Ætlar að stefna Ríkisútvarpinu fyrir fréttaumfjöllun um Sjanghæ Sveinn Arnarsson skrifar 25. september 2017 07:00 Sjanghæ á Akureyri. vísir/sveinn Eigandi Sjanghæ á Akureyri hefur ákveðið að stefna Ríkisútvarpinu vegna fréttar um meint mansal á veitingastaðnum. Að mati eigandans, Rositu YuFan Zhang, hefur fréttaflutningurinn haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir rekstur staðarins og andlega líðan hennar og fjölskyldu hennar.Jóhannes Már Sigurðarson lögmaður.Þetta staðfestir lögmaður fyrirtækisins, Jóhannes Már Sigurðarson. Fyrsta frétt um málið birtist á vef Ríkisútvarpsins þann 30. ágúst síðastliðinn þar sem greint var frá því að grunur léki á að mansal væri stundað á staðnum. Voru þær fréttir byggðar á heimildum frá stéttarfélaginu Einingu Iðju. Samkvæmt heimildunum voru starfsmenn hlunnfarnir um laun og fengu greiddar um 30 þúsund krónur á mánuði. Nokkru síðar kom fréttatilkynning frá stéttarfélaginu að við rannsókn málsins hafi ekkert komið í ljós sem sannaði mansal á umræddum veitingastað. „Rík skylda hvílir á fjölmiðlum og fréttafólki að fylgja siðareglum. Sérstaklega þegar kemur að ásökunum um refsiverða háttsemi. Hafa ber í huga að mansal varðar allt að tólf ára fangelsi. Að mati umbjóðanda míns var ekki gætt að þessu við fréttaflutning RÚV og því hefur hún tekið ákvörðun um að leita réttar síns. Þannig er mér falið að undirbúa stefnu á hendur RÚV og þeim aðilum sem kunna að bera ábyrgð í málinu,“ segir Jóhannes Már. Eigandi veitingastaðarins tók þá ákvörðun að loka staðnum í kjölfar umfjöllunar um hann. Að hennar sögn komu afar fáir viðskiptavinir á staðinn eftir að fréttin fór í loftið. Staðurinn hefur ekki verið opnaður aftur. Vonir standa þó til að hann verði opnaður bráðlega aftur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Sjanghæ var lokað fljótlega eftir fréttaflutning um mansalsgrun. Ekkert var hæft í þeim sögusögnum. Laun starfsmanna langt yfir lágmarkslaunum samkvæmt heimildum. Ákvörðun um hvort höfða eigi dómsmál tekin á næstu dögum. 19. september 2017 06:00 Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings "Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.“ 15. september 2017 13:29 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Eigandi Sjanghæ á Akureyri hefur ákveðið að stefna Ríkisútvarpinu vegna fréttar um meint mansal á veitingastaðnum. Að mati eigandans, Rositu YuFan Zhang, hefur fréttaflutningurinn haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir rekstur staðarins og andlega líðan hennar og fjölskyldu hennar.Jóhannes Már Sigurðarson lögmaður.Þetta staðfestir lögmaður fyrirtækisins, Jóhannes Már Sigurðarson. Fyrsta frétt um málið birtist á vef Ríkisútvarpsins þann 30. ágúst síðastliðinn þar sem greint var frá því að grunur léki á að mansal væri stundað á staðnum. Voru þær fréttir byggðar á heimildum frá stéttarfélaginu Einingu Iðju. Samkvæmt heimildunum voru starfsmenn hlunnfarnir um laun og fengu greiddar um 30 þúsund krónur á mánuði. Nokkru síðar kom fréttatilkynning frá stéttarfélaginu að við rannsókn málsins hafi ekkert komið í ljós sem sannaði mansal á umræddum veitingastað. „Rík skylda hvílir á fjölmiðlum og fréttafólki að fylgja siðareglum. Sérstaklega þegar kemur að ásökunum um refsiverða háttsemi. Hafa ber í huga að mansal varðar allt að tólf ára fangelsi. Að mati umbjóðanda míns var ekki gætt að þessu við fréttaflutning RÚV og því hefur hún tekið ákvörðun um að leita réttar síns. Þannig er mér falið að undirbúa stefnu á hendur RÚV og þeim aðilum sem kunna að bera ábyrgð í málinu,“ segir Jóhannes Már. Eigandi veitingastaðarins tók þá ákvörðun að loka staðnum í kjölfar umfjöllunar um hann. Að hennar sögn komu afar fáir viðskiptavinir á staðinn eftir að fréttin fór í loftið. Staðurinn hefur ekki verið opnaður aftur. Vonir standa þó til að hann verði opnaður bráðlega aftur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Sjanghæ var lokað fljótlega eftir fréttaflutning um mansalsgrun. Ekkert var hæft í þeim sögusögnum. Laun starfsmanna langt yfir lágmarkslaunum samkvæmt heimildum. Ákvörðun um hvort höfða eigi dómsmál tekin á næstu dögum. 19. september 2017 06:00 Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings "Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.“ 15. september 2017 13:29 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Sjanghæ var lokað fljótlega eftir fréttaflutning um mansalsgrun. Ekkert var hæft í þeim sögusögnum. Laun starfsmanna langt yfir lágmarkslaunum samkvæmt heimildum. Ákvörðun um hvort höfða eigi dómsmál tekin á næstu dögum. 19. september 2017 06:00
Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings "Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.“ 15. september 2017 13:29