Lágmarksútbreiðsla hafíssins sú áttunda minnsta í sögunni Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2017 16:24 Hafísinn á norðurskautinu 13. september. Gula línan sýnir meðal lágmarksútbreiðslu hans 1981 til 2010. NASA's Scientific Visualization Studio/Helen-Nicole Kostis Mælingar á hafísnum á norðurskautinu benda til þess að hann hafi náð lágmarki eftir sumarbráðnunina í síðustu viku. Lágmarksútbreiðsla hans var þá sú áttunda minnsta frá því að mælingar hófust. Hafísinn þakti 4,64 milljónir ferkílómetra 13. september samkvæmt mælingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og Snjó- og ísgagnamiðstöðvar Bandaríkjanna. Útbreiðslan hefur aðeins sjö sinnum verið minni frá því að gervihnattamælingar hófust árið 1978. Árið í fyrra var eitt þriggja verstu áranna fyrir hafísinn. Þá blésu öflugir sumarstormar sem hröðuðu bráðnun ísbreiðunnar. Slíkir stormar hefðu ekki haft eins mikil áhrif á hafísinn á árum áður þar sem hann var þykkari og breiddi úr sér yfir stærra svæði.Áratugir bráðnunar halda ísnum í lágmarkiSumarið í hefur ekki verið óvenjuhlýtt á norðurskautinu og sum svæði voru jafnvel svalari en venjulega. Þrátt fyrir það er lágmarksútbreiðsla hafíssins nú 1,58 milljónum ferkílómetrum undir meðaltali hennar á tímabilinu 1981 til 2010. „Veðuraðstæður hafa ekki verið sérlega eftirtektarverðar í sumar. Sú staðreynd að við skulum samt hafa endað með litla lágmarksútbreiðslu er vegna þess að grunnstaða íssins nú er verri en hún var fyrir 38 árum,“ segir Claire Parkinson, loftslagsvísindamaður við Goddard-geimstöð NASA í frétt á vefsíðu stofnunarinnar. Tap hafíssins endurspeglar hnattræna hlýnun sem á sér stað á jörðinni. Það magnar hins vegar einnig þá hlýnun sem er að verða vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Skjannahvítur ísinn endurvarpar geislun sólar aftur út í geim hefur þannig áhrif til kólnunar á loftslag jarðar. Þegar ísinn víkur aftur á móti fyrir dökkum sjó sem drekkur í sig varma sólargeislanna eykst hlýnun jarðar. Bráðnun hafíssins er þannig bæði afleiðing og hluti af orsök hnattrænnar hlýnunar.Myndbandið hér fyrir neðan sýnir hvernig útbreiðsla hafíssin á norðurskautinu hefur þróast í sumar. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Telja loftmengun hafa falið áhrif hlýnunar á norðurskautinu Vísindamenn telja að brennisteinsagnir hafi kælt norðurskautið og aukið hafís á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir ollu hlýnun jarðar áður en lög og reglur drógu úr loftmenguninni. 28. mars 2017 21:04 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Mælingar á hafísnum á norðurskautinu benda til þess að hann hafi náð lágmarki eftir sumarbráðnunina í síðustu viku. Lágmarksútbreiðsla hans var þá sú áttunda minnsta frá því að mælingar hófust. Hafísinn þakti 4,64 milljónir ferkílómetra 13. september samkvæmt mælingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og Snjó- og ísgagnamiðstöðvar Bandaríkjanna. Útbreiðslan hefur aðeins sjö sinnum verið minni frá því að gervihnattamælingar hófust árið 1978. Árið í fyrra var eitt þriggja verstu áranna fyrir hafísinn. Þá blésu öflugir sumarstormar sem hröðuðu bráðnun ísbreiðunnar. Slíkir stormar hefðu ekki haft eins mikil áhrif á hafísinn á árum áður þar sem hann var þykkari og breiddi úr sér yfir stærra svæði.Áratugir bráðnunar halda ísnum í lágmarkiSumarið í hefur ekki verið óvenjuhlýtt á norðurskautinu og sum svæði voru jafnvel svalari en venjulega. Þrátt fyrir það er lágmarksútbreiðsla hafíssins nú 1,58 milljónum ferkílómetrum undir meðaltali hennar á tímabilinu 1981 til 2010. „Veðuraðstæður hafa ekki verið sérlega eftirtektarverðar í sumar. Sú staðreynd að við skulum samt hafa endað með litla lágmarksútbreiðslu er vegna þess að grunnstaða íssins nú er verri en hún var fyrir 38 árum,“ segir Claire Parkinson, loftslagsvísindamaður við Goddard-geimstöð NASA í frétt á vefsíðu stofnunarinnar. Tap hafíssins endurspeglar hnattræna hlýnun sem á sér stað á jörðinni. Það magnar hins vegar einnig þá hlýnun sem er að verða vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Skjannahvítur ísinn endurvarpar geislun sólar aftur út í geim hefur þannig áhrif til kólnunar á loftslag jarðar. Þegar ísinn víkur aftur á móti fyrir dökkum sjó sem drekkur í sig varma sólargeislanna eykst hlýnun jarðar. Bráðnun hafíssins er þannig bæði afleiðing og hluti af orsök hnattrænnar hlýnunar.Myndbandið hér fyrir neðan sýnir hvernig útbreiðsla hafíssin á norðurskautinu hefur þróast í sumar.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Telja loftmengun hafa falið áhrif hlýnunar á norðurskautinu Vísindamenn telja að brennisteinsagnir hafi kælt norðurskautið og aukið hafís á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir ollu hlýnun jarðar áður en lög og reglur drógu úr loftmenguninni. 28. mars 2017 21:04 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46
Telja loftmengun hafa falið áhrif hlýnunar á norðurskautinu Vísindamenn telja að brennisteinsagnir hafi kælt norðurskautið og aukið hafís á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir ollu hlýnun jarðar áður en lög og reglur drógu úr loftmenguninni. 28. mars 2017 21:04