Erlent

Meina þingi Katalóníu að koma saman

Samúel Karl Ólason skrifar
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segir að sjálfstæðisyfirlýsing Katalóníu gæti haft alvarlegar afleiðingar.
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segir að sjálfstæðisyfirlýsing Katalóníu gæti haft alvarlegar afleiðingar. Vísir/AFP
Stjórnarskrárréttur Spánar hefur bannað þingi Katalóníu að koma saman á mánudaginn. Forseti Katalóníu hefur heitið því að þingið muni ræða sjálfstæðisyfirlýsingu á næstu dögum en en forsætisráðherra Spánar segir að slíkt myndi einungis valda meiri skaða.

Atkvæðagreiðslan umdeilda fór fram á sunnudaginn en viðbrögð stjórnvalda Spánar voru harkaleg. Lögregluþjónar í óeirðarbúningum beittu kylfum og gúmmíkúlum gegn kjósendum og mótmælendum. Aðgerðir lögreglu hafa verið gagnrýndar víða um heim samkvæmt frétt Reuters. Rúmlega 900 manns slösuðust



Sjá einnig: Átök í Katalóníu



Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, segist ekki óættast að enda í fangelsi fyrir skipulagningu atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. Hann ætlaði að fara fram á að þingið lýsti yfir sjálfstæði á mánudaginn.

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segir að sjálfstæðisyfirlýsing Katalóníu gæti haft alvarlegar afleiðingar.

„Besta lausnin er að snúa aftur til laganna og að fá staðfestingu á því að einhliða sjálfstæðisyfirlýsing verði ekki lögð fram, því þannig væri hægt að komast hjá frekari skaða,“ sagði Rajoy í viðtali við spænskan fjölmiðil samkvæmt frétt Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×