Fótbolti

Pep: Barcelona hefði ekki átt að spila leikinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pep Guardiola.
Pep Guardiola. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Man. City og fyrrum þjálfari Barcelona, er ósáttur við að Barcelona hafi spilað gegn Las Palmas í gær fyrir framan enga áhorfendur.

Spænska knattspyrnusambandið neitaði að fresta leiknum þrátt fyrir átökin í borginni í gær. Þess í stað var ákveðið að spila fyrir framan tóma stúku.

„Ég hefði aldrei samþykkt að spila þennan leik. Ef það hefði þurft að spila þá aldrei fyrir framan tóma stúku. Það hefði átt að hleypa fólkinu inn þó svo það yrðu afleiðingar,“ sagði Guardioa.

Hann er harður talsmaður fyrir sjálfstæði Katalóníu og er eðilega ekki ánægður með gjörðir stjórnvalda í gær.


Tengdar fréttir

Pique býðst til þess að hætta í landsliðinu

Sjálfstæðisbarátta Katalónuíu-búa heldur áfram að taka á sig nýjar myndir og sú nýjasta er sú að varnarmaðurinn Gerard Pique hefur boðist til þess að hætta að spila með spænska landsliðinu.

Börsungar skoruðu þrjú í þögninni

Barcelona er með fullt hús stiga eftir sjö umferðir í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir öruggan 3-0 sigur á Las Palmas á Nou Camp í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×