanslara, og systurflokksins CSU, Frjálslynda flokksins og Græningja reyna að ná saman um myndun nýrrar stjórnar. Í frétt Aftonbladet um málið kemur fram að nú liggi fyrir að Græningjar styðji ekki hugmyndir um sérstök fjárlög fyrir evrusvæðið, sem er hugmynd sem Merkel hefur áður lýst yfir stuðning við. Flokkarnir fjórir – CDU (Kristilegir demókratar), CSU (systurflokkur CDU í Bæjaralandi), FDP (Frjálslyndir) og Græningjar – náðu í gærkvöldi samkomulagi um að ekki auka skuldsetningu þýska ríkisins á kjörtímabilinu að því er fram kemur í Spiegel. Reinhard Bütikofer, einn leiðtoga Græningja, segir að ekki komi til greina að styðja tillögur um sérstök fjárlög fyrir evrusvæðið sem Frakkar hafa lagt til. Segir hann að Græningjar vilji leggja aukið fé í innviðauppbyggingu en að unnið verði að því innan núgildandi fjárhagsramma Evrópusambandsins. Orð Bütikofer eru talin nokkurt áfall fyrir Emmanuel Macron Frakklandsforseta sem lagði fram tillögur um sérstök evrusvæðisfjárlög. Merkel hefur lýst yfir stuðningi við hugmyndir Macron svo ljóst er að málið kann að reynast sérstakur ásteytingarsteinn í viðræðunum.Jafnaðarmenn vilja ekki stjórn með Merkel Kosningar fóru fram í Þýskalandi þann 24. september síðastliðinn þar sem bæði Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn misstu mikið fylgi. Hægri popúlistaflokkurinn AfD vann mikinn sigur í kosningunum með því að ná í fyrsta sinn mönnum inn á þing, auk þess að Frjálslyndir demókratar sneru aftur á þing eftir að hafa misst alla þingmenn sína í síðustu kosningum. Jafnaðarmenn höfðu áður tilkynnt að þeir myndu ekki mynda nýja stjórn með Merkel og Kristilegum demókrötum og virðist því sem að Merkel hafi engan annan möguleika en að mynda stjórn með Græningjum og Frjálslyndum. Flokkarnir fjórir eru sammála um að afnema „soli“-skattinn svokallaða sem komið var á á tíunda áratugnum til að standa að hluta straum af kostnaði við sameiningu Þýskalands.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Schäuble nýr forseti þýska þingsins Þýska þingið kom saman í fyrsta sinn í morgun eftir að þingkosningar fóru fram í landinu þann 24. september síðastliðinn. 24. október 2017 13:13 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Schäuble nýr forseti þýska þingsins Þýska þingið kom saman í fyrsta sinn í morgun eftir að þingkosningar fóru fram í landinu þann 24. september síðastliðinn. 24. október 2017 13:13