„Þið eruð að drepa okkur“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2017 09:00 Aðstoð hefur borist til Puerto Rico en ljóst er að fjölmargir til viðbótar þurfa hjálp. Vísir/GEtty „Við erum að deyja hérna og ég get ekki skilið hvernig öflugasta þjóð heimsins getur ekki ráðið úr þeim vandræðum að koma hjálp til smárrar eyju. Hjálp. Við erum í vandræðum.“ Þetta sagði Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan höfuðborgar Puerto Rico í gær. Fellibylurinn María fór þar yfir í síðust viku og olli gífurlegum skemmdum. Minnst sextán eru látnir og marga skortir helstu nauðsynjar. Donald Trump, forseti, segir viðbrögð stjórnvalda vegna hamfaranna í Puerto Rico vera „ótrúlega“ góð en borgarstjóri San Juan segir íbúa vera að deyja og biður um hjálp.Samkvæmt AP fréttaveitunni fengu þúsundir drykkjarvatn og mat í gær. Fjarskiptum hefur verið komið á aftur á um þriðjungi eyjunnar hafa nærri því helmingur kjörmarkaða opnað aftur að einhverju leyti. Þrátt fyrir það eru enn fjölmargir sem þurfa aðstoð. Trump ræddi við blaðamenn í gær og sagði ljóst að Puerto Rico gæti ekki ráðið við uppbygginguna án aðstoðar. Það væri ekkert eftir á eyjunni. Þó ræddi hann einnig um skuldir eyjunnar og slæmt ásigkomulag innviða þar. „Á endanum mun ríkisstjórn Puerto Rico þurfa að ræða við okkur um hvernig þessi gífurlega mikla uppbygging, og á endanum mun hún verða einhver umfangsmesta uppbygging sögunnar, verður fjármögnuð og skipulögð. Einnig þarf að ræða um hinar miklu skuldir eyjunnar. Þrátt fyrir það munum við ekki hvílast fyrr en íbúar Puerto Rico eru óhultir,“ sagði Trump skömmu áður en hann lagði af stað til golfklúbbar síns í New Jersey. Forsetinn mun verja helginni þar og spilaði hann golf í gærkvöldi. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa verið gagnrýnd harðlega og líkt við viðbrögðum stjórnvalda við fellibylnum Katrina árið 2005. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
„Við erum að deyja hérna og ég get ekki skilið hvernig öflugasta þjóð heimsins getur ekki ráðið úr þeim vandræðum að koma hjálp til smárrar eyju. Hjálp. Við erum í vandræðum.“ Þetta sagði Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan höfuðborgar Puerto Rico í gær. Fellibylurinn María fór þar yfir í síðust viku og olli gífurlegum skemmdum. Minnst sextán eru látnir og marga skortir helstu nauðsynjar. Donald Trump, forseti, segir viðbrögð stjórnvalda vegna hamfaranna í Puerto Rico vera „ótrúlega“ góð en borgarstjóri San Juan segir íbúa vera að deyja og biður um hjálp.Samkvæmt AP fréttaveitunni fengu þúsundir drykkjarvatn og mat í gær. Fjarskiptum hefur verið komið á aftur á um þriðjungi eyjunnar hafa nærri því helmingur kjörmarkaða opnað aftur að einhverju leyti. Þrátt fyrir það eru enn fjölmargir sem þurfa aðstoð. Trump ræddi við blaðamenn í gær og sagði ljóst að Puerto Rico gæti ekki ráðið við uppbygginguna án aðstoðar. Það væri ekkert eftir á eyjunni. Þó ræddi hann einnig um skuldir eyjunnar og slæmt ásigkomulag innviða þar. „Á endanum mun ríkisstjórn Puerto Rico þurfa að ræða við okkur um hvernig þessi gífurlega mikla uppbygging, og á endanum mun hún verða einhver umfangsmesta uppbygging sögunnar, verður fjármögnuð og skipulögð. Einnig þarf að ræða um hinar miklu skuldir eyjunnar. Þrátt fyrir það munum við ekki hvílast fyrr en íbúar Puerto Rico eru óhultir,“ sagði Trump skömmu áður en hann lagði af stað til golfklúbbar síns í New Jersey. Forsetinn mun verja helginni þar og spilaði hann golf í gærkvöldi. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa verið gagnrýnd harðlega og líkt við viðbrögðum stjórnvalda við fellibylnum Katrina árið 2005.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila