Fótbolti

Heimir kallar eftir nýjum þjóðarleikvangi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heimir á blaðamannafundinum í dag.
Heimir á blaðamannafundinum í dag. vísir/ernir
Heimir Hallgrímsson segir leiðinlegt að ekki fleiri geti séð íslenska landsliðið gegn því kósovóska á Laugardalsvelli á morgun.

Það seldist upp á leikinn á örskotsstundu og færri komust að en vildu.

„Við reynum bara að koma til móts við þá sem komast ekki á leikinn með því að eiga góða sjónvarpsframmistöðu,“ sagði Heimir léttur á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í morgun.

„Þetta er auðvitað hundleiðinlegt á svona stórum stundum. Vonandi horfir sú ríkisstjórn sem tekur við í það að byggja stærri völl því þetta lið er ekki að fara að gefa eftir næstu árin.“

Heimir segir mikilvægt að Ísland eignist alvöru heimavöll.

„Það er mikilvægt að við eigum alvöru þjóðarleikvang fyrir jafn stórt sameiningartákn og þessir strákar eru,“ sagði Heimir.

Blaðamannafundinn í heild sinni má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Enginn í leikbanni á morgun

Enginn leikmaður Íslenska landsliðsins verður í leikbanni á morgun þegar Íslands tekur á móti Kosovó í einum mikilvægasta leik landsliðsins frá upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×