Ætlar að stefna Ríkisútvarpinu fyrir fréttaumfjöllun um Sjanghæ Sveinn Arnarsson skrifar 25. september 2017 07:00 Sjanghæ á Akureyri. vísir/sveinn Eigandi Sjanghæ á Akureyri hefur ákveðið að stefna Ríkisútvarpinu vegna fréttar um meint mansal á veitingastaðnum. Að mati eigandans, Rositu YuFan Zhang, hefur fréttaflutningurinn haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir rekstur staðarins og andlega líðan hennar og fjölskyldu hennar.Jóhannes Már Sigurðarson lögmaður.Þetta staðfestir lögmaður fyrirtækisins, Jóhannes Már Sigurðarson. Fyrsta frétt um málið birtist á vef Ríkisútvarpsins þann 30. ágúst síðastliðinn þar sem greint var frá því að grunur léki á að mansal væri stundað á staðnum. Voru þær fréttir byggðar á heimildum frá stéttarfélaginu Einingu Iðju. Samkvæmt heimildunum voru starfsmenn hlunnfarnir um laun og fengu greiddar um 30 þúsund krónur á mánuði. Nokkru síðar kom fréttatilkynning frá stéttarfélaginu að við rannsókn málsins hafi ekkert komið í ljós sem sannaði mansal á umræddum veitingastað. „Rík skylda hvílir á fjölmiðlum og fréttafólki að fylgja siðareglum. Sérstaklega þegar kemur að ásökunum um refsiverða háttsemi. Hafa ber í huga að mansal varðar allt að tólf ára fangelsi. Að mati umbjóðanda míns var ekki gætt að þessu við fréttaflutning RÚV og því hefur hún tekið ákvörðun um að leita réttar síns. Þannig er mér falið að undirbúa stefnu á hendur RÚV og þeim aðilum sem kunna að bera ábyrgð í málinu,“ segir Jóhannes Már. Eigandi veitingastaðarins tók þá ákvörðun að loka staðnum í kjölfar umfjöllunar um hann. Að hennar sögn komu afar fáir viðskiptavinir á staðinn eftir að fréttin fór í loftið. Staðurinn hefur ekki verið opnaður aftur. Vonir standa þó til að hann verði opnaður bráðlega aftur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Sjanghæ var lokað fljótlega eftir fréttaflutning um mansalsgrun. Ekkert var hæft í þeim sögusögnum. Laun starfsmanna langt yfir lágmarkslaunum samkvæmt heimildum. Ákvörðun um hvort höfða eigi dómsmál tekin á næstu dögum. 19. september 2017 06:00 Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings "Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.“ 15. september 2017 13:29 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Eigandi Sjanghæ á Akureyri hefur ákveðið að stefna Ríkisútvarpinu vegna fréttar um meint mansal á veitingastaðnum. Að mati eigandans, Rositu YuFan Zhang, hefur fréttaflutningurinn haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir rekstur staðarins og andlega líðan hennar og fjölskyldu hennar.Jóhannes Már Sigurðarson lögmaður.Þetta staðfestir lögmaður fyrirtækisins, Jóhannes Már Sigurðarson. Fyrsta frétt um málið birtist á vef Ríkisútvarpsins þann 30. ágúst síðastliðinn þar sem greint var frá því að grunur léki á að mansal væri stundað á staðnum. Voru þær fréttir byggðar á heimildum frá stéttarfélaginu Einingu Iðju. Samkvæmt heimildunum voru starfsmenn hlunnfarnir um laun og fengu greiddar um 30 þúsund krónur á mánuði. Nokkru síðar kom fréttatilkynning frá stéttarfélaginu að við rannsókn málsins hafi ekkert komið í ljós sem sannaði mansal á umræddum veitingastað. „Rík skylda hvílir á fjölmiðlum og fréttafólki að fylgja siðareglum. Sérstaklega þegar kemur að ásökunum um refsiverða háttsemi. Hafa ber í huga að mansal varðar allt að tólf ára fangelsi. Að mati umbjóðanda míns var ekki gætt að þessu við fréttaflutning RÚV og því hefur hún tekið ákvörðun um að leita réttar síns. Þannig er mér falið að undirbúa stefnu á hendur RÚV og þeim aðilum sem kunna að bera ábyrgð í málinu,“ segir Jóhannes Már. Eigandi veitingastaðarins tók þá ákvörðun að loka staðnum í kjölfar umfjöllunar um hann. Að hennar sögn komu afar fáir viðskiptavinir á staðinn eftir að fréttin fór í loftið. Staðurinn hefur ekki verið opnaður aftur. Vonir standa þó til að hann verði opnaður bráðlega aftur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Sjanghæ var lokað fljótlega eftir fréttaflutning um mansalsgrun. Ekkert var hæft í þeim sögusögnum. Laun starfsmanna langt yfir lágmarkslaunum samkvæmt heimildum. Ákvörðun um hvort höfða eigi dómsmál tekin á næstu dögum. 19. september 2017 06:00 Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings "Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.“ 15. september 2017 13:29 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Sjanghæ var lokað fljótlega eftir fréttaflutning um mansalsgrun. Ekkert var hæft í þeim sögusögnum. Laun starfsmanna langt yfir lágmarkslaunum samkvæmt heimildum. Ákvörðun um hvort höfða eigi dómsmál tekin á næstu dögum. 19. september 2017 06:00
Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings "Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.“ 15. september 2017 13:29