Útlendingar í iðnnámi hafa minni rétt en nemar í háskóla Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. október 2017 06:00 Chuong Le Bui kom til Íslands árið 2015 og er á fyrstu önn í matreiðslu í Menntaskólanum í Kópavogi. Yfirmaður hennar á Nauthóli segir það undarlegt að þurfa vera í háskólanámi til að fá námsmannaleyfi. Fréttablaðið/Stefán „Mér finnst þessi ákvörðun Útlendingastofnunar fráleit og sérstaklega í ljósi þess að Chuong hafði í febrúar fengið framlengingu á námsmannaleyfinu sínu en núna á að senda hana heim,“ segir Björn Ingi Björnsson, yfirmatreiðslumaður á Nauthóli. Víetnamskur matreiðslunemi á Nauthóli, Chuong Le Bui, hefur fengið sent bréf frá Útlendingastofnun þess efnis að hún hafi ekki lengur landvistarleyfi sem námsmaður. Hún kom til landsins í febrúar 2015 og hefur verið hér á landi síðan þá og er matreiðslunemi á Nauthóli. Hún er búin með tvö ár á námssamningi hjá veitingastaðnum af fjórum og er á fyrstu önn í matreiðslu í Menntaskólanum í Kópavogi. Þrátt fyrir að hafa fengið framlengingu á dvalarleyfinu í febrúar fékk Chuong bréf hinn 9. október síðastliðinn um að hún fái ekki áframhaldandi landvistarleyfi hér á landi sem námsmaður. Í bréfinu er vísað til ákvæðis nýrra útlendingalaga sem tóku gildi hinn 1. janúar síðastliðinn. Í nýju lögunum er nám skilgreint sem samfellt nám á háskólastigi, þar með talið nám á háskólastigi sem fram fer á vinnustöðum, eða annað það nám sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Hvergi er minnst á iðnnám í nýju lögunum. Í eldri lögum var nám hins vegar skilgreint sem „samfellt nám á háskólastigi, iðnnám eða það nám annað sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi.“ „Svo virðist sem lögum hafi verið breytt um síðustu áramót þannig að þeir sem eru í iðnnámi fái ekki lengur námsmannadvalarleyfi á Íslandi. Til þess að fá námsmannaleyfi þarf fólk að vera í háskólanámi, sem mér þykir undarlegt og er í raun verið að gefa þar í skyn með lagabreytingu að iðnmenntun sé minna virði en háskólanám,“ segir Björn Ingi. Chuong var au pair hjá Ingu Lillý Brynjólfsdóttur héraðsdómslögmanni áður en hún hóf störf á Nauthóli. Hún segir breytingarnar á fyrrnefndu lagaákvæði koma sér á óvart. Inga Lillý segist hafa leitað skýringa í lögunum á því af hverju iðnnám hafi verið tekið út. Þær skýringar sé aftur á móti ekki að finna. „Það er ekkert fjallað um það og ég hefði talið eðlilegt að þeir hefðu látið framhaldsskólana, Iðuna, Matís og öll hin félögin vita. Þannig að þau hefðu getað haft tækifæri til þess að koma athugasemdum að,“ segir Inga Lillý. Ekkert bendi til þess að það hafi verið gert. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Trans hatur mun éta okkur öll ef við leyfum því að stýra ferðinni“ „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
„Mér finnst þessi ákvörðun Útlendingastofnunar fráleit og sérstaklega í ljósi þess að Chuong hafði í febrúar fengið framlengingu á námsmannaleyfinu sínu en núna á að senda hana heim,“ segir Björn Ingi Björnsson, yfirmatreiðslumaður á Nauthóli. Víetnamskur matreiðslunemi á Nauthóli, Chuong Le Bui, hefur fengið sent bréf frá Útlendingastofnun þess efnis að hún hafi ekki lengur landvistarleyfi sem námsmaður. Hún kom til landsins í febrúar 2015 og hefur verið hér á landi síðan þá og er matreiðslunemi á Nauthóli. Hún er búin með tvö ár á námssamningi hjá veitingastaðnum af fjórum og er á fyrstu önn í matreiðslu í Menntaskólanum í Kópavogi. Þrátt fyrir að hafa fengið framlengingu á dvalarleyfinu í febrúar fékk Chuong bréf hinn 9. október síðastliðinn um að hún fái ekki áframhaldandi landvistarleyfi hér á landi sem námsmaður. Í bréfinu er vísað til ákvæðis nýrra útlendingalaga sem tóku gildi hinn 1. janúar síðastliðinn. Í nýju lögunum er nám skilgreint sem samfellt nám á háskólastigi, þar með talið nám á háskólastigi sem fram fer á vinnustöðum, eða annað það nám sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Hvergi er minnst á iðnnám í nýju lögunum. Í eldri lögum var nám hins vegar skilgreint sem „samfellt nám á háskólastigi, iðnnám eða það nám annað sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi.“ „Svo virðist sem lögum hafi verið breytt um síðustu áramót þannig að þeir sem eru í iðnnámi fái ekki lengur námsmannadvalarleyfi á Íslandi. Til þess að fá námsmannaleyfi þarf fólk að vera í háskólanámi, sem mér þykir undarlegt og er í raun verið að gefa þar í skyn með lagabreytingu að iðnmenntun sé minna virði en háskólanám,“ segir Björn Ingi. Chuong var au pair hjá Ingu Lillý Brynjólfsdóttur héraðsdómslögmanni áður en hún hóf störf á Nauthóli. Hún segir breytingarnar á fyrrnefndu lagaákvæði koma sér á óvart. Inga Lillý segist hafa leitað skýringa í lögunum á því af hverju iðnnám hafi verið tekið út. Þær skýringar sé aftur á móti ekki að finna. „Það er ekkert fjallað um það og ég hefði talið eðlilegt að þeir hefðu látið framhaldsskólana, Iðuna, Matís og öll hin félögin vita. Þannig að þau hefðu getað haft tækifæri til þess að koma athugasemdum að,“ segir Inga Lillý. Ekkert bendi til þess að það hafi verið gert.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Trans hatur mun éta okkur öll ef við leyfum því að stýra ferðinni“ „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira