Hefur aldrei séð annan leikmann eins og Rhian Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2017 11:30 Rhian Brewster með Ben Woodburn sem skrifaði undir nýjan samning við Liverpool í gær. Vísir/Getty Liverpool-strákurinn Rhian Brewster hefur skorað þrennu í tveimur leikjum í röð í útsláttarkeppni HM 17 ára landsliða í Indlandi og hefur með því hjálpað enska landsliðinu alla leið í úrslitaleikinn. Seinni þrennan hans Rhian Brewster kom í sigri á Brasilíu í undanúrslitaleik keppninnar fyrir framan 63.881 manns. BBC er einn af mörgum fjölmiðlum sem hafa skoðað nánar hver þessi sautján ára strákur er á meðan stuðningsmenn Liverpool geta ekki beðið eftir því að sjá hann kom upp í aðallið félagsins. Rhian Brewster á nefnilega enn eftir að spila fyrir aðallið Liverpool en hann kom þangað frá Chelsea fyrir tveimur árum. Rhian hefur hinsvegar verið að minna á sig með 23 ára liðinu.GOAL!!! @RhianBrewster9 is on and @England lead again #FIFAU17WCpic.twitter.com/UZfbyj1ZG2 — Eurosport UK (@Eurosport_UK) October 25, 2017 BBC talaði meðal annars við einn af fyrstu þjálfurum Rhian Brewster en hann var með strákinn þegar hann æfði í Shield knattspyrnuakademíunni á sínum tíma. „Það var ekki langt eftir að ég opnað Shield akademíuna að einn strákurinn spurði hvort að hann mætti koma með frænda sinn á æfingu. Frændinn var Rhian,“ sagði Dan Seymour við BBC. „Það tók hann aðeins nokkrar mínútur í fyrsta leiknum að sannfæra njósnara Chelsea um að fá hann til sín. Á þessum mínútum þá skoraði hann eftir að hafa sólað næstum því allt lið mótherjanna,“ sagði Seymour. „Eftir þessa byrjun þá kom Martin Taylor, njósnari hjá Chelsea, til mín og pabba hans og sagði að hann vildi frá hann strax,“ sagði Seymour. Seymour segir að strákurinn hafi allt til alls til að ná langt í boltanum.No words to describe how we all feel right now!! One last big push ahead fully focused on that now #U17WorldCup@Englandpic.twitter.com/hZKUeR7Z7B — Rhian Brewster (@RhianBrewster9) October 25, 2017 „Hann hefur næmt auga fyrir leiknum og hefur hæfileika á svo margan hátt. Hann leit út eins og fótboltamaður þegar hann var sjö ára bæði hvernig hann stóð og hvernig hann hreyfði sig. Hann var óttalaus og vildi ólmur taka menn á,“ saðgi Seymar. „Hann er líka kurteis og þroskaður ungur maður sem kemur frá auðmjúkri fjölskyldu. Ég hef aldrei séð annan leikmann eins og Rhian á meðan ég hef verið með akademíuna,“ sagði Seymar.The goal that fired the #YoungLions into ANOTHER final? pic.twitter.com/9o0zccpa0B — England (@England) October 25, 2017 Steven Gerrard hefur líka mikið álit á stráknum eins og kemur fram í umfjöllun BBC. „Hann er líkamlega sterkari, hefur æðislega tækni, sannur framherji sem klárar færin sín vel, er vinnusamur og hefur allt til þess að bera til að verða góður fótboltamaður,“ sagði Steven Gerrard. Það má finna alla grein BBC um Rhian Brewster með því að smella hér.Dominic Solanke at the U20 World Cup: goals, Golden Boot Rhian Brewster at the U17 World Cup so far: 7️⃣ goals We've got two gems. pic.twitter.com/2pwgYL3gCU — Anfield HQ (@AnfieldHQ) October 25, 2017 Enski boltinn Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Liverpool-strákurinn Rhian Brewster hefur skorað þrennu í tveimur leikjum í röð í útsláttarkeppni HM 17 ára landsliða í Indlandi og hefur með því hjálpað enska landsliðinu alla leið í úrslitaleikinn. Seinni þrennan hans Rhian Brewster kom í sigri á Brasilíu í undanúrslitaleik keppninnar fyrir framan 63.881 manns. BBC er einn af mörgum fjölmiðlum sem hafa skoðað nánar hver þessi sautján ára strákur er á meðan stuðningsmenn Liverpool geta ekki beðið eftir því að sjá hann kom upp í aðallið félagsins. Rhian Brewster á nefnilega enn eftir að spila fyrir aðallið Liverpool en hann kom þangað frá Chelsea fyrir tveimur árum. Rhian hefur hinsvegar verið að minna á sig með 23 ára liðinu.GOAL!!! @RhianBrewster9 is on and @England lead again #FIFAU17WCpic.twitter.com/UZfbyj1ZG2 — Eurosport UK (@Eurosport_UK) October 25, 2017 BBC talaði meðal annars við einn af fyrstu þjálfurum Rhian Brewster en hann var með strákinn þegar hann æfði í Shield knattspyrnuakademíunni á sínum tíma. „Það var ekki langt eftir að ég opnað Shield akademíuna að einn strákurinn spurði hvort að hann mætti koma með frænda sinn á æfingu. Frændinn var Rhian,“ sagði Dan Seymour við BBC. „Það tók hann aðeins nokkrar mínútur í fyrsta leiknum að sannfæra njósnara Chelsea um að fá hann til sín. Á þessum mínútum þá skoraði hann eftir að hafa sólað næstum því allt lið mótherjanna,“ sagði Seymour. „Eftir þessa byrjun þá kom Martin Taylor, njósnari hjá Chelsea, til mín og pabba hans og sagði að hann vildi frá hann strax,“ sagði Seymour. Seymour segir að strákurinn hafi allt til alls til að ná langt í boltanum.No words to describe how we all feel right now!! One last big push ahead fully focused on that now #U17WorldCup@Englandpic.twitter.com/hZKUeR7Z7B — Rhian Brewster (@RhianBrewster9) October 25, 2017 „Hann hefur næmt auga fyrir leiknum og hefur hæfileika á svo margan hátt. Hann leit út eins og fótboltamaður þegar hann var sjö ára bæði hvernig hann stóð og hvernig hann hreyfði sig. Hann var óttalaus og vildi ólmur taka menn á,“ saðgi Seymar. „Hann er líka kurteis og þroskaður ungur maður sem kemur frá auðmjúkri fjölskyldu. Ég hef aldrei séð annan leikmann eins og Rhian á meðan ég hef verið með akademíuna,“ sagði Seymar.The goal that fired the #YoungLions into ANOTHER final? pic.twitter.com/9o0zccpa0B — England (@England) October 25, 2017 Steven Gerrard hefur líka mikið álit á stráknum eins og kemur fram í umfjöllun BBC. „Hann er líkamlega sterkari, hefur æðislega tækni, sannur framherji sem klárar færin sín vel, er vinnusamur og hefur allt til þess að bera til að verða góður fótboltamaður,“ sagði Steven Gerrard. Það má finna alla grein BBC um Rhian Brewster með því að smella hér.Dominic Solanke at the U20 World Cup: goals, Golden Boot Rhian Brewster at the U17 World Cup so far: 7️⃣ goals We've got two gems. pic.twitter.com/2pwgYL3gCU — Anfield HQ (@AnfieldHQ) October 25, 2017
Enski boltinn Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira