Erlent

Upprættu mansalshring með aðstoð íslenskra lögreglumanna

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vísir/Eyþór
Íslenskir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðum þriggja ríkja sem leiddu til upprætingar mansalshrings. Á vef Europol segir að hringurinn hafi samanstaðið af Sýrlendingum og Írökum sem höfðu flutt fólk frá Suður-Evrópu til Finnlands. Þaðan var fólkið flutt áfram til Bandaríkjanna með viðkomu á Íslandi eða í Mexíkó.

Finnskir lögreglumenn handtóku fjóra menn bendlaða við mansalshringinn og framkvæmdu fjórar húsleitir á dögunum. Lagt var hald á fjölda farsíma, harða diska og minniskubba. Þá fannst einnig umtalsvert af fjármunum, sem komið var fyrir í plastbokum, við húsleitirnar fjórar .

Ásamt íslenskum löggæsluyfirvöldum komu finnskir og bandarískir landamæraverðir, sem og innflytjenda- og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, að aðgerðunum. Þá veitti mansalsmiðstöð Europol upplýsingar og aðstoðaði við greiningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×