Hefðum alltaf tekið þessa stöðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2017 06:00 Aron Einar Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu eru klárir í bátana fyrir leikinn mikilvæga gegn Kósovó. Sigur kemur Íslandi á HM. vísir/ernir Aron Einar Gunnarsson hefur glímt við meiðsli að undanförnu en lék fyrstu 65 mínúturnar í sigrinum frækna á Tyrklandi á föstudaginn. Landsliðsfyrirliðinn segist vera í góðu ásigkomulagi og klár í bátana fyrir leikinn mikilvæga gegn Kósovó í kvöld. „Staðan er mjög góð. Ég er stífur eins og gerist þegar maður er ekki búinn að æfa eða spila í tvær vikur. Ég náði góðri endurheimt í gær og hlakka til að undirbúa leikinn gegn Kósovó,“ sagði Aron Einar í samtali við Fréttablaðið í gær. Íslensku leikmennirnir séu komnir aftur niður á jörðina eftir sigurinn á Tyrkjum. „Jájá, við höfum verið í þessu svo lengi og erum vanir þessum úrslitaleikjum. Þetta er það reynslumikill og góður hópur að við vitum hvað þarf að gera. Þetta er bara annað verkefni, næsta skref sem við þurfum að taka og við gerum það saman,“ sagði Aron Einar. Þetta er í þriðja sinn á síðustu árum sem Ísland er í stöðu til að tryggja sér annaðhvort sæti á stórmóti eða sæti í umspili. Haustið 2013 tryggðu Íslendingar sér sæti í umspili um sæti á HM 2014 með því að gera jafntefli við Norðmenn. Tveimur árum síðar tryggðu strákarnir okkar sér farseðilinn á EM í Frakklandi með markalausu jafntefli við Kasakstan. Íslenska liðið hefur því reynslu af svona leikjum. „Það eru ekki bara þessir leikir. Þetta eru búnir að vera úrslitaleikir síðustu þrjú ár þannig að við höfum ágæta reynslu af svona leikjum. Við þurfum bara að vera skipulagðir, spila okkar leik og passa að fara ekki fram úr okkur,“ sagði Aron Einar. Líkt og landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson talar Aron Einar af mikilli virðingu um Kósovó, sem er yngsta landslið Evrópu og er að taka þátt í sinni fyrstu undankeppni. Ísland vann fyrri leikinn gegn Kósovó, 1-2, en þurfti að hafa mikið fyrir þeim sigri. „Það sást að þetta var ekki auðveldur leikur fyrir okkur. Það hefur verið stígandi í þeirra leik og það ber að varast. Við þurfum að eiga góðan leik til að klára þetta lið,“ sagði Aron Einar sem viðurkennir samt að íslenska liðið sé í kjörstöðu; að þurfa „bara“ að vinna neðsta lið riðilsins til að komast á HM. „Við hefðum alltaf tekið þessa stöðu. Það góða er að þetta er í okkar höndum og við þurfum ekki að treysta á neina aðra. Við þurfum bara að klára okkar verkefni og mæta þeim af krafti.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundurinn fyrir Kósovó-leikinn | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í morgun. 8. október 2017 12:00 Aron Einar klár í slaginn | Björn Bergmann frá vegna meiðsla Allir leikmenn íslenska landsliðsins eru klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Kósovó á morgun, fyrir utan Björn Bergmann Sigurðarson sem er meiddur. 8. október 2017 11:38 Heimir hrósaði starfsliðinu: Þvoði á nóttunni í Tyrklandi Heimir Hallgrímsson bar mikið lof á starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í morgun. 8. október 2017 17:01 Finnska hetjan með skilaboð: „Nú er komið að ykkur“ Nýjasta þjóðhetja Íslendinga, Pyry Soiri, óskar Íslendingum alls hins besta í leiknum gegn Kósóvó á morgun í nýju myndbandi á Twitter í dag. 8. október 2017 14:13 Enginn í leikbanni á morgun Enginn leikmaður Íslenska landsliðsins verður í leikbanni á morgun þegar Íslands tekur á móti Kosovó í einum mikilvægasta leik landsliðsins frá upphafi. 8. október 2017 09:00 Þjálfari Kósovó: Sagði að Ísland myndi vinna riðilinn Kosovó mætir Íslandi í lokaumferð undankeppni HM 2018 á morgun á Laugardalsvelli og sat þjálfari Kosovó, Albert Bunjaki, fyrir svörum á blaðamannafundi í kvöld. 8. október 2017 21:45 Heimir kallar eftir nýjum þjóðarleikvangi Heimir Hallgrímsson segir leiðinlegt að ekki fleiri geti séð íslenska landsliðið gegn því kósovóska á Laugardalsvelli á morgun. 