Fyrrverandi embættismenn sameinast gegn hóteli á grafreit Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. október 2017 06:00 Rífa á viðbyggingu sem reist var 1967 og byggja nýtt hús sem nær dýpra ofan í grafreitinn. Vísir/anton brink „Ég mótmæli harðlega þeim svívirðilegu gjörðum að ætla að fara að reisa hótel ofan á beinum forfeðra okkar í Víkurkirkjugarði,“ segir Steinunn Steinars í einu þeirra bréfa sem borist hafa Reykjavíkurborg vegna áforma um nýtt 160 herbergja hótel á Landsímareitnum. Flestum sem senda inn athugasemdir rennur til rifja að heimila eigi að rífa viðbyggingu frá 1967 framan við Landsímahúsið og leyfa þar í staðinn nýbyggingu með kjallara ofan í grafreitinn í svokölluðum Víkurgarði þar sem fólk var grafið allt frá því skömmu eftir landnám og fram á nítjándu öld.Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður.vísir/anton brink„Póstur og sími leitaðist eftir sambærilegri stækkun til suðurs 1966 með kjallara, en ríkisstjórnin bannaði þá framkvæmd. Ekki er vitað til þess að sú ákvörðun hafi verið afturkölluð. Ef Reykjavíkurborg tekst ekki að sýna fram á afturköllun ákvörðunarinnar stendur hún enn þann dag í dag,“ segir í bréfi Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns fyrir hönd fimm manna hóps. Í þessum hópi eru Friðrik Ólafsson, fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, séra Þórir Stephensen, fyrrverandi staðarhaldari í Viðey, Hjörleifur Stefánsson arkitekt, Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður, og Helgi Þorláksson, sagnfræðingur og prófessor emerítus við Háskóla Íslands. Í bréfi hópsins telur Ragnar Aðalsteinsson upp fjölmarga lagalega agnúa á því að af framkvæmdinni geti orðið. „Við sjáum fyrst hver viðbrögðin verða við þessum athugasemdum og síðan verður metið hvort farið verður í mál,“ segir Helgi Þorláksson. Slík málshöfðun yrði þá gerð af hálfu sóknarnefndar dómkirkjunnar sem einnig mótmælir hótelbyggingunni harðlega með yfirlýsingu. „Telji Reykjavíkurborg sig hafa heimildir til að ráðstafa landi kirkjugarðsins, þá skorar sóknarnefnd á hana að gera grein fyrir heimildum sínum,“ segir í yfirlýsingunni. Fjölmargir aðrir sendu inn athugasemdir. „Bein voru flutt burt úr garðinum í fyrra, bæði leifar af beinagrindum en líka um 20 heillegar beinagrindur í heillegum kistum til að rýma fyrir hinni nýju byggingu sem er ætluð fyrir hótel. Meðferð af þessu tagi á þekktum kirkjugarði frá seinni öldum stríðir gegn venjum, almennum viðhorfum, reglum og lögum,“ segir til dæmis í bréfi sjö manna hóps karla og kvenna sem Helgi Þorláksson tilheyrir reyndar einnig.Verðandi gestir eiga að ganga um Víkurgarð frá Aðalstræti til að komast að nýja hótelinu.vísir/anton brinkEftir mótmæli frá Alþingi var fallið frá því að hafa inngang nýja hótelsins frá Kirkjustræti í suðri og hafa hann þess í stað til vesturs í gegn um Víkurgarð að Aðalstræti. „Við mótmælum að Víkurgarður sé gerður að forgarði fyrirhugaðs hótels, það mun verða dauðadómur yfir garðinum sem almenningsrými,“ segir enn fremur í bréfi sjömenninganna sem kalla sig BIN hópinn – Björgum Ingólfstorgi og Nasa. „Mér sýnist þetta vera ein hringavitleysa allt saman, þessar hugmyndir með þetta hótel og aðkomuna að því,“ segir Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður. „Hér gefst kjörið tækifæri fyrir ráðamenn Reykjavíkurborgar að sýna fram á að þeir séu ekki jafn átakafælnir og þeim er oft núið um nasir þegar úrelt skipulag tekur af þeim völdin,“ segir í athugasemd frá Bolla Héðinssyni, hagfræðingi og háskólakennara, sem leggur áherslu á skipulagsleg rök eins og skuggavarp. „Ekki ætti að þurfa að fjölyrða um mikilvægi Austurvallar sem staðar fyrir almenning að koma saman á og njóta þeirrar sólar sem þar býðst.“ Athugasemdirnar sem bárust voru lagðar fram til kynningar á síðasta embættisfundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur ásamt tillögu hönnuða um byggingu hótelsins en málið á enn eftir að koma til ákvörðunar í hinu pólitíska umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar. gar@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
„Ég mótmæli harðlega þeim svívirðilegu gjörðum að ætla að fara að reisa hótel ofan á beinum forfeðra okkar í Víkurkirkjugarði,“ segir Steinunn Steinars í einu þeirra bréfa sem borist hafa Reykjavíkurborg vegna áforma um nýtt 160 herbergja hótel á Landsímareitnum. Flestum sem senda inn athugasemdir rennur til rifja að heimila eigi að rífa viðbyggingu frá 1967 framan við Landsímahúsið og leyfa þar í staðinn nýbyggingu með kjallara ofan í grafreitinn í svokölluðum Víkurgarði þar sem fólk var grafið allt frá því skömmu eftir landnám og fram á nítjándu öld.Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður.vísir/anton brink„Póstur og sími leitaðist eftir sambærilegri stækkun til suðurs 1966 með kjallara, en ríkisstjórnin bannaði þá framkvæmd. Ekki er vitað til þess að sú ákvörðun hafi verið afturkölluð. Ef Reykjavíkurborg tekst ekki að sýna fram á afturköllun ákvörðunarinnar stendur hún enn þann dag í dag,“ segir í bréfi Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns fyrir hönd fimm manna hóps. Í þessum hópi eru Friðrik Ólafsson, fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, séra Þórir Stephensen, fyrrverandi staðarhaldari í Viðey, Hjörleifur Stefánsson arkitekt, Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður, og Helgi Þorláksson, sagnfræðingur og prófessor emerítus við Háskóla Íslands. Í bréfi hópsins telur Ragnar Aðalsteinsson upp fjölmarga lagalega agnúa á því að af framkvæmdinni geti orðið. „Við sjáum fyrst hver viðbrögðin verða við þessum athugasemdum og síðan verður metið hvort farið verður í mál,“ segir Helgi Þorláksson. Slík málshöfðun yrði þá gerð af hálfu sóknarnefndar dómkirkjunnar sem einnig mótmælir hótelbyggingunni harðlega með yfirlýsingu. „Telji Reykjavíkurborg sig hafa heimildir til að ráðstafa landi kirkjugarðsins, þá skorar sóknarnefnd á hana að gera grein fyrir heimildum sínum,“ segir í yfirlýsingunni. Fjölmargir aðrir sendu inn athugasemdir. „Bein voru flutt burt úr garðinum í fyrra, bæði leifar af beinagrindum en líka um 20 heillegar beinagrindur í heillegum kistum til að rýma fyrir hinni nýju byggingu sem er ætluð fyrir hótel. Meðferð af þessu tagi á þekktum kirkjugarði frá seinni öldum stríðir gegn venjum, almennum viðhorfum, reglum og lögum,“ segir til dæmis í bréfi sjö manna hóps karla og kvenna sem Helgi Þorláksson tilheyrir reyndar einnig.Verðandi gestir eiga að ganga um Víkurgarð frá Aðalstræti til að komast að nýja hótelinu.vísir/anton brinkEftir mótmæli frá Alþingi var fallið frá því að hafa inngang nýja hótelsins frá Kirkjustræti í suðri og hafa hann þess í stað til vesturs í gegn um Víkurgarð að Aðalstræti. „Við mótmælum að Víkurgarður sé gerður að forgarði fyrirhugaðs hótels, það mun verða dauðadómur yfir garðinum sem almenningsrými,“ segir enn fremur í bréfi sjömenninganna sem kalla sig BIN hópinn – Björgum Ingólfstorgi og Nasa. „Mér sýnist þetta vera ein hringavitleysa allt saman, þessar hugmyndir með þetta hótel og aðkomuna að því,“ segir Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður. „Hér gefst kjörið tækifæri fyrir ráðamenn Reykjavíkurborgar að sýna fram á að þeir séu ekki jafn átakafælnir og þeim er oft núið um nasir þegar úrelt skipulag tekur af þeim völdin,“ segir í athugasemd frá Bolla Héðinssyni, hagfræðingi og háskólakennara, sem leggur áherslu á skipulagsleg rök eins og skuggavarp. „Ekki ætti að þurfa að fjölyrða um mikilvægi Austurvallar sem staðar fyrir almenning að koma saman á og njóta þeirrar sólar sem þar býðst.“ Athugasemdirnar sem bárust voru lagðar fram til kynningar á síðasta embættisfundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur ásamt tillögu hönnuða um byggingu hótelsins en málið á enn eftir að koma til ákvörðunar í hinu pólitíska umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar. gar@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira