„Heimskulega“ samkomulaginu ýtt úr vör Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. september 2017 07:45 Donald Trump og Malcolm Turnbull áttu eitt eftirminnilegasta símtal ársins. Vísir/AFP Þrátt fyrir að Donald Trump hafi sagt samkomulag sem kveður á um að Bandaríkin taki við 1250 flóttamönnum frá Ástralíu vera „heimskulegt“ og „hræðilegt“ var því engu að síður hleypt af stokkunum í dag. Áströlsk stjórnvöld staðfestu í dag að hópur fólks úr flóttamannabúðum undan ströndum Ástralíu verði sendur til Bandaríkjanna á næstu vikum. Flóttamannabúðir Ástrala á eyjunum Nárú og Manus við Papúa Nýju-Gíneu hafa verið harðlega gagnrýndar af mannréttindasamtökum og er þeim lýst sem „helvíti á jörðu“ af þeim sem neyðst hafa til að dvelja þar. Flestir flóttamannanna eru frá Íran, Írak og Sýrlandi og hafa margir hverjir dvalið í búðunum í fjögur ár.Sjá einnig: Trump reiður út í forsætisráðherra Ástralíu Um 25 manns úr hvorum búðum eiga nú von á því að verða flutt til Bandaríkjanna, að loknum ítarlegum prófunum og bakgrunnskönnunum. Þau fengu bréf þess efnis frá bandarískum stjórnvöldum í morgun. „Þessi litli hópur fólks sem fengið hefur svör er mjög hamingjusamur því hann hefur hatað vistina í Ástralíu. Hann vill ólmur komast til Bandaríkjanna þar sem hópurinn telur sig öruggan eftir fjögurra ára ólöglega vist,“ sagði talsmaður flóttamannasamtaka í samtali við fjölmiðla ytra. Hann lýsti tilfinningunni sem ljúfsárri; það væri ánægjulegt að einhverjir væru loks að losna úr búðunum en margir væru ennþá fastir í von og óvon um framhaldið.Ýkjur og tilfinningar Þrátt fyrir að Trump hafi ákveðið að fylgja samkomulaginu eftir gerði hann það með hangandi hendi. Í símtali við Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, skömmu eftir að hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna sagðist hann vera æfur yfir þessu „heimskulega“ samkomulagi. Trump mun hafa sagt Turnbull að Ástralar væru að senda hryðjuverkamenn til Bandaríkjanna og vísaði í árásarmennina í Boston, sem réðust á maraþon þar í borg árið 2013. Þeir voru þó fæddir í Kirgistan og í Rússlandi. Samkvæmt ABC í Ástralíu mun Trump hafa sagt: „Ég vil ekki fá þetta fólk. Þetta á eftir að gera út af við mig. Ég er sú manneskja heims sem er mest á móti því að hleypa fólki inn í landið og nú á ég að samþykkja að taka við 2.000 manns,“ sagði Trump og ýkti fjöldann sem Bandaríkin áttu að taka við. Turnbull hefur lýst yfir ánægju sinni með að Bandaríkin hafi þrátt fyrir það ákveðið að heiðra samkomulagið. Tengdar fréttir Trump vildi þagga niður tal um landamæramúrinn Eftirrit af símtölum Donalds Trump við leiðtoga Mexíkó og Ástralíu ber vott um kergju og óánægju Bandaríkjaforseta út í bandamenn sína. Lofaði hann aftur á móti símtal sitt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 3. ágúst 2017 18:46 Forsætisráðherra Ástralíu gerði stólpagrín að Trump Malcolm Turnbull gerði stólpagrín að Donald Trump á lokuðum kvöldverðarfundi með fjölmiðlamönnum en myndband af ræðu hans lak á netið. 15. júní 2017 20:22 Ætla að standa við „heimskulegt“ samkomulag Bandaríkin munu taka við allt 1.250 hælisleitendum í Ástralíu. 