Ætlar að stefna Ríkisútvarpinu fyrir fréttaumfjöllun um Sjanghæ Sveinn Arnarsson skrifar 25. september 2017 07:00 Sjanghæ á Akureyri. vísir/sveinn Eigandi Sjanghæ á Akureyri hefur ákveðið að stefna Ríkisútvarpinu vegna fréttar um meint mansal á veitingastaðnum. Að mati eigandans, Rositu YuFan Zhang, hefur fréttaflutningurinn haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir rekstur staðarins og andlega líðan hennar og fjölskyldu hennar.Jóhannes Már Sigurðarson lögmaður.Þetta staðfestir lögmaður fyrirtækisins, Jóhannes Már Sigurðarson. Fyrsta frétt um málið birtist á vef Ríkisútvarpsins þann 30. ágúst síðastliðinn þar sem greint var frá því að grunur léki á að mansal væri stundað á staðnum. Voru þær fréttir byggðar á heimildum frá stéttarfélaginu Einingu Iðju. Samkvæmt heimildunum voru starfsmenn hlunnfarnir um laun og fengu greiddar um 30 þúsund krónur á mánuði. Nokkru síðar kom fréttatilkynning frá stéttarfélaginu að við rannsókn málsins hafi ekkert komið í ljós sem sannaði mansal á umræddum veitingastað. „Rík skylda hvílir á fjölmiðlum og fréttafólki að fylgja siðareglum. Sérstaklega þegar kemur að ásökunum um refsiverða háttsemi. Hafa ber í huga að mansal varðar allt að tólf ára fangelsi. Að mati umbjóðanda míns var ekki gætt að þessu við fréttaflutning RÚV og því hefur hún tekið ákvörðun um að leita réttar síns. Þannig er mér falið að undirbúa stefnu á hendur RÚV og þeim aðilum sem kunna að bera ábyrgð í málinu,“ segir Jóhannes Már. Eigandi veitingastaðarins tók þá ákvörðun að loka staðnum í kjölfar umfjöllunar um hann. Að hennar sögn komu afar fáir viðskiptavinir á staðinn eftir að fréttin fór í loftið. Staðurinn hefur ekki verið opnaður aftur. Vonir standa þó til að hann verði opnaður bráðlega aftur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Sjanghæ var lokað fljótlega eftir fréttaflutning um mansalsgrun. Ekkert var hæft í þeim sögusögnum. Laun starfsmanna langt yfir lágmarkslaunum samkvæmt heimildum. Ákvörðun um hvort höfða eigi dómsmál tekin á næstu dögum. 19. september 2017 06:00 Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings "Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.“ 15. september 2017 13:29 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Eigandi Sjanghæ á Akureyri hefur ákveðið að stefna Ríkisútvarpinu vegna fréttar um meint mansal á veitingastaðnum. Að mati eigandans, Rositu YuFan Zhang, hefur fréttaflutningurinn haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir rekstur staðarins og andlega líðan hennar og fjölskyldu hennar.Jóhannes Már Sigurðarson lögmaður.Þetta staðfestir lögmaður fyrirtækisins, Jóhannes Már Sigurðarson. Fyrsta frétt um málið birtist á vef Ríkisútvarpsins þann 30. ágúst síðastliðinn þar sem greint var frá því að grunur léki á að mansal væri stundað á staðnum. Voru þær fréttir byggðar á heimildum frá stéttarfélaginu Einingu Iðju. Samkvæmt heimildunum voru starfsmenn hlunnfarnir um laun og fengu greiddar um 30 þúsund krónur á mánuði. Nokkru síðar kom fréttatilkynning frá stéttarfélaginu að við rannsókn málsins hafi ekkert komið í ljós sem sannaði mansal á umræddum veitingastað. „Rík skylda hvílir á fjölmiðlum og fréttafólki að fylgja siðareglum. Sérstaklega þegar kemur að ásökunum um refsiverða háttsemi. Hafa ber í huga að mansal varðar allt að tólf ára fangelsi. Að mati umbjóðanda míns var ekki gætt að þessu við fréttaflutning RÚV og því hefur hún tekið ákvörðun um að leita réttar síns. Þannig er mér falið að undirbúa stefnu á hendur RÚV og þeim aðilum sem kunna að bera ábyrgð í málinu,“ segir Jóhannes Már. Eigandi veitingastaðarins tók þá ákvörðun að loka staðnum í kjölfar umfjöllunar um hann. Að hennar sögn komu afar fáir viðskiptavinir á staðinn eftir að fréttin fór í loftið. Staðurinn hefur ekki verið opnaður aftur. Vonir standa þó til að hann verði opnaður bráðlega aftur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Sjanghæ var lokað fljótlega eftir fréttaflutning um mansalsgrun. Ekkert var hæft í þeim sögusögnum. Laun starfsmanna langt yfir lágmarkslaunum samkvæmt heimildum. Ákvörðun um hvort höfða eigi dómsmál tekin á næstu dögum. 19. september 2017 06:00 Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings "Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.“ 15. september 2017 13:29 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Sjanghæ var lokað fljótlega eftir fréttaflutning um mansalsgrun. Ekkert var hæft í þeim sögusögnum. Laun starfsmanna langt yfir lágmarkslaunum samkvæmt heimildum. Ákvörðun um hvort höfða eigi dómsmál tekin á næstu dögum. 19. september 2017 06:00
Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings "Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.“ 15. september 2017 13:29