Fótbolti

Pique býðst til þess að hætta í landsliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pique í landsleik.
Pique í landsleik. vísir/getty
Sjálfstæðisbarátta Katalónuíu-búa heldur áfram að taka á sig nýjar myndir og sú nýjasta er sú að varnarmaðurinn Gerard Pique hefur boðist til þess að hætta að spila með spænska landsliðinu.

Pique hefur tekið virkan þátt í baráttu Katalóníubúa en allt logaði í illdeilum í Barcelona í gær er íbúar þar kusu um sjálfstæði.

„Ég tel mig geta spilað áfram en ef knattspyrnusambandið telur vera mína í landsliðinu vera vandamál þá get ég hætt. Ég mun þá yfirgefa landsliðið fyrir HM á næsta ári,“ sagði Börsungurinn Pique.

„Það eru margir á móti því sem gengur á núna og trúa á lýðræði.“

Pique er búinn að spila 91 landsleik fyrir Spánverja og hefur oftar en ekki leikið í hjarta varnar landsliðsins við hlið Sergio Ramos sem leikur með Real Madrid. Þeim hefur ekki alltaf verið vel til vina.

Stuðningsmenn spænska landsliðsins sem styðja ekki sjálfstæðisbaráttu Katalóníu hafa baulað á Pique í landsleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×