Ætlar að stefna Ríkisútvarpinu fyrir fréttaumfjöllun um Sjanghæ Sveinn Arnarsson skrifar 25. september 2017 07:00 Sjanghæ á Akureyri. vísir/sveinn Eigandi Sjanghæ á Akureyri hefur ákveðið að stefna Ríkisútvarpinu vegna fréttar um meint mansal á veitingastaðnum. Að mati eigandans, Rositu YuFan Zhang, hefur fréttaflutningurinn haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir rekstur staðarins og andlega líðan hennar og fjölskyldu hennar.Jóhannes Már Sigurðarson lögmaður.Þetta staðfestir lögmaður fyrirtækisins, Jóhannes Már Sigurðarson. Fyrsta frétt um málið birtist á vef Ríkisútvarpsins þann 30. ágúst síðastliðinn þar sem greint var frá því að grunur léki á að mansal væri stundað á staðnum. Voru þær fréttir byggðar á heimildum frá stéttarfélaginu Einingu Iðju. Samkvæmt heimildunum voru starfsmenn hlunnfarnir um laun og fengu greiddar um 30 þúsund krónur á mánuði. Nokkru síðar kom fréttatilkynning frá stéttarfélaginu að við rannsókn málsins hafi ekkert komið í ljós sem sannaði mansal á umræddum veitingastað. „Rík skylda hvílir á fjölmiðlum og fréttafólki að fylgja siðareglum. Sérstaklega þegar kemur að ásökunum um refsiverða háttsemi. Hafa ber í huga að mansal varðar allt að tólf ára fangelsi. Að mati umbjóðanda míns var ekki gætt að þessu við fréttaflutning RÚV og því hefur hún tekið ákvörðun um að leita réttar síns. Þannig er mér falið að undirbúa stefnu á hendur RÚV og þeim aðilum sem kunna að bera ábyrgð í málinu,“ segir Jóhannes Már. Eigandi veitingastaðarins tók þá ákvörðun að loka staðnum í kjölfar umfjöllunar um hann. Að hennar sögn komu afar fáir viðskiptavinir á staðinn eftir að fréttin fór í loftið. Staðurinn hefur ekki verið opnaður aftur. Vonir standa þó til að hann verði opnaður bráðlega aftur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Sjanghæ var lokað fljótlega eftir fréttaflutning um mansalsgrun. Ekkert var hæft í þeim sögusögnum. Laun starfsmanna langt yfir lágmarkslaunum samkvæmt heimildum. Ákvörðun um hvort höfða eigi dómsmál tekin á næstu dögum. 19. september 2017 06:00 Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings "Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.“ 15. september 2017 13:29 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Eigandi Sjanghæ á Akureyri hefur ákveðið að stefna Ríkisútvarpinu vegna fréttar um meint mansal á veitingastaðnum. Að mati eigandans, Rositu YuFan Zhang, hefur fréttaflutningurinn haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir rekstur staðarins og andlega líðan hennar og fjölskyldu hennar.Jóhannes Már Sigurðarson lögmaður.Þetta staðfestir lögmaður fyrirtækisins, Jóhannes Már Sigurðarson. Fyrsta frétt um málið birtist á vef Ríkisútvarpsins þann 30. ágúst síðastliðinn þar sem greint var frá því að grunur léki á að mansal væri stundað á staðnum. Voru þær fréttir byggðar á heimildum frá stéttarfélaginu Einingu Iðju. Samkvæmt heimildunum voru starfsmenn hlunnfarnir um laun og fengu greiddar um 30 þúsund krónur á mánuði. Nokkru síðar kom fréttatilkynning frá stéttarfélaginu að við rannsókn málsins hafi ekkert komið í ljós sem sannaði mansal á umræddum veitingastað. „Rík skylda hvílir á fjölmiðlum og fréttafólki að fylgja siðareglum. Sérstaklega þegar kemur að ásökunum um refsiverða háttsemi. Hafa ber í huga að mansal varðar allt að tólf ára fangelsi. Að mati umbjóðanda míns var ekki gætt að þessu við fréttaflutning RÚV og því hefur hún tekið ákvörðun um að leita réttar síns. Þannig er mér falið að undirbúa stefnu á hendur RÚV og þeim aðilum sem kunna að bera ábyrgð í málinu,“ segir Jóhannes Már. Eigandi veitingastaðarins tók þá ákvörðun að loka staðnum í kjölfar umfjöllunar um hann. Að hennar sögn komu afar fáir viðskiptavinir á staðinn eftir að fréttin fór í loftið. Staðurinn hefur ekki verið opnaður aftur. Vonir standa þó til að hann verði opnaður bráðlega aftur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Sjanghæ var lokað fljótlega eftir fréttaflutning um mansalsgrun. Ekkert var hæft í þeim sögusögnum. Laun starfsmanna langt yfir lágmarkslaunum samkvæmt heimildum. Ákvörðun um hvort höfða eigi dómsmál tekin á næstu dögum. 19. september 2017 06:00 Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings "Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.“ 15. september 2017 13:29 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Sjanghæ var lokað fljótlega eftir fréttaflutning um mansalsgrun. Ekkert var hæft í þeim sögusögnum. Laun starfsmanna langt yfir lágmarkslaunum samkvæmt heimildum. Ákvörðun um hvort höfða eigi dómsmál tekin á næstu dögum. 19. september 2017 06:00
Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings "Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.“ 15. september 2017 13:29