Gögn sem framboð Trump fékk fóru í gegnum Kreml Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2017 18:46 Veselnitskaya neitaði New York Times um viðtal í tengslum við fréttina. Vísir/AFP „Skaðlegu upplýsingarnar“ um Hillary Clinton sem rússneskur lögmaður lofaði nokkrum nánustu ráðgjöfum Donalds Trump í fyrra höfðu áður verið kynntar einum valdamesta embættismanni Rússlands. New York Times greinir frá því að Natalía V. Veselnitskaya, rússneski lögmaðurinn sem fundaði með Donald Trump yngri, Jared Kushner, tengdasyni þáverandi forsetaframbjóðandans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, í júní í fyrra hafi áður deilt ásökunum sínum um meint ólöglegt framferði einstaklinga sem tengjast Demókrataflokknum með Júrí Y. Tsjaíka, ríkissaksóknara Rússlands. Ásakanirnar voru afrakstur rannsóknar Veselnitskaya á bandarískum auðjöfrum og fjárhagslegum bakhjörlum Demókrataflokksins. Þeir eiga að hafa gerst sekir um fjársvik og skattaundanskot í Rússlandi. Veselnitskaya hefur fram að þessu haldið því að hún hafi fundað með framboði Trump algerlega að eigin hvötum og grefur frásögn New York Times undan þeim fullyrðingum. Blaðið segir ennfremur að þetta sýni að loforð Veselnitskaya um að færa framboðinu skaðlegar upplýsingar um Clinton hafi að minnsta kosti að hluta til byggst á staðreyndum.Sömu ásökunum komið í hendur þingmanna repúblikanaÍ frétt New York Times kemur ennfremur fram að Veselnitskaya og Tsjaíka hafi í sameiningu komið gögnum um ásakanirnar á hendur styrktaraðilum Demókrataflokksins til sendinefndar bandarískra þingmanna í Moskvu í apríl í fyrra. Blaðið segir að skjal sem Dana Rohrabacher, þingmaður Repúblikanaflokksins sem þykir sérlega hallur undir Rússland, hafi fengið þá sé að mörgu leyti samhljóða því sem Veselnitskaya hafi komið með á fundinn með Trump yngri, Kushner og Manafort tveimur mánuðum síðar. Trump og félagar hafa ítrekað vísað ásökunum um samráð við Rússa á bug. Sá fundur er á meðal þess sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, kannar í tengslum við rannsókn sína á tilraunum rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar í fyrra og hvort að þau hafi átt í samráði við framboð Trump. Trump yngri var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton frá rússneska lögmanninum sem var lýst fyrir honum sem lið í herferð rússneskra stjórnvalda til að tryggja föður hans sigur. Því boði svaraði sonur þáverandi forsetaframbjóðandans: „Ég elska það!“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48 „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstana Í póstunum segir berum orðum að fundurinn sé til að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. 11. júlí 2017 16:30 Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14 Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
„Skaðlegu upplýsingarnar“ um Hillary Clinton sem rússneskur lögmaður lofaði nokkrum nánustu ráðgjöfum Donalds Trump í fyrra höfðu áður verið kynntar einum valdamesta embættismanni Rússlands. New York Times greinir frá því að Natalía V. Veselnitskaya, rússneski lögmaðurinn sem fundaði með Donald Trump yngri, Jared Kushner, tengdasyni þáverandi forsetaframbjóðandans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, í júní í fyrra hafi áður deilt ásökunum sínum um meint ólöglegt framferði einstaklinga sem tengjast Demókrataflokknum með Júrí Y. Tsjaíka, ríkissaksóknara Rússlands. Ásakanirnar voru afrakstur rannsóknar Veselnitskaya á bandarískum auðjöfrum og fjárhagslegum bakhjörlum Demókrataflokksins. Þeir eiga að hafa gerst sekir um fjársvik og skattaundanskot í Rússlandi. Veselnitskaya hefur fram að þessu haldið því að hún hafi fundað með framboði Trump algerlega að eigin hvötum og grefur frásögn New York Times undan þeim fullyrðingum. Blaðið segir ennfremur að þetta sýni að loforð Veselnitskaya um að færa framboðinu skaðlegar upplýsingar um Clinton hafi að minnsta kosti að hluta til byggst á staðreyndum.Sömu ásökunum komið í hendur þingmanna repúblikanaÍ frétt New York Times kemur ennfremur fram að Veselnitskaya og Tsjaíka hafi í sameiningu komið gögnum um ásakanirnar á hendur styrktaraðilum Demókrataflokksins til sendinefndar bandarískra þingmanna í Moskvu í apríl í fyrra. Blaðið segir að skjal sem Dana Rohrabacher, þingmaður Repúblikanaflokksins sem þykir sérlega hallur undir Rússland, hafi fengið þá sé að mörgu leyti samhljóða því sem Veselnitskaya hafi komið með á fundinn með Trump yngri, Kushner og Manafort tveimur mánuðum síðar. Trump og félagar hafa ítrekað vísað ásökunum um samráð við Rússa á bug. Sá fundur er á meðal þess sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, kannar í tengslum við rannsókn sína á tilraunum rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar í fyrra og hvort að þau hafi átt í samráði við framboð Trump. Trump yngri var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton frá rússneska lögmanninum sem var lýst fyrir honum sem lið í herferð rússneskra stjórnvalda til að tryggja föður hans sigur. Því boði svaraði sonur þáverandi forsetaframbjóðandans: „Ég elska það!“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48 „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstana Í póstunum segir berum orðum að fundurinn sé til að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. 11. júlí 2017 16:30 Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14 Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32
Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48
„Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstana Í póstunum segir berum orðum að fundurinn sé til að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. 11. júlí 2017 16:30
Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14
Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent