„Heimskulega“ samkomulaginu ýtt úr vör Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. september 2017 07:45 Donald Trump og Malcolm Turnbull áttu eitt eftirminnilegasta símtal ársins. Vísir/AFP Þrátt fyrir að Donald Trump hafi sagt samkomulag sem kveður á um að Bandaríkin taki við 1250 flóttamönnum frá Ástralíu vera „heimskulegt“ og „hræðilegt“ var því engu að síður hleypt af stokkunum í dag. Áströlsk stjórnvöld staðfestu í dag að hópur fólks úr flóttamannabúðum undan ströndum Ástralíu verði sendur til Bandaríkjanna á næstu vikum. Flóttamannabúðir Ástrala á eyjunum Nárú og Manus við Papúa Nýju-Gíneu hafa verið harðlega gagnrýndar af mannréttindasamtökum og er þeim lýst sem „helvíti á jörðu“ af þeim sem neyðst hafa til að dvelja þar. Flestir flóttamannanna eru frá Íran, Írak og Sýrlandi og hafa margir hverjir dvalið í búðunum í fjögur ár.Sjá einnig: Trump reiður út í forsætisráðherra Ástralíu Um 25 manns úr hvorum búðum eiga nú von á því að verða flutt til Bandaríkjanna, að loknum ítarlegum prófunum og bakgrunnskönnunum. Þau fengu bréf þess efnis frá bandarískum stjórnvöldum í morgun. „Þessi litli hópur fólks sem fengið hefur svör er mjög hamingjusamur því hann hefur hatað vistina í Ástralíu. Hann vill ólmur komast til Bandaríkjanna þar sem hópurinn telur sig öruggan eftir fjögurra ára ólöglega vist,“ sagði talsmaður flóttamannasamtaka í samtali við fjölmiðla ytra. Hann lýsti tilfinningunni sem ljúfsárri; það væri ánægjulegt að einhverjir væru loks að losna úr búðunum en margir væru ennþá fastir í von og óvon um framhaldið.Ýkjur og tilfinningar Þrátt fyrir að Trump hafi ákveðið að fylgja samkomulaginu eftir gerði hann það með hangandi hendi. Í símtali við Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, skömmu eftir að hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna sagðist hann vera æfur yfir þessu „heimskulega“ samkomulagi. Trump mun hafa sagt Turnbull að Ástralar væru að senda hryðjuverkamenn til Bandaríkjanna og vísaði í árásarmennina í Boston, sem réðust á maraþon þar í borg árið 2013. Þeir voru þó fæddir í Kirgistan og í Rússlandi. Samkvæmt ABC í Ástralíu mun Trump hafa sagt: „Ég vil ekki fá þetta fólk. Þetta á eftir að gera út af við mig. Ég er sú manneskja heims sem er mest á móti því að hleypa fólki inn í landið og nú á ég að samþykkja að taka við 2.000 manns,“ sagði Trump og ýkti fjöldann sem Bandaríkin áttu að taka við. Turnbull hefur lýst yfir ánægju sinni með að Bandaríkin hafi þrátt fyrir það ákveðið að heiðra samkomulagið. Tengdar fréttir Trump vildi þagga niður tal um landamæramúrinn Eftirrit af símtölum Donalds Trump við leiðtoga Mexíkó og Ástralíu ber vott um kergju og óánægju Bandaríkjaforseta út í bandamenn sína. Lofaði hann aftur á móti símtal sitt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 3. ágúst 2017 18:46 Forsætisráðherra Ástralíu gerði stólpagrín að Trump Malcolm Turnbull gerði stólpagrín að Donald Trump á lokuðum kvöldverðarfundi með fjölmiðlamönnum en myndband af ræðu hans lak á netið. 15. júní 2017 20:22 Ætla að standa við „heimskulegt“ samkomulag Bandaríkin munu taka við allt 1.250 hælisleitendum í Ástralíu. 22. apríl 2017 08:03 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Þrátt fyrir að Donald Trump hafi sagt samkomulag sem kveður á um að Bandaríkin taki við 1250 flóttamönnum frá Ástralíu vera „heimskulegt“ og „hræðilegt“ var því engu að síður hleypt af stokkunum í dag. Áströlsk stjórnvöld staðfestu í dag að hópur fólks úr flóttamannabúðum undan ströndum Ástralíu verði sendur til Bandaríkjanna á næstu vikum. Flóttamannabúðir Ástrala á eyjunum Nárú og Manus við Papúa Nýju-Gíneu hafa verið harðlega gagnrýndar af mannréttindasamtökum og er þeim lýst sem „helvíti á jörðu“ af þeim sem neyðst hafa til að dvelja þar. Flestir flóttamannanna eru frá Íran, Írak og Sýrlandi og hafa margir hverjir dvalið í búðunum í fjögur ár.Sjá einnig: Trump reiður út í forsætisráðherra Ástralíu Um 25 manns úr hvorum búðum eiga nú von á því að verða flutt til Bandaríkjanna, að loknum ítarlegum prófunum og bakgrunnskönnunum. Þau fengu bréf þess efnis frá bandarískum stjórnvöldum í morgun. „Þessi litli hópur fólks sem fengið hefur svör er mjög hamingjusamur því hann hefur hatað vistina í Ástralíu. Hann vill ólmur komast til Bandaríkjanna þar sem hópurinn telur sig öruggan eftir fjögurra ára ólöglega vist,“ sagði talsmaður flóttamannasamtaka í samtali við fjölmiðla ytra. Hann lýsti tilfinningunni sem ljúfsárri; það væri ánægjulegt að einhverjir væru loks að losna úr búðunum en margir væru ennþá fastir í von og óvon um framhaldið.Ýkjur og tilfinningar Þrátt fyrir að Trump hafi ákveðið að fylgja samkomulaginu eftir gerði hann það með hangandi hendi. Í símtali við Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, skömmu eftir að hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna sagðist hann vera æfur yfir þessu „heimskulega“ samkomulagi. Trump mun hafa sagt Turnbull að Ástralar væru að senda hryðjuverkamenn til Bandaríkjanna og vísaði í árásarmennina í Boston, sem réðust á maraþon þar í borg árið 2013. Þeir voru þó fæddir í Kirgistan og í Rússlandi. Samkvæmt ABC í Ástralíu mun Trump hafa sagt: „Ég vil ekki fá þetta fólk. Þetta á eftir að gera út af við mig. Ég er sú manneskja heims sem er mest á móti því að hleypa fólki inn í landið og nú á ég að samþykkja að taka við 2.000 manns,“ sagði Trump og ýkti fjöldann sem Bandaríkin áttu að taka við. Turnbull hefur lýst yfir ánægju sinni með að Bandaríkin hafi þrátt fyrir það ákveðið að heiðra samkomulagið.
Tengdar fréttir Trump vildi þagga niður tal um landamæramúrinn Eftirrit af símtölum Donalds Trump við leiðtoga Mexíkó og Ástralíu ber vott um kergju og óánægju Bandaríkjaforseta út í bandamenn sína. Lofaði hann aftur á móti símtal sitt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 3. ágúst 2017 18:46 Forsætisráðherra Ástralíu gerði stólpagrín að Trump Malcolm Turnbull gerði stólpagrín að Donald Trump á lokuðum kvöldverðarfundi með fjölmiðlamönnum en myndband af ræðu hans lak á netið. 15. júní 2017 20:22 Ætla að standa við „heimskulegt“ samkomulag Bandaríkin munu taka við allt 1.250 hælisleitendum í Ástralíu. 22. apríl 2017 08:03 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Trump vildi þagga niður tal um landamæramúrinn Eftirrit af símtölum Donalds Trump við leiðtoga Mexíkó og Ástralíu ber vott um kergju og óánægju Bandaríkjaforseta út í bandamenn sína. Lofaði hann aftur á móti símtal sitt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 3. ágúst 2017 18:46
Forsætisráðherra Ástralíu gerði stólpagrín að Trump Malcolm Turnbull gerði stólpagrín að Donald Trump á lokuðum kvöldverðarfundi með fjölmiðlamönnum en myndband af ræðu hans lak á netið. 15. júní 2017 20:22
Ætla að standa við „heimskulegt“ samkomulag Bandaríkin munu taka við allt 1.250 hælisleitendum í Ástralíu. 22. apríl 2017 08:03