Enski boltinn

Hefur aldrei séð annan leikmann eins og Rhian

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rhian Brewster með Ben Woodburn sem skrifaði undir nýjan samning við Liverpool í gær.
Rhian Brewster með Ben Woodburn sem skrifaði undir nýjan samning við Liverpool í gær. Vísir/Getty
Liverpool-strákurinn Rhian Brewster hefur skorað þrennu í tveimur leikjum í röð í útsláttarkeppni HM 17 ára landsliða í Indlandi og hefur með því hjálpað enska landsliðinu alla leið í úrslitaleikinn.

Seinni þrennan hans Rhian Brewster kom í sigri á Brasilíu í undanúrslitaleik keppninnar fyrir framan 63.881 manns.

BBC er einn af mörgum fjölmiðlum sem hafa skoðað nánar hver þessi sautján ára strákur er á meðan stuðningsmenn Liverpool geta ekki beðið eftir því að sjá hann kom upp í aðallið félagsins.

Rhian Brewster á nefnilega enn eftir að spila fyrir aðallið Liverpool en hann kom þangað frá Chelsea fyrir tveimur árum. Rhian hefur hinsvegar verið að minna á sig með 23 ára liðinu.



BBC talaði meðal annars við einn af fyrstu þjálfurum Rhian Brewster en hann var með strákinn þegar hann æfði í Shield knattspyrnuakademíunni á sínum tíma.

„Það var ekki langt eftir að ég opnað Shield akademíuna að einn strákurinn spurði hvort að hann mætti koma með frænda sinn á æfingu. Frændinn var Rhian,“ sagði Dan Seymour við BBC.

„Það tók hann aðeins nokkrar mínútur í fyrsta leiknum að sannfæra njósnara Chelsea um að fá hann til sín. Á þessum mínútum þá skoraði hann eftir að hafa sólað næstum því allt lið mótherjanna,“ sagði Seymour.

„Eftir þessa byrjun þá kom Martin Taylor, njósnari hjá Chelsea, til mín og pabba hans og sagði að hann vildi frá hann strax,“ sagði Seymour. Seymour segir að strákurinn hafi allt til alls til að ná langt í boltanum.





 



„Hann hefur næmt auga fyrir leiknum og hefur hæfileika á svo margan hátt. Hann leit út eins og fótboltamaður þegar hann var sjö ára bæði hvernig hann stóð og hvernig hann hreyfði sig. Hann var óttalaus og vildi ólmur taka menn á,“ saðgi Seymar.

„Hann er líka kurteis og þroskaður ungur maður sem kemur frá auðmjúkri fjölskyldu. Ég hef aldrei séð annan leikmann eins og Rhian á meðan ég hef verið með akademíuna,“ sagði Seymar.





Steven Gerrard hefur líka mikið álit á stráknum eins og kemur fram í umfjöllun BBC.

„Hann er líkamlega sterkari, hefur æðislega tækni, sannur framherji sem klárar færin sín vel, er vinnusamur og hefur allt til þess að bera til að verða góður fótboltamaður,“ sagði Steven Gerrard.

Það má finna alla grein BBC um Rhian Brewster með því að smella hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×