Innlent

Sigmundur sagði Framsóknarflokkinn hafa treyst á Miðflokksmann til að leiða hann til sigurs

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð á kosningavökunni fyrr í kvöld.
Sigmundur Davíð á kosningavökunni fyrr í kvöld. vísir/anton brink
Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á kosningavöku Miðflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ávarpaði flokksmenn núna á öðrum tímanum í nótt.

Hann sagði við gesti á kosningavökunni að þau væru saman í því að móta Íslandssöguna. Þá sagði Sigmundur Lilju Alfreðsdóttur, varaformann Framsóknarflokksins, vera bandamann Miðflokksins.

 

„Við erum stjórnmálaafl, ekki bara flokkur, heldur afl, hreyfing og erum nú þegar byrjuð að leggja línurnar í stjórnmálalífinu á Íslandi. Við erum byrjuð að hafa áhrif og þið getið rétt ímyndað ykkur hvaða áhrif við munum hafa í framhaldinu,“ sagði Sigmundur.

Hann sagði helstu keppinauta flokksins í kosningum hafa verið Sjálfstæðisflokkinn, Flokk fólksins og svo auðvitað Framsóknarflokkinn.

„Hvað sjáum við svo í kvöld? Við sjáum viðsnúning á einum sólarhring. Á sama tíma er Sjálfstæðisflokkurinn að verja sína stöðu og vinna varnarsigur. Á sama tíma er Framsóknarflokkurinn, með því að nota bandamann okkar, Lilju Alfreðsdóttur, sem sitt helsta útspil í kosningabaráttunni og treysta á Miðflokksmanninn í Framsóknarflokknum til að leiða hann til sigurs, að ná ágætis árangri. Að vísu minnsta fylgi sem Framsóknarflokkurinn hefur fengið í 100 ár en samt ágætis árangur,“ sagði Sigmundur og uppskar dynjandi lófaklapp og hlátur.

Ræðu Sigmundar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.