8. október 2017 19:30 Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson hefur glímt við meiðsli að undanförnu en lék fyrstu 65 mínúturnar í sigrinum frækna á Tyrklandi á föstudaginn. Landsliðsfyrirliðinn segist vera í góðu ásigkomulagi og klár í bátana fyrir leikinn mikilvæga gegn Kósovó í kvöld. „Staðan er mjög góð. Ég er stífur eins og gerist þegar maður er ekki búinn að æfa eða spila í tvær vikur. Ég náði góðri endurheimt í gær og hlakka til að undirbúa leikinn gegn Kósovó,“ sagði Aron Einar í samtali við Fréttablaðið í gær. Íslensku leikmennirnir séu komnir aftur niður á jörðina eftir sigurinn á Tyrkjum. „Jájá, við höfum verið í þessu svo lengi og erum vanir þessum úrslitaleikjum. Þetta er það reynslumikill og góður hópur að við vitum hvað þarf að gera. Þetta er bara annað verkefni, næsta skref sem við þurfum að taka og við gerum það saman,“ sagði Aron Einar. Þetta er í þriðja sinn á síðustu árum sem Ísland er í stöðu til að tryggja sér annaðhvort sæti á stórmóti eða sæti í umspili. Haustið 2013 tryggðu Íslendingar sér sæti í umspili um sæti á HM 2014 með því að gera jafntefli við Norðmenn. Tveimur árum síðar tryggðu strákarnir okkar sér farseðilinn á EM í Frakklandi með markalausu jafntefli við Kasakstan. Íslenska liðið hefur því reynslu af svona leikjum. „Það eru ekki bara þessir leikir. Þetta eru búnir að vera úrslitaleikir síðustu þrjú ár þannig að við höfum ágæta reynslu af svona leikjum. Við þurfum bara að vera skipulagðir, spila okkar leik og passa að fara ekki fram úr okkur,“ sagði Aron Einar. Líkt og landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson talar Aron Einar af mikilli virðingu um Kósovó, sem er yngsta landslið Evrópu og er að taka þátt í sinni fyrstu undankeppni. Ísland vann fyrri leikinn gegn Kósovó, 1-2, en þurfti að hafa mikið fyrir þeim sigri. „Það sást að þetta var ekki auðveldur leikur fyrir okkur. Það hefur verið stígandi í þeirra leik og það ber að varast. Við þurfum að eiga góðan leik til að klára þetta lið,“ sagði Aron Einar sem viðurkennir samt að íslenska liðið sé í kjörstöðu; að þurfa „bara“ að vinna neðsta lið riðilsins til að komast á HM. „Við hefðum alltaf tekið þessa stöðu. Það góða er að þetta er í okkar höndum og við þurfum ekki að treysta á neina aðra. Við þurfum bara að klára okkar verkefni og mæta þeim af krafti.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundurinn fyrir Kósovó-leikinn | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í morgun. 8. október 2017 12:00 Aron Einar klár í slaginn | Björn Bergmann frá vegna meiðsla Allir leikmenn íslenska landsliðsins eru klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Kósovó á morgun, fyrir utan Björn Bergmann Sigurðarson sem er meiddur. 8. október 2017 11:38 Heimir hrósaði starfsliðinu: Þvoði á nóttunni í Tyrklandi Heimir Hallgrímsson bar mikið lof á starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í morgun. 8. október 2017 17:01 Finnska hetjan með skilaboð: „Nú er komið að ykkur“ Nýjasta þjóðhetja Íslendinga, Pyry Soiri, óskar Íslendingum alls hins besta í leiknum gegn Kósóvó á morgun í nýju myndbandi á Twitter í dag. 8. október 2017 14:13 Enginn í leikbanni á morgun Enginn leikmaður Íslenska landsliðsins verður í leikbanni á morgun þegar Íslands tekur á móti Kosovó í einum mikilvægasta leik landsliðsins frá upphafi. 8. október 2017 09:00 Þjálfari Kósovó: Sagði að Ísland myndi vinna riðilinn Kosovó mætir Íslandi í lokaumferð undankeppni HM 2018 á morgun á Laugardalsvelli og sat þjálfari Kosovó, Albert Bunjaki, fyrir svörum á blaðamannafundi í kvöld. 8. október 2017 21:45 Heimir kallar eftir nýjum þjóðarleikvangi Heimir Hallgrímsson segir leiðinlegt að ekki fleiri geti séð íslenska landsliðið gegn því kósovóska á Laugardalsvelli á morgun. 8. október 2017 19:30 Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Svona var blaðamannafundurinn fyrir Kósovó-leikinn | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í morgun. 8. október 2017 12:00
Aron Einar klár í slaginn | Björn Bergmann frá vegna meiðsla Allir leikmenn íslenska landsliðsins eru klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Kósovó á morgun, fyrir utan Björn Bergmann Sigurðarson sem er meiddur. 8. október 2017 11:38
Heimir hrósaði starfsliðinu: Þvoði á nóttunni í Tyrklandi Heimir Hallgrímsson bar mikið lof á starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í morgun. 8. október 2017 17:01
Finnska hetjan með skilaboð: „Nú er komið að ykkur“ Nýjasta þjóðhetja Íslendinga, Pyry Soiri, óskar Íslendingum alls hins besta í leiknum gegn Kósóvó á morgun í nýju myndbandi á Twitter í dag. 8. október 2017 14:13
Enginn í leikbanni á morgun Enginn leikmaður Íslenska landsliðsins verður í leikbanni á morgun þegar Íslands tekur á móti Kosovó í einum mikilvægasta leik landsliðsins frá upphafi. 8. október 2017 09:00
Þjálfari Kósovó: Sagði að Ísland myndi vinna riðilinn Kosovó mætir Íslandi í lokaumferð undankeppni HM 2018 á morgun á Laugardalsvelli og sat þjálfari Kosovó, Albert Bunjaki, fyrir svörum á blaðamannafundi í kvöld. 8. október 2017 21:45
Heimir kallar eftir nýjum þjóðarleikvangi Heimir Hallgrímsson segir leiðinlegt að ekki fleiri geti séð íslenska landsliðið gegn því kósovóska á Laugardalsvelli á morgun. 8. október 2017 19:30