Innlent

Konum fækkar mikið á þingi og elsti þingmaður lýðveldistímans að ná kjöri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá kosningavöku Sjálfstæðisflokksins en aðeins fjórar konur ná kjöri fyrir flokkinn eins og staðan er núna, rétt fyrir klukkan fjögur á kosninganótt.
Frá kosningavöku Sjálfstæðisflokksins en aðeins fjórar konur ná kjöri fyrir flokkinn eins og staðan er núna, rétt fyrir klukkan fjögur á kosninganótt. vísir/ernir
Verði niðurstaða kosninganna í samræmi við stöðuna eins og hún er núna mun konum fækka mikið á Alþingi frá því sem var á seinasta kjörtímabili.

Þá höfðu aldrei eins margar konur náð kjöri, eða alls 30, en nú eru 23 konur inni á þingi miðað við nýjustu tölur klukkan þrjú í nótt. Það þýðir að 40 karlar muni ná kjöri og verður kynjahlutfallið þá 63 prósent karlar á móti 37 prósent konum. Á síðasta kjörtímabili var hlutfall kvenna hins vegar 48 prósent.

Af þeim þingmönnum sem eru inni núna er Halldór Gunnarsson í Holti elsti þingmaðurinn sem nær kjöri en hann er jöfnunarþingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðausturkjördæmi.

 

Halldór er 76 ára, 9 mánaða og 14 daga og verður elsti þingmaður lýðveldistímans nái hann kjöri. Sitji hann út kjörtímabilið slær hann met Sighvats Árnasonar sem var tæplega 79 ára þegar hann lauk þingsetu í ágúst 1902. Halldór yrði því elsti þingmaður Íslandssögunnar klári hann kjörtímabilið.

Alls 16  þingmenn missa sæti sín á þingi miðað við stöðuna eins og hún er nú, þar á meðal Teitur Björn Einarsson, Hildur Sverrisdóttir, Pawel Bartoszek, Andrés Ingi Jónsson og Gunnar Hrafn Jónsson.

Uppfært klukkan 04:04: Hlutirnir gerast hratt á kosninganótt og nú er Halldór í Holti dottinn út af þingi. Það verður spennandi að sjá hvort að hann nái kjöri og verði þar með elsti þingmaðurinn til að ná kjöri á lýðveldistímanum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×