Telur lög ekki brotin með SMS sendingum Hersir Aron Ólafsson skrifar 28. október 2017 19:30 Kosningastjóri Flokks fólksins þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin þegar almenningi var sendur áróður í smáskilaboðum í nafni flokksins. Fleiri flokkar hafa einnig sent slík skilaboð í aðdraganda kosninga í dag og í gær. Stafrænn áróður hefur verið áberandi í kosningabaráttunni, bæði af hálfu flokkanna sjálfra og hulduhópa á netinu.Ljóst að talsverðir fjármunir eru lagðir í áróðurinn Áróður á samfélagsmiðlum hefur tröllriðið þeirri stuttu en snörpu kosningabaráttu sem nú ríður yfir. Fjölmargar síður hafa sprottið upp á Facebook þar sem ýmsar syndir frambjóðenda eru tíundaðar og kjósendum gefin skilaboð um hvað þeir eigi alls ekki að kjósa. Myndböndin beinast fyrst og fremst að frambjóðendum Vinstri Grænna og Samfylkingar í aðra áttina og frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í hina. Sérstaka athygli fá formennirnir Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson. Áróðurinn er jafnan nafnlaus og litlar upplýsingar að finna á vefsíðunum, þó á stöku stað komi fram að um sjálfstæða og óháða vefi sé að ræða. Mörg áróðursmyndbandanna birtast sem auglýsingar áður en horft er á efni á Youtube. Greiða þarf fyrir hverja birtingu á slíkum auglýsingum og því ljóst að talsverðir fjármunir eru lagðir í áróðurinn. Við Fésbókarsíðurnar hafa fjölmargir sett „like“, eða allt frá nokkur hundruð og upp í nokkur þúsund manns.Sendingar flokkanna teljist til „óumbeðinna fjarskipta“ Áróðurinn er þó ekki bara nafnlaus, heldur hafa flokkarnir sjálfir keppst við að nýta sér stafræna miðla í kosningabaráttunni. Nokkrir þeirra hafa hins vegar einnig sent áróður í SMS skilaboðum sem hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð, en þannig hafa Fréttastofu borist ábendingar um slíkt hjá Flokki fólksins, Miðflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Telja má að slíkar sendingar teljist til svokallaðra „óumbeðinna fjarskipta“ sem bönnuð eru skv. 46. gr. laga um fjarskipti. Edith Alvarsdóttir, kosningastjóri Flokks fólksins, segir flokkinn hafa keypt þjónustu af fyrirtækinu 1819, sem hafi fullyrt að ekki væri um lögbrot að ræða. Þá ítrekar Edith að engra símanúmera eða upplýsinga um kjósendur hafi verið aflað af flokknum, heldur hafi framkvæmdin alfarið verið í höndum fyrirtækisins. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Kosningastjóri Flokks fólksins þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin þegar almenningi var sendur áróður í smáskilaboðum í nafni flokksins. Fleiri flokkar hafa einnig sent slík skilaboð í aðdraganda kosninga í dag og í gær. Stafrænn áróður hefur verið áberandi í kosningabaráttunni, bæði af hálfu flokkanna sjálfra og hulduhópa á netinu.Ljóst að talsverðir fjármunir eru lagðir í áróðurinn Áróður á samfélagsmiðlum hefur tröllriðið þeirri stuttu en snörpu kosningabaráttu sem nú ríður yfir. Fjölmargar síður hafa sprottið upp á Facebook þar sem ýmsar syndir frambjóðenda eru tíundaðar og kjósendum gefin skilaboð um hvað þeir eigi alls ekki að kjósa. Myndböndin beinast fyrst og fremst að frambjóðendum Vinstri Grænna og Samfylkingar í aðra áttina og frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í hina. Sérstaka athygli fá formennirnir Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson. Áróðurinn er jafnan nafnlaus og litlar upplýsingar að finna á vefsíðunum, þó á stöku stað komi fram að um sjálfstæða og óháða vefi sé að ræða. Mörg áróðursmyndbandanna birtast sem auglýsingar áður en horft er á efni á Youtube. Greiða þarf fyrir hverja birtingu á slíkum auglýsingum og því ljóst að talsverðir fjármunir eru lagðir í áróðurinn. Við Fésbókarsíðurnar hafa fjölmargir sett „like“, eða allt frá nokkur hundruð og upp í nokkur þúsund manns.Sendingar flokkanna teljist til „óumbeðinna fjarskipta“ Áróðurinn er þó ekki bara nafnlaus, heldur hafa flokkarnir sjálfir keppst við að nýta sér stafræna miðla í kosningabaráttunni. Nokkrir þeirra hafa hins vegar einnig sent áróður í SMS skilaboðum sem hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð, en þannig hafa Fréttastofu borist ábendingar um slíkt hjá Flokki fólksins, Miðflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Telja má að slíkar sendingar teljist til svokallaðra „óumbeðinna fjarskipta“ sem bönnuð eru skv. 46. gr. laga um fjarskipti. Edith Alvarsdóttir, kosningastjóri Flokks fólksins, segir flokkinn hafa keypt þjónustu af fyrirtækinu 1819, sem hafi fullyrt að ekki væri um lögbrot að ræða. Þá ítrekar Edith að engra símanúmera eða upplýsinga um kjósendur hafi verið aflað af flokknum, heldur hafi framkvæmdin alfarið verið í höndum fyrirtækisins.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira