Fótbolti

Tólf sigrar og þrjú jafntefli í síðustu 15 heimaleikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku strákarnir hafa oft haft ástæðu til að fagna á Laugardalsvellinum á undanförnum árum.
Íslensku strákarnir hafa oft haft ástæðu til að fagna á Laugardalsvellinum á undanförnum árum. vísir/eyþór

Íslenska karlalandsliðið hefur ekki tapað leik á Laugardalsvelli síðan 7. júní 2013. Ísland laut þá í lægra haldi fyrir Slóv­eníu, 2-4, í undankeppni HM 2014.

Síðan þá hefur Ísland leikið 15 leiki á Laugardalsvelli; unnið 12 og gert þrjú jafntefli. Tólf af þessum 15 leikjum hafa verið í undankeppni HM og EM. Níu þeirra hafa unnist og þrír endað með jafntefli.

Varnarleikur Íslands í þessum 15 heimaleikjum hefur verið framúrskarandi. Íslenska liðið hefur haldið 11 sinnum hreinu í þessum 15 leikjum og aðeins fengið á sig sex mörk. Markatalan er 27-6.

Ísland hefur unnið alla fjóra heimaleiki sína í undankeppni HM 2018 með markatölunni 8-2.


Tengdar fréttir

Hefðum alltaf tekið þessa stöðu

Aron Einar Gunnarsson leikur sinn 75. landsleik þegar Ísland tekur á móti Kósovó í kvöld. Fyrirliðinn er klár í slaginn. Hann segir að íslenska liðið sé komið með mikla reynslu af úrslitaleikjum sem þessum.

Enginn í leikbanni á morgun

Enginn leikmaður Íslenska landsliðsins verður í leikbanni á morgun þegar Íslands tekur á móti Kosovó í einum mikilvægasta leik landsliðsins frá upphafi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.