Erlent

Upprættu mansalshring með aðstoð íslenskra lögreglumanna

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vísir/Eyþór

Íslenskir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðum þriggja ríkja sem leiddu til upprætingar mansalshrings. Á vef Europol segir að hringurinn hafi samanstaðið af Sýrlendingum og Írökum sem höfðu flutt fólk frá Suður-Evrópu til Finnlands. Þaðan var fólkið flutt áfram til Bandaríkjanna með viðkomu á Íslandi eða í Mexíkó.

Finnskir lögreglumenn handtóku fjóra menn bendlaða við mansalshringinn og framkvæmdu fjórar húsleitir á dögunum. Lagt var hald á fjölda farsíma, harða diska og minniskubba. Þá fannst einnig umtalsvert af fjármunum, sem komið var fyrir í plastbokum, við húsleitirnar fjórar .

Ásamt íslenskum löggæsluyfirvöldum komu finnskir og bandarískir landamæraverðir, sem og innflytjenda- og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, að aðgerðunum. Þá veitti mansalsmiðstöð Europol upplýsingar og aðstoðaði við greiningar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.