22. apríl 2017 08:03 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Þrátt fyrir að Donald Trump hafi sagt samkomulag sem kveður á um að Bandaríkin taki við 1250 flóttamönnum frá Ástralíu vera „heimskulegt“ og „hræðilegt“ var því engu að síður hleypt af stokkunum í dag. Áströlsk stjórnvöld staðfestu í dag að hópur fólks úr flóttamannabúðum undan ströndum Ástralíu verði sendur til Bandaríkjanna á næstu vikum. Flóttamannabúðir Ástrala á eyjunum Nárú og Manus við Papúa Nýju-Gíneu hafa verið harðlega gagnrýndar af mannréttindasamtökum og er þeim lýst sem „helvíti á jörðu“ af þeim sem neyðst hafa til að dvelja þar. Flestir flóttamannanna eru frá Íran, Írak og Sýrlandi og hafa margir hverjir dvalið í búðunum í fjögur ár.Sjá einnig: Trump reiður út í forsætisráðherra Ástralíu Um 25 manns úr hvorum búðum eiga nú von á því að verða flutt til Bandaríkjanna, að loknum ítarlegum prófunum og bakgrunnskönnunum. Þau fengu bréf þess efnis frá bandarískum stjórnvöldum í morgun. „Þessi litli hópur fólks sem fengið hefur svör er mjög hamingjusamur því hann hefur hatað vistina í Ástralíu. Hann vill ólmur komast til Bandaríkjanna þar sem hópurinn telur sig öruggan eftir fjögurra ára ólöglega vist,“ sagði talsmaður flóttamannasamtaka í samtali við fjölmiðla ytra. Hann lýsti tilfinningunni sem ljúfsárri; það væri ánægjulegt að einhverjir væru loks að losna úr búðunum en margir væru ennþá fastir í von og óvon um framhaldið.Ýkjur og tilfinningar Þrátt fyrir að Trump hafi ákveðið að fylgja samkomulaginu eftir gerði hann það með hangandi hendi. Í símtali við Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, skömmu eftir að hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna sagðist hann vera æfur yfir þessu „heimskulega“ samkomulagi. Trump mun hafa sagt Turnbull að Ástralar væru að senda hryðjuverkamenn til Bandaríkjanna og vísaði í árásarmennina í Boston, sem réðust á maraþon þar í borg árið 2013. Þeir voru þó fæddir í Kirgistan og í Rússlandi. Samkvæmt ABC í Ástralíu mun Trump hafa sagt: „Ég vil ekki fá þetta fólk. Þetta á eftir að gera út af við mig. Ég er sú manneskja heims sem er mest á móti því að hleypa fólki inn í landið og nú á ég að samþykkja að taka við 2.000 manns,“ sagði Trump og ýkti fjöldann sem Bandaríkin áttu að taka við. Turnbull hefur lýst yfir ánægju sinni með að Bandaríkin hafi þrátt fyrir það ákveðið að heiðra samkomulagið.
Tengdar fréttir Trump vildi þagga niður tal um landamæramúrinn Eftirrit af símtölum Donalds Trump við leiðtoga Mexíkó og Ástralíu ber vott um kergju og óánægju Bandaríkjaforseta út í bandamenn sína. Lofaði hann aftur á móti símtal sitt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 3. ágúst 2017 18:46 Forsætisráðherra Ástralíu gerði stólpagrín að Trump Malcolm Turnbull gerði stólpagrín að Donald Trump á lokuðum kvöldverðarfundi með fjölmiðlamönnum en myndband af ræðu hans lak á netið. 15. júní 2017 20:22 Ætla að standa við „heimskulegt“ samkomulag Bandaríkin munu taka við allt 1.250 hælisleitendum í Ástralíu. 22. apríl 2017 08:03 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Trump vildi þagga niður tal um landamæramúrinn Eftirrit af símtölum Donalds Trump við leiðtoga Mexíkó og Ástralíu ber vott um kergju og óánægju Bandaríkjaforseta út í bandamenn sína. Lofaði hann aftur á móti símtal sitt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 3. ágúst 2017 18:46
Forsætisráðherra Ástralíu gerði stólpagrín að Trump Malcolm Turnbull gerði stólpagrín að Donald Trump á lokuðum kvöldverðarfundi með fjölmiðlamönnum en myndband af ræðu hans lak á netið. 15. júní 2017 20:22
Ætla að standa við „heimskulegt“ samkomulag Bandaríkin munu taka við allt 1.250 hælisleitendum í Ástralíu. 22. apríl 2017 08:03